Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 4
Jón Scemundur Sigurjónsson skrifar: Af Kristjánum! Kristján er eiginlega heilagt najh. Hann er sá kristnaði og dregur najh sitt afkonungi konunganna. Borgir og bair, frœg borgarhverfi eða borg- ríki og konungshallir hafa borið þetta nafn ogþað najh hafa œttar- höjðingjar og merkir menn á Siglufirði borið einnig ígegn um tíðina. Ég segi sérstaklega ætt- arhöfðingjar, þótt ekki sé nema til að byrja á einum ættfeðra minna sem ekki var þó Siglfirðingur, en ættin sem af honum er komin er þó óneitanlega tengd Siglu- firði að stórum hluta. Þar á ég auð- vitað við Kristján í Lambanesi, ættföður Lambanesættarinnar úr Fljótum. Hann hét Kristján Jóhann Jóns- son fullu nafni og varð 104 ára áður en yfir lauk og setti þar með okkur hinum, sem eftir hann koma, það ögrandi takmark að slá honum við í aldri. Svo ég haldi mig við ættina, þá er ekki ósennilegt að frændi minn Kristján Rögg, sem var alkunnur togaraskipstjóri og hafnarsjeff á Siglufirði, beri það nafn einhvers staðar úr ættinni, en faðir hans var sonur Rögnvalds, bróður Kristjáns í Lambanesi. Nunna, systir hans, var kona Helga Sveinssonar íþróttakappa. Jóna Möller var dóttir Rögnvalds Kristjánsbróður í Lambanesi, en hún var amma Kristjáns Möller, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar með meiru, en Stjáni Möller er alveg sak- laus af því að bera nafn sitt úr Lambanesi, því afi hans, maður Jónu, hét einnig Kristján, eða öllu heldur Christian, og var pólití og öflugt yfirvald á Siglufirði hér á árum áður. Stjáni Möller er öflugur forystumaður í fleiru en pólitíkinni, því auk þess að vera með verslun í Kristján „tíkall“ hjarta bæjarins, fréttamennsku fyrir sjónvarpið, þá hefur hann lagt íþróttahreyfingunni gott lið. Stjáni á Eyri er einn Kristjáninn og ekki sá ómerkasti í hópi merkra nafna sinna. Eyrarjarlinn, eða Krist- ján Sigurðsson eins og hann heitir fullu nafni, er nú kominn vel á tí- ræðisaldur. Hann var lengi vel for- ystumaður í bæjarmálum Siglfirð- inga, bátasmiður og bryggjuformað- ur. Að honum standa sterkir stofnar, annars vegar Eyrarættin gagnsiglfirsk aftur í ómunatíð, en teygir sig upp í Skagafjörð með Stefán á Islandi í toppsæti, og hins vegar Sæby- ættin, sem er kjarnafólk ættað af jósku heiðun- um, en Kristján Sœby, verkamaður, var móður- bróðir hans. Stjáni litli var eftir- minnilegur samborgari á Siglufirði um langan ald- ur. Kristján Stefánsson var lágvaxinn og einatt mjög snyrtilegur til fara. Stjáni litli vann lengst af á skrifstof- um Síldarverksmiðja rík- isins. Hann var söng- maður góður og fé- lagi í Karlakórn- um Vísi og brids- spilari eins og best gerist. Hann kvæntist seint en átti fallega danska konu og með henni einn son. Eitt sinn lenti hann í afmæli hjá Schiöth apótekara ásamt Hans á Hóli og Andersen vél- smið og kynnti Schiöth þá alla í einu slengi fyrir ókunnugum manni með orðunum: Hér er Hans, Christian, Andersen! Kristján Dýrfjörð var Vestfirðingur, skáld og einstakt ljúfmenni. Hann var rafvirki og var fyrst með verkstæði og verslun í Blöndalshúsinu við Lækj- argötu en vann síðan sem slíkur hjá síldarverksmiðjunum. Hann og Þor- finna áttu þrjá stráka, sem nú búa hver á sínu landshorninu. 4

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.