Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 27.10.1959, Blaðsíða 4
Hdnnes ií Undirfelli tg »bréfhirðinaamaðurinn« Ftmm þÁttA btinglandi íbnldsins í dýrtíðnrmálnnam Framsóknarmenn og kommún- istar eru slegnir ótta og skelfingu út af því, að upp hefur komizt um pólitískt misferli fulltrúa þeirra í húsnæðismálastjórn ríkisins. Eins og alþjóð er kunnugt, skeði þetta með þeim hætti, að Hannes Páls- son frá Undirfelli og Sigurður Sigmundsson „bréfhirðingamað- ur“ rifust svo heiftarlega í flokks- blöðum sínum, að þeir ljóstruðu hvor upp um annan, að þeir hefðu gert sig seka um pólitískar njósnir og annað misferli í sambandi við veitingu lána til íbúðabyggingar. Birt var í kommúnistablöðum mynd af bréfi frá „myrkfælna manninum á Selfossi“, sem frægt er orðið, og listi um lánsumsækj- endur, sem sami maður hafði merkt pólitígkum flokkum, sem Hannes gæti haft hliðsjón af í starfi sínu við lánaúthlutun. Hannes staðhæfði án þess á móti væri mælt, að Sigurður Sig- mundsson hefði beinlínis stolið bréfum þessum úr skjalatösku sinni. Með þessu móti réttu þessir tví- menningar fram höfuð sín til hengingar. Þegar svo var komið, sá félags- málaráðherra, Friðjón Skarp- héðinsson, sér ekki annað fært en að víkja þeim frá nefndarstarfi þeirra í Húsnæðismálastjórn til bráðabirgða, meðan sakadóms- rannsókn fór fram um þetta ófé- lega mál. Framsóknarmenn og kommún- istar hafa síðan reynt að breiða yfir þessa skömm þessara tví- menninga, með því að ráðast per- sónulega á ráðherrann fyrir að hafa vikið þeim úr nefndinni. Kalla þeir þá ráðstöfun pólitíska valdníðslu á hendur andstæðing- um. Tíminn segir í grein um þetta mál, sem Dagur prentar upp eftir honum, að ef til vill hefði ráð- herrann átt að svipta Sigurð „bréfhirðingamann“ formennsku í nefndinni vegna bréfastuldsins, en að öðru leyti ekkert hrófla við honum! Hannes átti auðvitað að dómi Framsóknarmanna að vera óáreittur við gagnasöfnun sína um pólitískar skoðanir manna út um land, sem hann gæti haft hlið- sjón af við lánveitingar og furðu mikil ósvinna, að nokkur skuli fetta fingur út í það! Þetta er spegilmynd af Framsóknarsið- gæði. Og fyrst ráðherrann vék þessum tveim heiðursmönnum úr nefndinni, þá átti hann auðvitað einnig að víkja hinum tveimur, sem þar eiga sæti! Þeir hlj óta líka að vera sekir, ef hinir eru það, að dómi Framsóknar og kommún- ásta. Þeim, sem kynnu að aðhyllast þessa siðfræði, er rétt að benda á það, að óheimilt er og skaðabóta- skyldu varðar, ef manni er vikið úr starfi án saka. Hér var auk þess um að ræða menn, sem Al- þingi hefur kjörið til setu í hús- næðismálastjórn. Þeir Hannes og Sigurður höfðu opinberað mis- ferli í starfi sínu hvor hjá öðrum. Urn hina tvo lá hins vegar ekkert fyrir, að þeir hefðu stolið bréf- um eða haldið uppi njósnum um pólitískar skoðanir lánsumsœkj- enda og var því vitanlega engi/i heimild til að víkja þeim úr starfi. Leiði rannsókn máisins hins vegar í ljós misferli hjá þeim eða öðrum, verður þeim að sjálísögðu einnig vikið frá. Framsóknarmenn og kommún- istar álykta sem svo, að hafi tveir menn framið misferli í einni stofnun, þá séu allir, sem þar vinna, sekir. Þjóðin kærir sig ekki um, að tileinka sér slíkar ályktanir og hæfir bezt að láta Framsóknar- broddum og kommum það eftir. Blöð þessara flokka benda á, að allir fjórir þingkjörnir húsnæðis- málastj órnarmenn taki sameigin- lega þátt í ákvörðunum lánveit- inga, og því hlj óti hinir tveir einn- ig að vera sekir. Þetta er vitanlega röng ályktun. Sennilegt er, að skj ólstæðingar þeirra Hannesar og Sigurðar hafi verið verðugir þess að fá lán. En hitt getur líka verið, að aðrir, sem áttu jafn- mikinn rétt eða meiri, hafi orðið útundan fyrir bragðið. Stigakerf- ið fræga, sem Hannibal setti á sínum tíma, er það flókið, að vera má, að hægt sé að hagræða því á ýmsa vegu, ef vilji er fyrir hendi. Hér skal að sjálfsögðu ekkert um það sagt, hvernig þeir hafa kom- ið ár sinni fyrir