Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 2
 & AL LM ÞÝÐ Otgefandi: Alþýðnflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. - Hjörleifur Hallgríms. UMAÐURINN ->» Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 1-13-99. IÞRÓTTIR Iðnfræðslulöggjöf og iðnréttindi Nýlega átti Iðnskólinn á Akureyri 70 ára afmæli og var þess minnst að verðleikum. Skólinn hefur átt því láni að fagna, að við hann hafa starfað afbragðsmenn og húsnæði hans samsvarar nú þeim kröfum, sem til skólans eru gerðar. Afmæli skólans vekur hugleiðingar um stöðu iðnfræðsl- unnar og iðnréttinda með þjóðinni. Hinn forni iðnaður, handverkið, mótar enn hugmyndir okkar um iðnað, enda þótt verksmiðjuiðnaður sé sívaxandi þáttur í lífskjörum okkar. Iðnlöggjöfin á sér rætur aftur í miðöldum, þegar iðnaðarmenn stofnuðu lokuð félög — iðngildin — til að vernda hagsmuni sína. Atvinnuréttindi voru takmörkuð við meðlimi iðngildanna og iðnnemar voru aðeins teknir í iðnina, að iðnmeisturunum svo þóknaðist. Þetta er auðvitað allt að breytast. Iðnskólarnir taka nú í vaxandi mæli við menntun iðnaðarmanna, jafnt bók- legri sem verklegri og möguleikar opnast á að gera iðn- menntunina miklu víðtækari og betri. En er þá ekki líka ástæða til þess að endurskoða hina fornu verkaskiptingu milli iðnaðarmanna? í dag eru mörkin óskýr milli starfsgreina rafvirkja og rafvélavirkja í sumum tilvikum, milli hinna ýmsu hópa prentiðnaðar- ins, milli starfshópa, sem starfa við húsbyggingar og þannig mætti lengi telja. Er ekki kominn tími til þess að draga upp á nýtt mörk- in milli hinna ýmsu starfshópa og mennta iðnaðarmenn okkar þannig að þeir fái að námi loknu miklu víðtækari starfsréttindi en nú er? Þannig útskrifuðu iðnskólarnir t. d. byggingariðnaðarmenn, sem hefðu þekkingu og starfs réttindi til flestra þeirra verka, sem húsbyggingum fylgja, hvort sem það tilheyrði trésmíði eða múrverki skv. ríkj- andi skipulagi. Þótt fullri reynslu í hverjum einstökum þætti húsbygginga verði fyrst náð með starfsþjálfun, þá myndi þetta fyrirkomulag skapa meiri sveigjanleka í at- vinnumálum þjóðarinnar og það myndi skapa viðkom- andi iðnaðarmönnum meiri fjölbreytni og lífsfyllingu á starfsævi sinni. Það sama má segja um járniðnaðarmenn, prentiðnaðramenn, rafiðnaðarmenn og fleiri starfsstéttir. Við ættum að fjarlægja þá milliveggi sem reistir hafa verið að óþörfu milli starfsmanna á sama sviði í uppbygg- ingu iðnaðar okkar. Þótt slíkt væri fyrst og fremst til fram fara fyrir stétt iðnaðarmanna, þá myndi þjóðfélagið í heild einnig hagnast á því. Heiðursmerki Oft er rætt um heiðursmerki og veitingar þeirra gagn- rýndar sem hégómi og prjál. Víst má margt að orðu- veitingum finna. Við eigum nú í stríði við Breta, þar sem landvarnarmenn okkar, starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, leggja líf sitt í hættu á degi hverjum. Við getum bætt aðstöðu þeirra á margvíslegan hátt og það er ekki sagt til að draga úr eindregnum stuðningi fjárveitingavalds og annarra stjórnvalda við Landhelgisgæzluna, þegar þeirri hugmynd er varpað hér fram, hvort ekki sé nú ástæða til þess að stofna til sérstaks heiðursmerkis, Landvarnarorð- unnar, sem veitt verði sem lítill þakklætisvottur þjóðar- innar til þeirra, sem sérstaklega skara fram úr í land- helgisstríðinu. Slíkt heiðursmerki geta menn borið með stolti, löngu eftir að fullur sigur er unninn og átökunum á miðunum linnir. BF iHörður Hilmarsson til KA \ Hörður Hilmarsson, landsliðs- maðurinn snjalli úr Val í knattspyrnu, gekk yfir í KA mánudaginn 5. apríl. Eins og kunnugt er hefur hann leikið með KA í handknattleik í 4 ár og einnig þjálfað þar við góð- an orðstír. Er þetta án efa geysilegur fengur fyrir Knattspyrnufélag Akureyrar að fá þennan leikna og kraftmikla leik- mann, en um leið er höggvið stórt skarð í 1. deildarlið Vals, svo stórt að erfitt verður að byrgja það í náinni framtíð. Mun Hörður að öllum líkind- um verða fyrirliði KA í sum- ar og taka við þeirri stöðu af gömlu kempunni Þormóði Ein arssyni að hans eigin ósk. Einnig mun það vera ákveðið að Hörður taki að sér þjálfun tveggja