Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 3

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 3
HEIMILIÐ og KRON BENEDIKT JÓNSSON FRÁ AUÐNUM Aldursforseti samvinnustefnunnar hér á landi, Benedikt Jónsson frá Auðnum, er ný- lega látinn. Samherjum hans hér í höfuð- staðnum og félagsmönnum í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, er því ljúft að minnast hans að leiðarlokum. Benedikt lézt 1. þ. m. að heimili sínu í Húsavík, rúmlega 93 ára að aldri. Hann var fæddur að Þverá í Laxárdal 28. janúar 1846, sonur hinna þjóðkunnu Þverárhjóna, Jóns Jóakimssonar og Herdísar Benedikts- dóttur. Benedikt ólst upp í foreldrahúsum og kvæntist rösklega tvítugur að aldri, Guð- nýju Halldórsdóttur frá Grenjaðarstað. Höfðu þau verið heitbundin frá því um fermingaraldur. Reistu þau bú á Auðnum, næsta bæ við Þverá og bjuggu þar, þangað til þau fluttu til Húsavíkur 1904. Þau hjón voru mjög samhent alla æfi, og tók Guðný fullan þátt í áhugamálum bónda síns. Þegar mér barst andlátsfregn Benedikts á Auðnum, fannst mér eins og slökkt hefði verið á leiftrandi vita, sem í þrjá aldar- íjórðunga hefir varpað birtu og yl yfir um- hverfið. Geislavendir vitans náðu eigi að- eins yfir Þingeyjarhérað, heldur landið allt að lokum. Benedikt á Auðnum var einn af elztu og áhrifamestu frumherjum samvinnustefn- únnar á íslandi. Hann hafði lifað og starf- áð, af fullu fjöri, með þremur kynslóðum, áð þróun samvinnufélagsskaparins og ann- ára menningarmála i Þingeyjarsýslu. Fyrstu samherjar hans í þeim efnum voru Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum, Jón Sigurðs- son á Gautlöndum, Sigfús Magnússon á ^renjaðarstað og fleiri samtíðarmenn Þeirra í héraðinu. Jakob er talinn upphafs- Benedikt írá Auðnum níræður. maður að stofnun Kaupfélags Þingeyinga, enda var hann fyrsti framkvæmdastjóri þess um 20 ára skeiö. Benedikt og Jakob voru bræðrasynir og í bezta lagi samhentir um að marka fyrstu spor Kaupfélagsins. Þeir voru báðir skapríkir og skýrir hug- kvæmdamenn svo að af bar, en skiptu með sér störfum þannig, að Jakob stjórn- aði framkvæmdum félagsins og bar lengst af ábyrgð á þeim, en Benedikt vann að uppbyggingu félags-skipulagsins og útbreiðslu samvinnuhugsjónanna. Það var höfuðhlutverk hans að sníða félaginu stakk og starfsreglur og fræða félags- menn um gildi samvinnunnar. 19

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.