Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšumašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšumašurinn

						ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 22. nóvember 1949
BÆKUR
Draupnisútgáfan og Iðunnarút-
gáfan hafa gefið út margar bækur á
þessu ári. Forlagið hefir sent blað-
inu  þessa  greihargerð  um  útgáfu
sina 1 ar:
„Systurforlögin Draupnisútgáfan
og Iðunnarútgáfan gefa út í ár rösk-
lega tuttugu bækur, frumsamdar og
þýddar. Verður þó að fresta útkomu
allmargra bóka, sem gefa átti út á
þessu ári, sökum þess að ekki hefir
tekizt að afla pappírs til útgáfu
þeirra.
Aðaljólabók forlaganna, og sú út-
gáfubók þeirra, sem væntanlega mun
vekja hvað mesta athygli, heitir Brim
og boðar. Hefur hún að geyma
margar og merkar frásagnir af sjó-
hrakningum og svaðilförum hér við
land. Eru frásagnirnar yfirleitt rit-
aðar af mönnum þeim, sem í hrakn-
ingana hafa ratað eða skráðar beint
eftir frásögn þeirra. Sigurður Helga-
son rithöfundur hefir safnað efni til
bókarinnar og ritað nokkuð af henni
sjálfur, þar á meðal langan og ýtar-
legan þátt um hina sögulegu hrakn-
inga vélbátsins- Kristjáns á vetrar-
vertíðinni 1940. Þetta er yfir tuttugu
arka bók, prentuð á úrvalspappír og
prýdd fjölda mynda.
SÖGN OG SAGA.
I bókaflokknum „Sögn og saga"
kemur út ein bók í ár, Þjóðllfs-
myndir. Þœttir úr írlenzkri menn-
ingarsögu. Bók þessi hefir að geyma
nokkrar gamlar og merkar ritgerðir
um menningarsöguleg efni. Þar á
meðal er hin skemmtilega lýsing sr.
Þorkels Bjarnasonar á þjóðháttum
um miðbik 19. aldar. I ritgerð þess-
ari er lýst einkar greinilega húsa-
kynnum, klæðnaði, hreinlæti, matar-
hæfi, búnaðarháttum, sjósókn, verzl-
un, menningarástandi, trú, hjátrú,
skemmtanalífi og ýmsu fleira. Gils
Guðmundsson rithöfundur hefir bú-
ið bók þessa til prentunar.
Á næsta ári kemur út í „Sögn og
sögu" fyrsta bindi af ritverkum sr.
Friðriks Eggerz í útgáfu sr. Jóns
Guðnasonar. Áður eru komnar út
tvær bækur í þessum flokki, Sagna-
þœttir Þjóðólfs og Strandamanna
saga Gísla Konráðssonar.
AÐRAR ÍSLENZKAR BÆKUR,
sem Draupnisútgáfan og Iðunnarút-
gáfan gefa út í ár eru þessar:
/ kirkju og utan, ritgerðir og ræð-
ur eftir sr. Jakob Jónsson. í ritgerð-
unum er fjallað um ýmis efni: bók-
menntir, sj álfstæðismál íslands, ýmis
þjóðfélagsleg vandamál, söguleg efni
o. m. fl. Meðal ritgerðanna er grein-
in „Hjónaband og hjónaskilnaðir".
¦Loks eru í bókinni nokkrar stólræð-
ur, sem flestar eru tengdar atburð-
um líðandi stundar.
Ævikjör og aldarfar, sagnaþættir
eftir Oscar Clausen. Fyrri hluti bók-
arinnar fjallar um persónusögu. Eru
þar þættir um útlagana í Víðidal,
Jón Steinsson á Hójum, Emil Niel-
sen, Stefán Gunnlaugsson og syni
hans o. fl. I síðari hlulanum eru
þjóðlífslýsingar af ýmsum toga. Þar
eru meðal annars hin merku erindi
Clausens um sildveiðar í Faxaflóa og
Bréiðafirði fyrr á tímum.
