Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 18
18 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Jón Atli Jónasson leikstjóri L eikritið Mojito fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir til- viljun. Annar þeirra fer að rifja upp heim- sókn sína á indversk/pakistansk- an veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út. Sögumaðurinn er hins vegar truflaður í miðjum klíðum af veitingamanninum, sem stíg- ur inn í frásögnina og bætir við sinni hlið mála og kemur þá í ljós að atburðarásin er sögumannin- um ekki jafn mikið í vil og hann vildi vera láta. „Ég get sagt að verkið bygg- ir á raunverulegum atburðum,“ segir Jón Atli og kímir. „Upphaf- lega var það Hallur Ingólfsson, félagi minn úr Mindgroup, sem stakk þessari hugmynd að mér. Hann bar kennsl á hvaða merk- ingu atburðarásin í þessari sögu fæli í sér og opnaði augu mín fyrir möguleikanum á að búa til úr þessu leikrit.“ Timburmenn hrunsins Jón Atli segir að grunnstef verks- ins sé gildi frásagnar í tilveru okkar og hvað gerist þegar við missum valdið yfir okkar eigin frásögn. „Við skilgreinum tilveru okkar gegnum frásögn; með sögum sem við segjum um okkur sjálf og aðra. Mojito fjallar um mann sem missir valdið á eigin frásögn og verður berskjaldaður fyrir vikið. Við sjáum mörg dæmi um þetta í samfélaginu í dag; frásögn þekktra manna af því sem gerðist hér á landi rímar illa við það sem er satt. Að vissu leyti má segja að þetta sé það sem gerðist með sjálft hrunið. Fram að því réðum við yfir okkar eigin sögu. En þegar athygli umheimsins beind- ist að okkur vorum við ekki leng- ur einráð um hvernig sagan af því hvað gerðist hér var sögð.“ Jón Atli er ásamt Halli Ingólfs- syni og Jóni Páli Eyjólfssyni í fararbroddi þeirra leikhúsmanna sem hafa brugðist beint við hrun- inu með frumsömdum verkum um „ástandið“, Þú ert hér og Góðir Íslendingar, sem sýnd voru í Borgarleikhúsinu. „Við lifum á undarlegum tímum,“ segir Jón Atli. „Við erum að upplifa timburmenn ákveðins „góðæris“ þar sem menn stíga fram og segja: „ég gerði ekkert rangt, ég braut engar reglur,“ af því að það voru engar reglur. En það var hins vegar ákveðið gild- ismat. Nú stöndum við frammi fyrir því að það er enginn samn- ingur um hvað nýja gildismatið feli í sér. Forsætisráðherra talar um Ísland sem velferðarríki en það þarf að skilgreina það. Hvað þýðir það að vera velferðarríki? Felur það í sér möguleikann til að lifa með reisn? Það er engin reisn í því að standa í biðröð eftir mat- argjöfum eða safna dósum í mið- bænum til að eiga fyrir mat.“ Tilfinningaklámið veður uppi Annað einkenni þessara timbur- manna segir Jón Atli vera að við séum ginkeyptari fyrir tilfinn- ingaklámi en áður. „Það er spilað á þessa þörf okkar á hluttekningu sem aldrei fyrr. Tilfinningaklám- ið er alls staðar í kringum okkur, Það er bara partur af okkar neyslumenningu. Um daginn var frétt á Stöð tvö um veikan chihu- ahua-hvolp, sem var umkringdur kertum og blómum sem fólk hafði sent. Það hefði alveg eins verið hægt að setja barn í staðinn fyrir hundinn, samhengið hefði verið óbreytt. Á forsíðu helgarblaðs DV er kannski viðtal við einhverja ágætis konu og í fyrirsögninni er slegið upp: „Barðist við krabba- mein – missti vinnuna – var lamin í æsku.“ Nú á dögum þarf helst að hafa þrjár eða fjórar sjokker- andi fyrirsagnir með einu viðtali þegar fyrir nokkrum árum hefði ein nægt. Það er aukin tilhneiging til að sviðsetja hlutina en um leið tökum við úr þeim allan háska. Ég sá til dæmis myndskeið úr Búsáhalda- byltinguna, svarthvítt, sýnt hægt og undir hljómaði tónlist Sigur Rósar. Þegar hlutirnir eru born- ir fram svona erum við að taka þá úr sambandi, aftengja þá við hið hættulega. Við gerum þetta við allt. Einhver heldur tilfinn- ingaþrungna og magnaða ræðu á Austurvelli. Daginn eftir er hann kominn í Séð og heyrt eða að segja frá uppáhaldsuppskrift- inni sinni í Fréttablaðinu. Svona tökum við allt úr sambandi.