borð, en þess er að vænta, að sakadómsrannsókn- in leiði það í ljós. Hins vegar væri það vafalaust allt of mikil bjartsýni að vænta þess, að hinn pólitíski beinserkur Framsóknar- og kommúnista- brodda læknaðist, því að hann mun vera króniskur. Björn Jónsson: „Ég legg ekki í vano minn að fara með vísvitandi lygi"!! Samanber Sjálfsbjargarmálið bætum vér við. ALÞÝÐUMAÐURINN kemur væntanlega ekki út fyrr en á fimmtudaginn 29. okt. Hinn furðulegi hringlandahátt- ur, sem hefir verið í afstöðu Sjálfstæðisflokksins til verðlags landbúnaðarvöru, sem í haust hefir verið meginatriði í dýrtíðar- málunum, er í fimm þáttum glöggt sagður þannig: 1. þóttur. Samtök bænda sögðu upp verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara síðastliðinn vetur. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins tóku þátt í þessu með ráðum flokksins. 2. þóttur. Þegar sexmannanefndin klofn- aði, áttu Sj álfstæðismenn fulltrúa í báðum helmingum. Fulltrúi flokksins í framleiðendahlutanum tók — að ráðum flokksins — þá afstöðu að krefjast HÆRRA verðs. 3. þáttur. í neytendahluta nefndarinnar sat einnig fulltrúi Sjálfstæðis- manna. Hann tók þá afstöðu — samkvœmt ráðum flokksins — að krefjast LÆGRA verðs. Get é§ lika í Viðskiptatíðindum fyr.ir Ak- ureyri og Eyjafjarðarsýslu stend- ur, að Kaupfélag Eyfirðinga hafi veitt veðdeildarlán kr. 156 þús. hinn 31. des. 1957 til Ingvars Gíslason- ar, erindreka Framsókn- arflokksins hér í bæ og nágrenni og nú frambjóð- anda sama flokks. I sömu heimild er þess og getið, að hinn 10. apríl 1958 fái sami maður 50 þús. kr. veðlán úr Lífeyrissjóði starfsmanna SIS. 4. þáttur. Emil Jónsson tilkynnti Sjálf- stæðisflokknum, að stjórnin ætl- aði að gefa út bráðabirgðalögin um landbúnaðarverð. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði þá lýst yf- ir, að hann hætti stuðningi við stjórnina, hefði hún sagt af sér og lögin ekki verið gefin út. En Sjálfstœðisflokkurinn bað stjórn- ina að sitja og hún gaf lögin út. 5. þáttur. Þegar bráðabirgðalögin höfðu verið gefin út, lýsti Sjálfstæðis- flokkurinn yfir, að hann vœri á móti þeim og mundi tryggja bændum hækkunina, sem þeir fóru fram á. Er hægt að ímynda sér meiri hringlanda hjá einum flokki í stór- máli? Og þetta á að heita stærsti flokkur þjóðar.innar! Fjöldinn allur af hugsandi fólki, sem hefir kosið Sjálfstæðis- flokkinn, mun nú vegna þessa hringlanda og stefnuleysis segja skilið við flokkinn og kjósa Al- þýðuflokkinn, sem einn flokk- anna hefir tekið ábyrga afstöðu í dýrtíðarmálunum. €en§ið lán? Nú er mér spurn, sem meðlim- ur KEA til margra ára, og ugg- laust spyrja margir iðnverkamenn á Gefjun og Iðunn á sömu lund: Get ég þá ekki fengið lán líka? Húsbyggjandi. ifyrsti vetrordogur I dag er fyrsti vetrardagur og heilsar Norðlendingum Ijúfur í bragði eins og allir októberdag- arnir hafa gert að þessu sinni, og tekið sér þar til fyrirmyndar hina ágætu septemberdaga. Elztu menn muna varla eða ekki eins gott haust og nú hefir kvatt okkur, livað almanakið seg- ir, hlýindin, stillurnar og bjart- viðrin hafa verið einstök. o»»ooooaooottoeeoooaooo<> BORGARBÍÓ Sími 1500 ASgöngumiðasala opin jrá 7-9 BRAVO, CATERINA! (Das einfache Madchen) Söngva- og gamanmynd í litum — Danskur texti. ■— Aðalhlutverkið leikur og syngur lang vinsælasta söng- kona Evrópu: CATERINA VALENTE Ennfremur Rudolf Prack. Sýnd kl. 5 á laugardag og 3 og 5 á sunnudag. Hljómsveit Kurt Edelhagens leikur. Allra síðasta sinn. GIFT RÍKUM MANNI Þýzk úrvalsmynd, byggð á skáldsögu eftir Gottfried Kell- er. — Danskur texti. Aðalhlutverk: Jolianna Matz (hin fagra) Horsy Bucholz (vinsælasti leikari Þjóðverja í dag.) (Sagan birtist nýlega í sunnu- dagsblaði Alþýðublaðsins.) Sýnd kl. 9 á laugardag og sunnudag. MUNIÐ KOSNINGASJÓÐINN! Kosningaskrifstofa A-li§tans er í Tnngötn 2 Bílasímar 1309 02 1208 ______ o X A Kjörskrársími e 1020 -- x A Li§ti Alþýðuflokk§in§ —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.