Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.05.1953, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.05.1953, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjamason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. ----------------------------------------------» Sjálístæðisflokkurinn nýtur vax- andi irausts þjóðarinnar. Kvenskátafélagið Valkyrjan 25 Á R A. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Islandi. Hann er flokkur frelsis og stór- huga framfara. Fyrir forystu hans hafa öll stærstu framfarasporin verið stígin síðasta áratuginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilið að efnahagsafkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á fram- leiðslustéttunum til lands og sjá- var. Hann einn allra stjómmála- flokka á fslandi skilur þýðingu þess að þessar stéttir og þjóðin öll geti unnið saman, en berjist ekki stétt á móti stétt. Hann stefnir að því, að þessi fámenna þjóð beini sameiginlega kröftum sínum til uppbyggingar atvinnulífinu fyrir sjálfa sig og komandi kynslóðir. Andstæðingaflokkar Sjálfstæð- isflokksins gleðjast mikið yfir því, að innan flokksins ríkji óeining og sundrung. En það er þeim ekkert gleðiefni að nefna snöru í hengds manns húsi. Þessir flokkar eru allir klofnir og flestir margklofnir. En Sjálfstæðisflokkurinn gengur heill og samtaka til þeirrar kosn- ingabaráttu, sem nú er hafin. Því ber ekki að neita að örfáir menn hafa skilið við Sjálfstæðis- flokkinn og stofnað þröngsýnan afturhaldsflokk. Þessir menn kom- ust aldrei til áhrifa í Sjálfstæðis- flokknum vegna þröngsýni og sér- hagsmunablindu, sem þeir þjáðust af. Þeir fóru úr Sjálfstæðisflokkn- um vegna þess, að þar nutu þeir ekki fylgis og þeir áttu enga sam- leið með frjálslyndum umbóta- flokki. Þeir stofnuðu þvi sinn eig- in flokk — flokk afturhalds og þröngsýnis — og fengu lánaðan sem pólitízkan ritstjóra einn af fremstu skriffinnum Alþýðublaðs- ins. Það er eftirtektarvert, að þeg- ar þröngsýnan afturhaldsflokk vantar pólitízkan ritstjóra, þá fæst hann aðeins í Alþýðuflokknum. Nú hefur þessi maður komið aftur til Alþýðublaðsins og stýrir nú penna með Hannibal. Fráhvarf nokkurra þröngsýnna sérhagsmunamanna úr Sjálfstæðisflokknum sannar það, að Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið. Það er ótvíræð sönnun þess að stefna flokksins er frjáls- lynd umbótastefna, sem miðar að því að tryggja betur lífskjörin, fegra og bæta líf þeirra sem minnst mega sin í þjóðfélaginu. Þeir menn sem ekki vilja vinna að framkvæmd þessarar hugsjóna, þeir eiga ekki samleið með Sjálf- stæðisflokknum. Síðasti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins markar þá stefnu, sem flokkurinn mun berjast fyrir í al- þingiskosningunum í sumar. Það er áframhald þeirrar stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að á undanfömum árum, að efla framleiðsluna og koma atvinnu- tækjum þjóðarinnar i það horf að þau verði rekin hallalaus. Þessu og hverskonar öðrum umbótum sem miða að aukinni framleiðslu er bezt náð með því að efla einstakl- ingsframtakið sem mest og bezt. Framsýnir dugandi einstaklingar er hornsteinninn að góðri efnahags- afkomu hverrar þjóðar Vonandi ber íslenzku þjóðinni gæfa til að gera Sjálfstæðisflokk- inn það öflugan á löggjafarsam- komu þjóðarinnar, að hann geti einn myndað ríkisstjórn og sýnt allri íslenzku þjóðinni á næstu ár- um heilbrigðan rekstur þjóðarbús- ins. Það er sannarlega kominn tími til þess að losa þjóðina við flokka- samsteypustjórnir sem eru ófærar að berjast gegn hverskonar spill- ingu og klíkustarfsemi, sem því miður hefur fest rætur í íslenzku þjóðlífi. Þessvegna munu allir þjóðhollir framfaramenn standa trúan vörð um Sjálfstæðisflokkinn og gera sigur hans sem glæsilegastan. