Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 17
SAMTlÐIN 13 Ibn Saud, konungur Saudi-Arabíu, „hlýddi eigi tímans kalli." Hann hafði enga hugmynd um, hvað hann átti að gera við allar þær milljónir sterlingspunda, sem streymdu sjálfkrafa inn í land hans. Olíugrúílinn ruglaði hann alveg í ríminu IBN SAUD hét fullu nafni Abdul-Aziz Ibn Abdul-Rahman Al Faisal Ibn Saud. Nafnið var ámóta ferlegt og maðurinn sjálfur. Hann kafnaði ekki undir því. Hann liafði verið eyðimerkurhermaður, ræningjahöfðingi, bedúínakonungur og patríarki. Þegar hann dó, árið 1953, réð hann yfir stærra landi en Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni og Portúgal saman- lögðum. Það nefnist Saudi-Arabía. Það liafði tekið Ibn Saud 30 ár að brjóta þetla landflæmi undir sig. Faðir hans liafði leitað sér hælis í Ku- Wait, eftir að fjandsamlegur kynflokkur l'afði flæmt hann frá hinu forna vfir- ráðasvæði Saud-ættarinnar kringum Riad. Þá var Ibn Saud aðeius 11 ára. 10 árum seinna, árið 1901, lagði piltur af stað inn i eyðimörkina með 39 manna her að befna ófara föður síns. Þeir riðu úlföldum. Ibn Saud beitti ýmist slægð eða barðist af liörku á þessari ævintýra- legu herferð. Fyrsti sigur hans var taka Itiads með snillibragði. En herförin tók Sem sagt 30 ár. Þá hafði Ibn Saud kúg- að til hlýðni eða rekið frá völdurn flesta valdbafa Arabíuskagans. Árið 1926 lét hann taka sig til konungs í Iiedjas og réð þar með yfir hinum lielgu borgum Mekka og Medina. Árið eftir gerðist liann konungur i Nejd og 1932 í Saudi- Arabíu. (Um allt þetta má lesa i nýrri bók eftir David Howart: The Desert King). Ibn Saud lióf liina ævintýralegu lier- för sina gersamlega félaus. Konungsríki bans var sandauðn, þar sem 5—6 rnillj- ónir bedúína gátu með naumindum dreg- ið fram lífið. En árið 1938 fannst olía hjá Dliahrau við Persaflóann. Ofboðslegar fjárfúlgur tóku að streyma inn í landið. Ibn Saud var einvaldur i ríki sínu i hálfa öld. Þegar hann lézt, var hann auðugasti konungur heimsins, en von- svikinn og saddur lífdaga. Hann varð of gamall, af því að hann skildi ekki samtíð sína, „hlýddi eigi timans kalli“, eins og Grímur Tbomsen sagði um Há- kon jarl. Ef satt skal segja, hafði kon- ungur ekkert vit á því, hvernig hann átti að verja því óhemju fjármagni, sem olíu- lindirnar veiltu inn í einkafjárhirzlu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.