Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						10
\ */  Sisnsf st&sirf/sizxm sarteFxxB.
Holt er yndislegur staður
Rabbað við séra Jón Ólafsson áður prófast í Holti í ðnundarfirði
Á Hlíðarvegi á Isafirði
býr roskinn klerkur, sem
lokið hefur langri og
dyggri þjónustu í þágu ís-
lenzku kirkjunnar. Eftir
34 ára sálusorgarastarf í
sömu . kirkjusókn, hefur
heilsan bilað og þá flytur
hann til Isafjarðar og sezt
þar að. Þessi maður er
„Norðlendingur í húð og
hár", eins og hann segir
sjálfur, en er þó orðinn
það mikill Vestfirðingur á
þessum 34 árum, að hann
uill ekki frá Vestfjörðum
fara.
Þessi maður er séra Jón
Ólafsson, sem var sóknar-
prestur í Holti í önundar-
firði frá 1929—1963 og
prófastur V'estur-lsaf'jarð-
arsýslu frá 1941—1963, en
það ár lét hann af embætti
vegna heilsubrests, og hef-
ur búið hér á Isafirði síð^
an.
Vesturland hefur leitað
til séra Jóns og beðið hann
að segja lesendum nokkuð
frá sögu Holts, kirkjunni
þar og frá starfi hans í
þágu kirkju, byggðarlags
og við búskapinn. Séra Jón
er firnafróður um sögu
staðarins, og í þeirri frá-
sögn gætir einskis hiks, en
þegar við spyrjum hann
um hans líf og starf gætir
þeirrar hlédrægni og lítil-
lætis, sem einkennir þenn-
an gamla klerk í fasi og
framgöngu allri. En nú
hefst frásögn hans.
— Holt í önundarfirði er
ekki sögustaður í venjulegri
merkingu, en það sannast á
því, eins og þar stendur að
„hver einn bær á sína sögu,"
og Holt á vafalaust allmikla
sögu. í Islendingasögunum
er Holts ekki getið, svo
að ég muni til, nema í Gísla
FÖgu Súrssonar á einum stað,
að þar er sagt frá því, að í
Holti hafi búið rnaður, sem
Þorvarður hét. og húskarlar
hans deildu um verk einn dag
og hjuggust með ljáum og
varð hvárrtveggi sár, en þetta
var einmitt þann sama örlaga
ríka dag, þegar Vésteinn Vé-
steinsson, mágur Gísla, var á
leiðinni vestur til hans að
hausti til, og Gísli sendi á
móti honum menn til þess að
vara hann við, að koma,
og Vésteinn sá þessar aðfarir
hjá húskörlunum í Holti og
fór út á Holtsengi til þess að
sætta þá, en eins og kunnugt
er, þa fórust þeir hjá, sendi-
menn Gísia og Vésteinn.
—  Svo er Holts getið í
Sturlungu; þá var þar prest-
ur sem Steinþór hét Stein-
þórsson, og til dæmis var það
1230 um vorið, þá var fundur
í Holti með þeim Sturlu Sig-
hvatssyni og Vatnsfirðingum,
Þórði og Snorra bræðrum, og
þá ætlaði Sturla að ljúka
gerðinni fyrir Sauðafellsför-
ina, sem að þeir fóru, og
gerði það. Ég hefi oft haft
gaman að því að lesa þetta
yfir; mér finnst alveg ég sjái
hvar Þórður, — þeir komu í
Valþjófsdal, bræðurnir, og
svo fréttu þeir að Sturla var
kominn að vestan um heiði,
all mannmargur, svo að
Snorri Þorvaldsson, hann fór
norður til Bolungarvíkur,
vildi ekkert eiga undir því,
en Þórður bróðir hans reið
inn i Holt og með honum
Guðmundur Sigurðsson, en
Þórður fór nú ekki nema í
melinn, „skammt frá garði",
segir sagan, — og mér finnst
alveg ég sjái háu melborgina
þar utan og neðan við, þar
sem hann hefur numið stað-
ar; þar sá gjörla heim í Holt,
en melborgirnar þær fæðast
nú og deyja eins og við menn
irnir, svo að það er nú ekki
víst að það hafi verið alveg
eins landslag í þá daga eins
og það er nú. Þessari gerð
var sem sagt lokið upp í
Holti.
—  Enn kemur Holt við
sögu á Sturlungaöld; það
var þar, sem þeir hittust,
Órækja Snorrason og Illugi
Þorvaldsson úr Vatnsfirði,
mig minnir það væri um vor-
ið 1241, og sá fundur endaði
nú þannig, að Illugi var veg-
inn þar.
— Það er ákaflega gaman
að taka eftir því, hvernig
Sturlunga segir frá þessu.