“ Gjöfult ár Auk þess að skrifa Mojito leik- stýrir Jón Atli leikritinu. Hann segir talsverðan mun á því að leikstýra verki sjálfur eða að vinna það í hópi. „Þetta hefur alls ekkert með vald yfir verkinu að gera,“ tekur hann fram, „þetta er allt mjög demókratískt. En það er mik- ill munur á því að vinna með Vesturporti,sem ég gerði Brim með, sem setur upp mjög íburð- armiklar sýningar með flókinni leikmynd, eða með Mindgroup, sem setur upp mjög kaótískar sýningar. Í Djúpinu reyndi ég að hafa formið sem einfaldast og sigta frá það sem þurfti ekki. Sem endaði með einum manni á svið- inu. Það er svipað uppi á teningn- um í þessu leikriti, nema að það endaði með tveimur mönnum og Mojito-bar.“ Þetta hefur að mörgu leyti verið gjöfult ár fyrir Jón Atla. Einleikur hans Djúpið var til- nefndur til Grímuverðlauna sem sýning ársins og hann sjálfur sem leikskáld ársins, auk þess sem kvikmynd byggð á verkinu er langt komin í tökum. Þá bygg- ir kvikmyndin Brim, sem frum- sýnd var í október, einnig á sam- nefndu leikriti Jóns Atla. Hann segist aldrei hafa séð það fyrir sér að leikrit hans myndu rata á hvíta tjaldið. „Það er reyndar mikill munur á þessum myndum hvað aðkomu mína áhrærir. Ég kom ekkert við sögu við gerð Brims, Vesturportshópurinn, sem ég gerði leikritið með, vann mynd- ina ásamt leikstjóranum og þetta er algjörlega þeirra listaverk. Ég er miklu meira viðriðinn Djúpið og skrifa handritið að myndinni ásamt Baltasar Kormáki. Aldrei hefði mér dottið í hug að það leik- rit yrði að kvikmynd en það hefur verið mjög skemmtilegt að skrifa handritið. Við endurskrifuðum það alveg frá grunni og mynd- in verður talsvert frábrugðin leikritinu.“ Fátækt í íslenskri leikritun Jón Atli hefur verið afkastamik- ið leikskáld undanfarinn áratug eða svo. Hann segist hafa fund- ið sig fljótt í leikritun því hann „skilji reglurnar“ í leikhúsinu. Hann segir hins vegar ákveðna fátækt í íslenskri leikritun nú um mundir. „Það er í sjálfu sér ekki við leik- skáldin að sakast,“ segir hann. „Þegar maður skoðar það betur hefur það meira með stofnanirnar að gera, stóru leikhúsin. Oft njóta verkin sem slík ekki sannmælis því leikhúsin eru ítrekað að setja upp íslensk verk sem eru ekki tilbúin. Manni gremst það dálít- ið, því það er ekki verið að gera neinum greiða með þessu.“ Skemmtikraftar eða listamenn Spurður hvernig honum hafi fundist listamenn bregðast við hruninu segir hann það velta á því hvernig við skilgreinum lista- menn. „Okkur hættir til að blanda saman listamönnum og skemmti- kröftum. Leikhúsið er fullt af fólki sem vill bara skemmta. Sú tilhneiging gerir leikhúsið að mörgu leyti ófært um að takast á við atburði líðandi stundar. Sú kúltúrpólitík sem við rekum þarfnast endurskoðunar. Hug- myndin að baki þessum stofnun- um sem við erum með, stóru leik- húsunum, gengur ekki. Fólk fer oftast í leikhús af því það lang- ar til að sjá eitthvað og leikhús- ið er í þeirri stöðu að það er að reyna að svara ákveðinni eft- irspurn. En fyrir vikið er eng- inn að setja upp leikrit sem fólk þarf að sjá. Þetta er ekkert sérís- lenskt vandamál, þetta er að ger- ast um alla Evrópu. Það er fullt af færu fólki inni í leikhúsunum en strúktúr sjálfra stofnananna gerir þeim ókleift að segja neitt sem hefur vægi. Í stóru leikhús- unum falla hættulegu sýningarn- ar inn í fjöldann og verða í besta falli eins og sterkur chili-réttur á hlaðborði í fermingarveislu.“ Finnst honum þá betra að setja upp verk sín á minni vettvangi, eins og í Tjarnarbíói? „Nei,“ segir hann ákveðið og glottir. „Ég held að verk mín myndu njóta sín mun betur á stóru sviði.“ Tilfinningaklámið er úti um allt JÓN ATLI JÓNASSON „Leikhúsið er fullt af fólki sem vill bara skemmta. Sú tilhneiging gerir leikhúsið að mörgu leyti ófært um að takast á við atburði líðandi stundar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónas- son, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvem- ber næstkomandi. Und- irliggjandi stef verksins eru afleiðingar efna- hagshrunsins. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Jón Atli um vald frásagnarinnar, fólk og samfélag sem hef- ur misst vald á eigin frásögn, timburmenn góðærisins og muninn á listamönnum og skemmtikröftum. Nú á dögum þarf helst að hafa þrjár eða fjórar sjokkerandi fyrirsagnir með einu viðtali þegar fyrir nokkrum árum hefði ein nægt. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.