flokka, og verði jafn- vel starfsmaður féiagsins í sumar, en KA mun sennilega fá aðstöðu fyrir skrifstofu, bað og búninga í Lundarskóla, en skólastjórn skólans á eftir að gefa svar. Hörður hefur hugsað sér í framtíðinni að búa í næsta ná- grenni við íþróttasvæði KA, en hann hefur gert samning um kaup á íbúð þar í blokk, sem byrjað verður að byggja bráðlega. Einar Helgason mun verða aðalþjálfari félagsins í sumar eins og búist var við eftir gott keppnistímabil í fyrra. Mun Einar þjálfa eins og þá meist- ara- og annan flokk, sem tek- ur nú þátt í íslandsmóti í fyrsta sinn. Honum til aðstoð- ar verður fyrrverandi lands- liðsmaður KA, Kári Árnason, sem vart þarf að kynna hér. Er mikils að vænta af sam- starfi þessara tveggja reynslu- miklu manna. Ákveðið er að Steinþór Þór- arinsson og Jóhann Jakobsson þjálfi svo sinn flokkinn hvor. Og þeim til aðstoðar svo og Herði verða; Trausti Haralds- son, Stefán Arnaldsson, Ólafur Haraldsson og Magnús Þor- valdsson. Áhugi er fyrir að koma á fót kvennaknatt- spyrnu og einnig æfingum fyr ir eldri félaga' — „01d-boys“. Gunnar Blöndal — Siglfirð- ingurinn baráttuglaði — er kominn til KA aftur, eftir eins árs fjarveru og kemur hann til með að styrkja fram- línu liðsins til mikilla muna, með krafti sínum og hraða. Guðjón Harðarson, sem lék með mfl. Vals fyrir 2 árum, mun koma til KA og er búið að ganga frá öllu hvað honum viðvíkur. Er þarna um að ræða lágvaxinn og eitilharðan leikmann. Sigbjörn Gunnarsson mun leika með liðinu í sumar af krafti, en eins og kunnugt er lék hann aðeins síðustu leik- ina í fyrra og gerði það líka mjög vel. Haukur Jóhannsson, hinn landsfrægi skíðakappi, byrjar nú aftur af krafti eftir tveggja ára hvíld á knattspyrnunni. KA bindur miklar vonir við þessa ofangreindu leikmenn um leið og þeir eru boðnir vel- komnir til samstarfs við þjálf- ara, leikmenn og stjórn. Einn- ig fagnar félagið því að allir fasta-leikmenn félagsins frá í fyrra verða með í sumar og einnig hafa bætst við margir nýir, ungir leikmenn, þannig að breiddin verður mikil á komandi sumri og barátta um hvert sæti. Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við að stuðnings- menn liðsins kaupi KA-vörur, sem seldar verða á hinum ýmsu stöðum. Er þarna um að ræða trefla, húfur o. m. fl. í lit búninga félagsins. Eru það ýmis fyrirtæki og einstakling- ar sem fjármagna rekstur fé- lagsins, en eins og kunnugt er, er fjármagnið kringum svona félagsrkestur gífurlegur. Eins mun KA standa fyrir hefð- bundinni fjáröflun þ. e. a. s. með bingó og dansleikjahaldi o. fl. Tilkoma Twin Otter-flug- vélar Flugfélags Norðurlands er algjör bylting fyrir liðið, styttir keppnisferðir og eykur þægindi og öryggi í ferðum. Þó skal ekki gert lítið úr þjón ustu Flugfélags íslands þótt sú þjónusta hafi ekki hentað félaginu eins vel. Við Flugfél. Hörður Hilmarsson. Norðurlands voru gerðir fast- ir samningar og lækkar það kostnaðinn og kjörin verða mun betri en áður. Aðalstjórn félagsins styður deildina mikið og er ætíð til- búin við að aðstoða, en þar er Haraldur Sigurðsson banka- maður í fararbroddi. Eins og áður greindi bindur KA miklar vonir við sumarið og lítur björtum augum á framtíðina enda ekki furða og viljum við enn bjóða hina nýju leikmenn velkomna og ekki síst hinn nýja fyrirliða, Hörð Hilmarsson. Stjórn knattspyrnudeildar: Stefán Gunnlaugsson, formað- ur, Eiður Eiðsson, Guðmundur Björnsson, Siguróli Sigurðs- son, Örlygur ívarsson og Þor- móður Einarsson. Fyrsti leikur KA í 2. deild verður við Hauka frá Hafnar- firði og verður leikinn þar. Og annar leikurinn er svo við „erkifjendurna“ Þór. Viðtalið hér að ofan var við formann knattspyrnudeildar KA, Stefán Gunnlaugsson, og þökkum við honum kærlega fyrir greinagóð svör. í næsta tölublaði verður Þóroddur Hjaltalín, formaður knattspyrnudeildar Þórs, tek- inn tali um komandi sumar. mþ/sa. Aðalfundur F.U.J. heldur aðalfund sinn þriðjudagskvöldið 20. apríl kl. 8.30 í fundarsalnum að Strandgötu 9. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. 2 — ALÞÝÐUMAÐUBINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.