Silkikjólar og glœsimennska, skáld-
saga Sigurjóns Jónssonar, sem fyrst
kom á prent fyrir aldarfjórðungi
síðan. Vakti saga þessi þá mikla at-
hygli og hefir verið með öllu ófáan-
leg í 10—20 ár.
NÝ BÓK
EFTIR MIKA WALTARI. .
Rétt fyrir jólin kemur út söguleg
skáldsaga eftir hinn kunna finnska
rithöfund, Mika Waltari. Nefnist hún
Drottningin á dansleik keisarans.
Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga
Waltaris, Katrín Mánadóttir. Er hún
uppseld hjá forlaginu.
DRAUPNISSÖGUR.
í skáldsagnaflokknum Draupnis-
sögur koma út fimm sögur á þessu
ári. Þær eru þessar: Bragðarefur,
söguleg skáldsaga eftir Samuel
Shellabarger, höfund „Sigurvegar-
ans frá Kastilíu". — Asl en ekki hel,
ný saga eftir Slaughter, höfund bók-
anna „Líf í læknis hendi" og „Dagur
við ský". — Þegar ungur ég var,
stór skáldsaga eftir hinn víðkunna
höfund A. J. Cronin. — Lœknir eða
eiginkona, skáldsaga eftir Victoria
Rhysum ungan kvenlækni, sem tvö
öfl togast á um. Saga þessi hefir
verið þýdd á mörg mál. — Hann
sigldi yfir sœ, skáldsaga eftir ungan
danskan rithöfund, . Rauer Berg-
ström, um farmenn og formennsku.
Höfundurinn hefir sjálfiir verið í
siglingum árum saman og þekkir því
gerla það efni,-sem hann ritar um.
GULU SKÁLDSÖGURNAR.
I skáldsagnaflokknum „Gulu
skáldsögurnar" eru birtar léttar og
skemmtilegar sögur til skemmtilestr-
ar. í ár koma út þrjár sögur: Kœn
er konan, Ast barónsins og Elsa,
ástarsaga. — Síðasttalda bókin er.
aðaljólabók  „Gulu skáldsagnanna".
BARNABÆKUR.
Fyrir síðustu jól gáfu Draupnis-
útgáfan og Iðunnarútgáfan út barna-
bókina „Hún amma mín það sagði
mér ....", vandaða, þjóðlega
barnabók, sem mun hafa verið
aufúsugestur á mörgu heimili. Sem
framhald af þeirri útgáfustarfsémi
kemur út í ár bókin „Segðu mér
söguna aftur", safn af úrvalssögum
við barnahæfi. Sögur þessar hafa
allar birzt áður, en fyrir löngu.
Munu þær því vera góðkunningjar
þess fólks, sem nú er á miðjum aldri
eða eldra. En æsku landsins er hér
fenginn í hendur fjársjóður, sem
henni hefir verið hulirin til þessa. ¦—
Aðrar barnabækur forlaganna í ár
eru Fjölskyldan í Glaumbœ, fram-
hald hinnar vinsælu unglingabókar
„Systkinin í Glaumbæ", og . Töfra-
stafurinn, myndskreytt ævintýri
handa börnum, eftir kunnan sænsk-
an barnabókahöfmid, Anna Wahlen-
berg."
Bókaútgáfan NORÐRI hefir sent
margt barna- og unglingabóka á
bókamarkaðinn i sumar og haust.
Þessár eru helztar:
Gagnfrœðingar í sumarleyfi, fjör-
Jega rituð unglingabók eftir Lisa
Gögelin, þýdd af Kristmundi Bjarna-
syni.
Dóttir lögreglustjórans, norsk saga
eftir Gunnvor Fossum, Helgi Valtýs-
son þýddi.
Stúlkurnar á Efri-Okrum, sænsk
saga fyrir ungar stúlkur. Hún er eft-
ir Maja Jaderin-Hagfors, en þýdd af
Sigríði Ingimarsdóttur.
Júdy Bolton er „spennandi" saga
fyrir ungar stúlkur um ævintýri og
úrræði ráðsnjallrar ungrar stúlku.
Höfundur er Margaret Sutton, en
Kristmundur Bjarnason þýddi.
