Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skutull

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skutull

						Það borgar sig
að auglýsa í
SKDTLI
XLVIII.  árgangur.
Isafirði, 8. október 1970.
17. tölublað.
Menntaskólinn á ísafirui settur í fyrsta sinn
Draumur sem rættist - Upphaf nýs tímanils í súgu
ísafjarðar - 7 stúlkur ug 28 piltar munu stunda nám
í fyrsta bekk skúlans
Menntaskólinn á Isaf irði var
settur í fyrsta sinn við hátíð-
lega athöfn, sem fram fór í
Alþýðuhúsinu, laugardaginn
3. þ.m. Fjölmenni var við at-
höfnina, sem var látlaus, en
hátíðleg. Skólr.meistari bauð
gesti velkomna en að því
ioknu sungu viðstaddir „1
faðmi fjalla blárra" við lag
Jónasar Tómaswnar. Þá flutti
skólameistari setningarræðu
sína, en að henni lokinni söng
Guðrún Tómasdóttir nokkur
þjóðlög við imdirleik Ólafs
Vignis Albertssonar. Þ'á flutti
ræðu bæjarstjórinn á Isafirði,
sem gat þess, að á hátíða-
fundi bæjarstjórnar í janúar
1966 var stofnaður Aldaraf-
mælissjóður ísafjarðarkaup-
staðar. Er markmið sjóðsins
að verðlauna þá nemendur
menntaskóíans, sem fram úr
skara og mun honum ráðstaf-
að í samráði við skólameist-
ara. Sjóðurinn er nú kr. 200
þús. Þá talaði Björn Bjarna-
son, Eiríkssonar kaupmanns
í Bolungarvík, nýskipaður
rektor við „Menntaskólann við
Tjörnina", en honum og konu
hans var feoðið sérstaklega að
vera viðstödd athöfnina.
Færði hann skólanum kveðj-
ur og árnaðaróskir. Björn átti
sæti í 7-manna nefndinni, sem
skipuð var af ráðherra til
að gera tillögur um stofnun
skólans og starfsemi.
Kveðjur og árnaðaróskir bár
ust frá mörgum aðilum m.a.
menntamálaráðherra, sem gat
ekki komið því við, að vera
viðstaddur skólasetninguna.
Setningarræða skólameist-
ara var yfirgripsmikil og f jöl-
þætt. Rúmsins vegna eru ekki
tök á að birta han» í heild,
en blaðið birtir hér glefsur
úr henni.
I upphafi ræðu sinnar sagði
skólameistari:
„Að  fjórum  árum  liðnum
Aðalfundur
Alþýðuflokksfélags  tsafjarðar  verður
haldinn í Alþýðuhúsinu föstudaginn
9. október n.k. kl. 20,30.
Dagskrá
1. Inntaka nýrra félaga
2. Aðalfundarstörf
3. Kosning fulltrúa á 33. þing
Alþýðuflokksins
4. Bæjarmálefni
5. Önnur mál
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN.
munu íslendingar minnast
þess, að 11 aldir eru liðnar
frá upphafi íslandsbyggðar.
Þá verður væntanlega mikið
um dýrðir. Hátíðahöld og
hátíðaræður um prúðbúna
knerri og hetjur, sem riðu
um héruð. Hátíðaræður, sem
ná frá landnámstíð fram á
líðandi stund eru nú einu
sinni okkar sérgrein.
En í 'þann mund, sem þjóðin
býst til að halda upp á Is-
lands þúsund ár og einni öld
betur, mun fámennur hópur
nýstúdenta frá Menntaskól-
anum á Isafirði væntanlega
kveðja skóla sinn og lærifeður
og legn;ia út í lífið með nesti
og nýja skó.
Þess vegna erum við hér
saman komin í dag, að við vilj
um árna fararheilla þessum
hópi ungra manna og kvenna
sem í dag leggja upp í þenn-
an leiðangur eftir hinum
þrönga menntavegi. Þau
verða brautryðjendur hins
nýja skóla. Og svo svartsýn-
um leyfist engum að vera í
dag, að ekki muni einhverjir
þeirra skila sér í áfangastað
á tilsettum tíma.
Ugglaust getum við tekið
undir með skáldinu og fræði-
manninum í Árnasafni, er
hann segir:
Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, setur Mennta-
skólann á Isafirði í fyrsta sinn.
33. kynslóð landnámsmanna á
íslandi hafi þá helgað sér
nýtt landnám — ef ekki með
eldi, þá í sveita síns andlits
— og að það marki einhver
spor í menningarviðleitni okk
ar byggðarlags og þjóðarinnar
allrar.
Þegar hugmyndinni um
menntaskóla á Vestfjörðum
var fyrst hreyft í alvöru á
hinu háa Alþingi fyrir nær
aldarfjórðungi síðan, urðu
margir gætnir menn og grand
varir til þess að vara við svo
fjarstæðukenndum hugarórum
Þótti mörgum sem fiskimenn
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend
á (himni ljómar dagsins gullna rönd;
sú gjöf mér væri gleðilegust send
að góður vinnudagur færi í hönd.
Ég aftanskinið óttasleginn lít,
ef ekki dagsins próf ég staðist get,
að mjakast hafi ennþá út um fet
þess akurlendis jarðar sem ég brýt.
Við vitum ekki, hvort það
verður gamla skólabyggingin
við Aðalstræti, sem þeir
kveðja á því herrans ári 1974,
eða nýtt musteri af steini og
gleri, sem enn er ekki vitað,
hvar muni rísa af grunni.
En við væntum þess, að þessi
og búandkarlar gerðu sig
helzti digra með slíkum til-
löguflutningi.
Hvar eru nemendurnir? var
spurt. Eru ekki Vestfirðir að
fara í eyði og þeir Vestfirð-
ingar, sem einhver töggur er
í,  seztir  að  allsnægtaborði
menningarinnar suður með
sjó? Eða hvaða kennarar
halda menn, að vilji ótil-
neyddir hverfa í útlegð í fá-
sinnið á þennan hjara verald-
ar? Eða hvað halda menn, að
það kosti að halda uppi svo
dýrum skóla fyrir fáeinar
hræður?
Síðastnefndu röksemdina
getum við að vísu látið okkur
í léttu rúmi liggja: Vestfirð-
ingar leggja annað eins á
borð með sér í þjóðarbúið, að
þeir þurfa ekki til annarra
að sækja það fé, sem varið
er til menntunar barna þeirra.
Að öðru leyti skulum við
ekki amast við því, þótt gætn
ir menn og góðgjarnir vilji
vara okkur við að ana í
blindni út í ófæruna. Við
skulum að vísu skella skoll-
eyrum við ráðum þeirra og
minnast þess, að ef gætnir
menn hefðu mátt ráða, væri
þessi veiðistöð í miðju Atlanz
hafi sennilega ónumið land
enn í dag!
En það getur svo sem vel
verið, að Vestfirðir séu að
fara í eyði. Það getur vel ver-
Framhald á 2. síðu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6