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band Þorgerður Ragnarsdóttir, vefnaðarkennari við Tóvinnuskól- ■/p ann að Svalbarði og Kristján Jón- asson, húsasmiður hér í bæ. Kvenskátafélagið Valkyrjan minntist 25 ára afmælis síns s.l. laugardag með fagnaði í Alþýðu- húsinu. Bauð félagið fjölda gesta, m.a. foreldrum allra skátastúlkna og munu um 200 gestir hafa setið boðið og um 130 félagar. Félags- foringi Valkyrja, frú María Gunn- arsdóttir stjórnaði skemmtuninni, sem hófst með sameiginlegri kaffidrykkju, en undir borðum skemmtu Valkyrjur gestunum með leikþáttum og söng. Ræður voru fluttar og félaginu færðar gjafir og mörg heillaskeyti bárust. Að borðhaldi og skemmtiatriðum loknum var stiginn dans. Afmælis- fagnaður þessi fór fram með mik- illi prýði og var vel til hans vand- að. Það má fullyrða, að gestir hafi Frú Þóra Jónsdóttir Einarsson lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar 24. apríl s.l., tæplega 77 ára að aldri. Frú Þóra var fædd í Vallarnesi í Vallarhreppi í Suður-Múlasýslu 6. júní 1876. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson í Vallarnesi og Guð- laug Einarsdóttir frá Firði í Mjóa- firði. Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs aldurs, en þá fór hún til Reykjavíkur og gekk á kvennaskóla til frú Þóru Melsted. Nokkrum árum síðar fór hún utan til hjúkrunarnáms og að námi loknu vann hún við hjúkrunar- störf í Bretlandi um nokkur ár. Árið 1907 kemur hún aftur til landsins og sezt að í Reyjtjavík og vinnur þar sem hjúkrunarkona þar til 1911 að hún flytzt til Isafjarðar og gerist forstöðukona gamla spít- alans hér og gegndi hún því starfi um sex ára skeið. Eftir að Þóra hætti hjúkrunarstarfi sínu setti Herborg Ebenezerdóttir, Norð- urveg 3 varð 90 ára á laugardaginn var. Hún fæddist í Furufirði 16. maí 1863, dóttir Ebenezer Sig- urðssonar bónda. Dvaldist hún þar og síðar á Höfðaströnd í Grunna- víkurhr. er foreldrar hennar fluttu þangað, þar til til hún giftist Árna bónda Sigurðssyni í Þverdal í Að- alvík. En síðar fluttu þau sig að Skáladal. Þau áttu 7 börn saman, en Herborg gekk auk þess í móður- stað fjórum börnum frá fyrra hjónabandi Árna. Þar að auki ól hún upp þrjú fósturbörn. Börn hennar eru nú látin nema Elín, kona Elíasar Albertssonar, en á heimili þeirra hefir hún dvalið síð- an maður hennar lézt árið 1938. skemmt sér vel og foreldrar sem eiga börn sín í skátafélagsskapn- num mega vera vissir um að þar eru börnin í góðum og gagnlegum félagsskap. Stjórn Valkyrja skipa: Frú Mar- ía Gunnarsdóttir, félagsforingi, Sólveig Helgadóttir, aðst.fél.for., Katrín Gísladóttir, gjaldkeri, Martha B. Guðmundsdóttir og frú Hulda Pálmadóttir. Vesturland ámar Kvenskátafél- aginu Valkyrjan heilla og blessun- ar í starfi sínu á ókomnum árum, og vonar að sem flestar ungar stúlkur gerist meðlimir og að þær verði allar skátafélagsskapnum til sóma, ef þær verða það, þá eru þær sómi síns bæjarfélags og þjóð- félagsins í heild. hún á stofn matsölu og kaffistofu og rak meðan hún hafði heilsu til. Þóra giftist árið 1920 eftirlif- andi manni sínum, Bjarna Hávarð- arsyni, skipstjóra, og ólu þau upp tvö fósturbörn. Þóra Einarsson var mikil dugn- aðarkona. Ákveðin í skoðunum og hélt fast á sínu máli. Hún var vel greind kona og fróðleiksfús. Hún missti heilsuna fyrir mörgum ár- um. Það eru þung örlög þegar sterkbyggt og kjarkmikið fólk, sem alltaf vill vera að starfa, glat- ar líkamsheilsu sinni og er dæmt til að lifa þannig í mörg ár. En frú Þóra tók örlögum sínum með ró- semi og festu. Löngu lífsstarfi hennar er lokið. Þessi merka kona er horfin sjónum okkar. Þeir, sem þekktu hana munu ávallt minnast þessarar stór- brotnu konu með virðingu. Eins og nærri má geta man Her- borg tvenna tímana. Ilún man þeg- ar eldur var sleginn með tinnu, ef til var, eða sóttur langan veg á aðra bæi ef hann slokknaði. Hún og börn hennar hafa borið surtar- brand til eldiviðar á bakinu eftir tæpri götunni í breiðhillu á Grænu- hlíð og síðan yfir fjallaskörðin heim, auk þess var á leiðinni hætt við steinkasti, en allt blessaðist þetta. Einu sinni var hún á bæ þar sem barnsfæðingu bar að, og er svo illa hafði tekizt til að eldurinn hafði slokknað og því ekki hægt að kveikja ljós og fæddist barnið því í myrkrinu, „en það gekk allt vel fyrir því“, segir gamla konan. Þá voru skjáir úr roðum, og þóttu af- N ORÐUR-Í SFIRÐIN G AR! Látið kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna á Isa- firði vita um þá Norður-ísfirðinga, sem ekld verða heima á kjördegi. Þ>óra J. Einarsson NOKKUR MINNINGARORÐ. M. Bj. NIRÆÐ Herborg Ebenezerdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.