Hún segir svo nákvæmlega
frá, að það er alveg bersýni-
legt, að þarna er sjónarvott-
ur, sem segir söguna. Þegar
að Órækja kom, þá gengu
þeir Hlugi frá öðru fólki; þeir
gengu austur með kirkjugarði
og þar norður um, og með
Órækju voru þeir Þórarinn
staurr og Ásgrímur baulufót-
ur, tveir af mönnum hans, en
þeir höfðu ræðzt við um dag-
inn, segir sagan. Og þegar
þeir eru komnir þar noröur
með á bak við kirkjugarðinn
og í hvarf, maður skiiur til
hvers þetta er gert, að fara
þessa leið; það er til þess að
fara í hvarf frá öðru fólki,
þá greip Orækja til Iiluga og
sté fyrir fætur honum og
sagði, „Nú skal launa þér
f jörráðin," og Þórarinn staurr
vá að honum þar. Þannig
endaði sú saga.
— í Flóabardaga var stað-
arferja úr Holti, hún kemur
þar við sögu. Henni stýrðu
þeir Hákon galinn og Kol-
beinn grön, og var nú vel
vandað til skipstjórnarmanna,
en „þar voru á Önundfirðing-
ar," segir Sturlunga.
—  Holt í Önundarfirði er
einn af þeim kirkjustöðum,
sem komast fyrst undir for-
ræði kirkjunnar. Það er strax
á dögum Þorláks helga þór-
hallssonar í hinum fyrri
Staðamálum, sem Holt kemst
undir forræði kirkjunnar, svo
að Holt hefur verið kirkjujörð
frá þeim tíma, en kirkjustað-
ur hefur Holt verið miklu
lengur, ég tel alveg víst, að
þar hafi verið reist kirkja
strax og kirkja var lögtekin
hér á Islandi.
—  Klerkar sitja síðan í
Holti, en það er nú ekki sam-
fellt; nokkuð gloppótt framan
af, prestatalið í Holti, eins
og er nú víða, en frá siðskipt-
um er það alveg samfellt, og
alveg öruggar heimildir um
það, hverjir hafa verið prest-
ar þar, og raunar lengur, um
það eru til töluverðar heimild-
ir.
—  Siðskiptaklerkurinn, sr.
Ólafur Jónsson, hann situr í
Holti í 40 ár, frá 1538 til
1578. Hann er einn af þeim,
sem lengst hafa verið þar
prestar. Ólafur þessi Jónsson
mun hafa verið, eftir því, sem
ég bezt veit, faðir Björns
þess, sem síðar bjó á Hóli
í firði, og fóstraði Brynjólf
Sveinsson á hans ungu ár-
um.
—  Annars er séra Sveinn
Símonarson, faðir Brynjólfs
biskups, sá Holtspresta, sem
lengst hefur setið þar allra.
Hann var þar í 53 ár. Svo
kemur sonur hans og sonar-
sonur, og þessir þrír feðgar
sitja í Holti sleitulaust í 98
ár. Það er eiginlega vert að
minnast á það hér, að séra
Jón Jónsson, sonarsonur
Sveins- eftir Svein kemur
Jón sonur hans og svo Jón
Jónsson, en það er þessi Jón
Jónsson og Halldóra kona
hans Jónsdóttir, sem skjóta
skjólshúsi yfir Þuríði, dóttur
Jóns á Kirkjubóli í Skutuls-
firði, þess, sem brenndur var
fyrir galdrana, og systur
yngra Jóns. Þegar búið var
að brenna þá feðgana, þá
linnti ekki aðsókninni að séra
Jóni Magnússyni þumlung, og
þá hafði hann Þuríði fyrir
sök. En þá er það, sem þau
hjónin í Holti skjóta yfir
hana skjólshúsi; ganga alveg
í berhögg við tíðarandann og
hreint og beint bjarga lífi
hennar, blátt áfram talað. Og
það skal hafa þurft nokkuð
til,  að  bjóða  tíðarandanum
björgu Guðmundsdóttur, sem
var systir Péturs frá Gröf á
Höfðaströnd, föður séra Hall-
gríms.
—  Svo kemur í Holt árið
1680 séra Sigurður Jónsson,
sem hafði þá fengið veitingu
fyrir Holti. Hann er sonur
séra Jóns Arasonar í Vatns-
firði, og hann situr í Holti
í 50 ár, og sonur hans séra
Sigurður Sigurðsson, er þar
í 30 ár, svo að þeir feðgar
sitja þar í 80 ár.
—  Þetta sýnir að þessir
menn hafa verið tryggir við
staðinn og ekki farið þaðan
fyrr en í fulla hnefana, og
enda flestir eða allir grafnir
í Holti.
—  Séra Sigurður Jónsson
er prestur í Holti 1703, þegar
manntalið er tekið. Ég hefi
oft haft gaman að því, að
skyggnast í þetta gamla
manntal, og þá eru 25 manns
í heimili hjá prófastinum.
Átta vinnumenn fullgildir og
átta vinnukonur auk skyldu-
Prófastshjónin sr. Jón og frú Elísabet Einarsdóttir
á hlaðinu í Holti.
þannig byrginn.
— Það er gaman að muna
eftir því, að séra Jón Jónsson
og Hallgrímur Pétursson eru
systkinasynir, því að Jón
Sveinsson  var kvæntur Þor-
liðs hans, en börn hans voru
þá uppkomin. Auk þess er
búið á tveimur hjáleigum,
sem voru þarna neðarlega í
túninu; það var kallað Húsa-
tún cg er kallað svo enn í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48