Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Óframfærinn einræðisherra AAÐAL-járn- bráutarstöS- inni í Lissabon getur flest kvöld að líta miðaldra mann. — Ilann stendur í fóllcs- mergðinni á ein- um gangstíg stöðvarinnai’ og er að lesa dagblað, meðan hann i»íð- ur eftir lest, sem á að fara lil Co- imbra. Þessi maður lætur lítið yfir scr. Hann er vel klæddur og hefur á sór svip mentaðs manhs, enda er liann prófessor í hagfi’æðivísindum við hinn gamla háskóla í Coimbra. En hann er meira. Hann heitir An- tonio de Oliveira Salazar og er oft kallaður hinn óframfærni einræðis- herra i Portúgal. Hina glaðværu ung- linga á járnbrautarstöðinni í Lissa- bon grunar ekki, hver liann er, enda þótt flestir þeiri’a eigi honum glað- værð sína og efnalegt sjálfstæði að þakka. Einræðishei-ra Portúgals er vafa- laust einhver mikilhæfasti maður, sem nú fæst við opinher mál i Ev- rópu. Hann cr fæddur árið 1889 og er þvi liðlega fimtugur. Faðir hans var veitingamaður i þorpi einu skamt frá CoimJjra, og hafði hann efni á að veita liinum gáfaða syni sinum æðri mentun. Salazar lagði stund á guðfræði, en tók þó ekki prestvígslu, heldur hneigðist hann að hagfræði. Eftir mjög glæsilegan námsferil í þeirri grein við háskól- ann í Coimbra, var Salazar gerður að ])rófessor í hagfræði við þerinan sama skóla árið 1916. Yið stjórnarbyltinguna í Portúgal árið 1926 var Salazai- þi'öngvað li 1 að takast þann vanda á hendur að rétta við fjárhag ríkisins, sem þá var í algerðu öngþveiti. Það var Gomez da Costa marskálkur, sem knúði dr. Salazar til að gerast fjár- málaráðherra í hinni nýju stjórn, sem mynduð var í Porlúgal um þessar mundir. Dr. Salazar, sem jafnan hefur verið þvi mjög frábit- inn að láta nokkuð á sér hera, var mjög ófús til að lakast þann vanda á liendur, en lél þó til leiðast. En eflii' að hann hafði gegnt embætt- inu í nokkra daga, sagði hann því af sér, vegna þess að honum hraus hugur við þeirri fjármálaóreiðu og stjórnmálaspillingu, sem harin hafði kynst i fari portúgalskra stjórnmála- manna þessa fáu daga. í sárustu vandræðum leitaði rikisstjórnin i Portúgal til Þjóðabandalagsins og bað það um lán. En þegai- Þjóða- bandalagið krafðist upplýsinga um hag ríkissjóðsins og Þjóðbankans, reyndist stjórnin mjög ófús til að veita nokkra vitneskju um þau at- riði. ARIÐ 1928 gerðist dr. Salazar aftur fjármólaráðherra í Portú- gal. Svo mjög lögðu menn nú að hinum hlédraéga háskólakennara, að hann þóttist verða að takast þetta vandasama embætti á hendur, enda

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.