Þá er komið framhald Bennabók-
anna, bókanna um Beverly Gray og
Barnagulls. Heita hinar nýju Benni
í eltingaleik, Astir Beverly Gray og
Stóri Skröggur og fleiri sögur.
Loks er s.vo nýkomið út hjá
Norðra unglingabókin Sonur örœf-
anna eftir Jón Bjömsson, rithöfund,
drengjasaga um íslenzkt efni í ís;
lenzku umhverfi.
BÓKAÚTGÁFA
PÁLMA H. JÓNSSONAR
hefir einnig gefið talsvert út af
barnabókum, og eru nýlega komnar
*
út þrjár hjá forlaginu, allar eftir
kennara hér á Akureyri.
Heitir ein Ut um eyjar eftir Gunn-
laug H. Sveinsson. Hefir höfundur
teiknað fjölmargar myndir í bókina.
Söguhetjan er 9 ára drengur.
Önnur bókin er eftir Jennu og
Hreiðar, hina vinsælu barnabókar-
höfunda. Heitir húri Sumar í sveit.
Fréf+ir fró
íþrórrasambandi íslands
Heimsmeistarakeppni í handknatt-
leik verður háð frá 14. lil 21. febr.
1950 í Svíþjóð. Fyrir nokkru tók
framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvörðun
um að ísland tæki þátt í heims-
meistarakeppni í handknattleik, sem
fram á að fara í Svíþjóð í febr. n.k.
Var þessi ákvörðun tekin að ein-
dreginni ósk handknattleiksmanna.
ISI hefir skipað fimm manna nefnd,
sem á að aðstoða ÍSÍ í öllum undir-
búningi í sambandi við þessa keppn-
isför. Nefndin er skipuð þessum
mónnum: Sigurður Norðdahl frá
ISÍ, Hafsteinn Guðmúndssori, form.
H.K.R.R., Sigurður Magnússon,
framkv.stj. Í.B.R., Gísli Sigurðsaon,
»rm. Í.B.H., Hafnarfirði og Jón M.
Cuðmundsson, fulltrúi ffá Ung-
ménnasambandi Kjalarnesþings.
Samkvæmt tillögum frá þessari
undirbúningsnefnd, hefir framkv.-
stjórn ÍSÍ falið Sigurði Magnússyni
að velja liðið, sem æfa á sérstaklega
fyrir utanförina og síðan þá sem
keppa eiga og varamenn þeirra.
Staðfest íslandsmet í sundi. Fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ hefir samþykkt
fyrir nokkru síðan að staðfesta fram-
vegis met í 4x100 ra. fjórsundi (bak-
sund, flugsund, bringusund og skrið-
sund), og bæta þeirri vegalengd í
sundi við sundreglur ÍSÍ. (Sjá kafla
C í sundreglunum 2. gr. a.)
10x50 m. baksund karla, frjáls að-
ferð, 4:58.0 mín. Sundsveit Ægis,
sett 14. febrúar 1949.
3x100 m. þrísund karla, 3:37.2
mín. Sundsveit íslands, sett 18. ágúst
.1949.
4x100 m. fjórsund karla, 5:01.9
mín. Sundsveit. íslands, sett 14. ágúst
1949. .
Staðfestur íþróttabúningur fyrir
Knattspyrnufélagið „1949". Hyítur
bolur með blárri rönd 10 cm. breiðri
þvert yfir brjóst og bak. Merki fé-
lagsins á brjósth Blátt hálsmál og
blá rönd framan á ermum. Buxur
blá.ar. Sokkar hvítir með bláum þver-
röndum.               '   .   .
Teikningar eru eftir Steingrím Þor-
steinsson, prýðisvel gerðar.
Þriðja bókin er eftir Eirík Sig-
urðsson, yfirkennara við Barnaskóla
Akureyrar. Heitir hún Bernskuleikir
Álfs á Borg, en áður hefir komið út
bókin Álfur í útilegu um sömu sögu-
hetju. Teikningar í bókina hefir
Gunnlaugur H. Sveinsson gert.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4