19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 4
Ritnefnd 19. júní: F.v. Unnur Stefánsdóttir, Erna Hauksdóttir, Ellen Ingvadóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. 19. júní - 42. árgangur. Útgefandi: Kvenréttindafélag Islands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Prófarkalesari: Pórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir, Grímur Bjarna- son o.fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Útlitshönnun, setning, prentun og bók- band: Prentsmiðjan Oddi Ritstjóras pjal j 85 ára unglingur Ýmislegt hefur gerst í þjóðmálunum síð- an 19. júní kom út í fyrra en í innanbúð- armálum Kvenréttindafélags íslands ber það einna hæst að félagið varð 85 ára í janúar sl. Á tímamótum lítum við gjarn- an yfir farinn veg og íhugum hvað við höfum gert rétt og hvað mætti betur fara. Tímamót eru sem sagt gullið tæki- færi til sjálfsskoðunar og það er einmitt það sem KRFI gerði. Sett var á laggirnar nefnd kvenna til að íhuga og ræða stöðu félagsins nú á tímum og hvernig starfi þess í framtíðinni verði best hátt- að. Auðvitað væri æskilegast að félag eins og KRFÍ þyrfti ekki að vera til í nú- tímaþjóðfélagi en því miður þá bíða þess ótæmandi verkefni þótt ýmis skref til aukins jafnréttis hafi verið stigin í ár- anna rás. Eitt af því sem Hugmynda- nefnd KRFÍ gerði fljótlega eftir að hún hóf störf var að kalla á sinn fund ungar konur til að heyra hugmyndir þeirra um félagið og hvernig megi virkja ungar konur til starfa. I Ijós kom að þær höfðu ýmislegt fram að færa og greinilegt að konur, sem komnar eru út í atvinnulífið, reka sig fljótt á það að mikið skortir á að jafnrétti ríki, t.d. í launamálum og að- gengi í stöður, þrátt fyrir að kvenurn- sækjendur hafi jafn góða menntun og reynslu og karlumsækjendur. KRFÍ hvet- ur konur til að hafa samband við skrif- stofuna og taka þátt í starfi félagsins. í fyrra þegar 19. júní kom út og blað- ið var kynnt á ýmsum stöðum á landinu var það mikið áfall fyrir ýmsa sem að dreifingunni stóðu að heyra ungar stúlk- ur og konur spyrja: „19. júní, hvað er nú það?" Þegar skýrt var fyrir þeim hvaða merkingu dagurinn hefur í sögu kvenréttinda á íslandi sögðu sumar: „Já, en er ekki jafnrétti hjá okkur? Er virki- lega nauðsynlegt að hafa kvenréttinda- félag?" Flestar sem svona spurðu voru í námi og löldu að hér 4 landi ríki ijafn- rétti á borði sem í orði. Reynsla urjdan- farinna ára sýnir að fæstar konur reka sig alvarlega á misrétti kynjanna fyrr en þær eru komnar út á launamarkaðinn og oft er þetta rnikið áfall konum sem héldu að allt væri í lagi í jafnréttismál- um hér á landi. Svarið við spurningu ungu kvennanna frá því í fyrra er já - félög eins og Kvenréttindafélag íslands og önnur er vinna að jafnréttismálunum eiga ekki bara rétt á sér heldur eru þau bráðnauðsynleg. Ekkert félag lifir og þróast öðruvísi en fólkið sem að því stendur. Á tímamót- unum í langri sögu sinni er KRFÍ að endurskoða uppbyggingu sína og verk- lag og undirbýr nú landsfund að hausti. Félagið stendur á gömlum merg en hef- ur vakandi auga á öllu því er varðar misrétti kynjanna. Þetta er þverpólitískt félag, opið öllum sem vinna að jafnrétt- ismálum, ungum sem öldnum. Félagið sjálft er unglingur sem virðist ekki síður áríðandi hluti af þjóðfélagi nútímans en fyrir 85 árum þegar til þess var stofnað af mikilli þörf. Gleðilegt sumar. UllM EFNISYFIRLIT 4 Ritstjóraspjall 6 KONUR geta verið ótal margt annað en MÆÐUR Viðtöl: Vilborg Davíðsdóttir. 14 Ertu að leita að vinnu? Erna Hauksdóttir leggur spurningar fyrir tvo ráðningarstjóra. 18 Að kæra launamisréttið ... Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri nor- ræna jafnlaunaverkefnisins. 20 Námskeið í sjálfsstyrkingu eftir Önnu Valdimarsdóttur, sálfræð- íng. 22 Ég sameina öll áhugamálin í ein- um farvegi Bryndís Kristjánsdóttir ræðir við Þór- unni Gestsdóttur, ritstjóra. for- 24 Inga Jóna Þórðardóttir, nýr maður Kvenréttindafélags ísands Viðtal: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 26 Fósturnám aðeins fyrir konur? Eftir Unni Stefánsdóttur. 28 íþróttir og konur: Ataks til úrbóta er þörf Ellen Ingvadóttir lítur á stöðu kvenna í íþróttahreyfingunni. 30 Stungu niðurstöðunum undir stól Viðtal við Lovísu Einarsdóttur í fram- kvæmdastjórn ISI. 32 Hætti sátt eftir stórkostlegan tíma segir íþróttamaður ársins í viðtali við Vilborgu Davíðsdóttur. 34 Það sem börnunum er fyrir bestu Grein um nýju barnalögin eftir Bryn- dísi Kristjánsdóttur. 39 Byggt á gamalli hefð Unnur Stefánsdóttir lítur við í Þing- borg. 40 Þær lyftu Grettistaki - ritun sögu KRFI Viðtal: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 42 Kvennasögusafn íslands Rætt við Önnu Sigurðardóttur, for- stöðumann 44 Ársskýrsla stjórnar Kvenréttinga- félags íslands 48 Vestnorrænt kvennaþing: „Kvinnu- ting Útnorðurs'* eftir Ragnheiði Harðardóttur, for- mann undirbúningsnefndar. 50 Ætla að vera ég sjálf Viðtal við nýja þjóðgarðsvörðinn og sóknarprestinn á Þingvöllum, Hönnu Maríu Pétursdóttur. 1 'Jgr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.