Fréttablaðið - 24.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.08.2011, Blaðsíða 2
24. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Gunnar Dal, heimspekingur og rithöfundur, lést á Landspítalan- um í Reykjavík aðfaranótt mánu- dags. Gunnar var 88 ára, fæddur 4. júní 1923 í Syðsta- Hvammi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Sig- urður Davíðs- son kaupmað- ur og Margrét Halldórsdóttir. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði því næst heimspeki- nám í Edinborg í Skotlandi, Kal- kútta á Indlandi og í Wisconsin í Bandaríkjunum. Eftir Gunnar liggur fjöldi rit- verka, ljóða, skáldsagna og þýð- inga. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir ritstörf og fram- lag til menningar. Eiginkona hans, Elísabet Lilja Linnet er látin. Fyrri eiginkonur hans voru Pálína Guðvarðar- dóttir og María Sigurðardóttir. Hann eignaðist þrjú björn og átti fjögur stjúpbörn. Gunnar Dal látinn GUNNAR DAL SLYS Starfsmaður löndunarþjón- ustu var hætt kominn í gærmorg- un þegar hann var við vinnu í upp- sjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga manns- ins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ell- efu. Starfsmaður sem var við lönd- un á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugð- ust skjótt við og komu neyðar- grímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbún- að og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafn- aði því alfarið að greina frá slys- inu þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkvi- liðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót við- brögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu. svavar@frettabladid.is Rétt viðbrögð vinnu- félaga skiptu sköpum Maður var hætt kominn þegar hann missti meðvitund í lestinni á Álsey VE sem var að landa makríl í Vestmannaeyjum. Slökkviliðsstjóri segir hárrétt viðbrögð vinnufélaga hafa skipt sköpum. Þetta er annað svona slysið í Eyjum á árinu. VESTMANNAEYJAHÖFN Í GÆR Maðurinn var hífður upp úr lestinni og var þá kominn til meðvitundar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR LÖGREGLUMÁL Kona um fimm- tugt var stöðvuð í miðborginni um helgina þar sem hún var á reið- hjóli. Konan varð afar ósátt við lag- anna verði, hreytti út úr sér fúk- yrðum og hrækti á þá. Hún var því látin blása í áfengismæli og stað- festi niðurstaðan grunsemdir lög- reglu um að konan væri með öllu ófær um að vera á reiðhjóli. Hún var því næst flutt á lög- reglustöð en síðan sleppt fljótlega úr haldi þegar hún hafði róast. Fór konan þá sína leið fótgangandi. Fimmtug til vandræða á hjóli: Full kona hrækti á lögreglumenn DANMÖRK Rúmlega 2.000 hús- gögn og munir af D´Angleterre- hótelinu í Kaupmannahöfn verða seld á uppboði á föstudag. Aðeins um tíu prósent húsbúnaðarins á hótelinu verða eftir að loknum endurbótum á því. Búist er við því að um tvær til þrjár milljónir danskra króna fáist fyrir munina sem verða boðnir upp. Hundruð milljóna verða hins vegar sett í endurbæt- urnar á hótelinu, sem áætlað er að verði lokið á næsta ári. - þeb Endurbætur á D´Angleterre: Húsbúnaður boðinn upp SAMGÖNGUR Umferð til og frá höfuðborginni um hringveginn síðustu helgi var níu prósentum minni en um sömu helgi í fyrra. Þetta kemur fram á vef Vega- gerðarinnar. Mun meiri samdráttur varð í ferðum austur fyrir fjall, eða um tólf prósent, en umferð í norður- átt dróst saman um 4,5 prósent. Það sem af er sumri hefur helgarumferð á hringveginum út frá höfuðborgarsvæðinu dregist saman um fimm prósent. - þj Mælingar Vegagerðarinnar: 9% samdráttur á helgarumferð DÓMSMÁL Réttarhöld eru hafin í Bangkok í Taílandi yfir Brynjari Mettinissyni vegna gruns um aðild að fíkni- efnasmygli í vor. Brynjar, sem er 25 ára, var handtekinn við annan mann í maí og hefur síðan þá setið í varðhaldi ytra á meðan hann hefur beðið réttarhaldanna. Ekki liggur fyrir hvenær dómur fellur. Brynjar mun frá því að hann var handtek- inn hafa haldið fram sakleysi sínu. Talið er að Brynjar geti hlotið þungan dóm verði hann fundinn sekur. - jab Réttað yfir Brynjari í Taílandi: Sat í varðhaldi ytra í allt sumar BRYNJAR METTINISSON BANDARÍKIN, AP Dominque Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er laus allra mála í New York og gekk frjáls maður út úr dómhúsi í gær. Dómari felldi niður málið gegn honum, sem höfðað var eftir að hótelþerna sakaði hann um að hafa gert tilraun til að nauðga sér í maí síðastliðnum. Dómarinn fór þar að ósk saksóknara málsins, sem taldi engan grundvöll fyrir málshöfðun eftir að trúverðugleiki þernunnar hafði verið dreginn í efa. Saksóknarinn hafði upphaflega sagt sterk sönnunar- gögn liggja fyrir í málinu, en komst síðar að þeirri niðurstöðu að þótt erfðaefnisrannsókn sýni að sæði úr Strauss-Kahn hafi verið á fötum hennar þá sanni það ekki að hann hafi þvingað þernuna til samræðis. Þernan fór fram á að sérstakur saksóknari yrði skip- aður í málinu, en því var einnig hafnað af dómara í New York í gær. Strauss-Kahn var handtekinn vegna málsins þann 14. maí og hafður í viku í fangelsi, en hefur síðan verið í New York með eftirlitsbúnað og þurft að gera grein fyrir sér daglega hjá lögreglu. - gb Dómstóll í New York fellir niður ákærur á hendur Dominique Strauss-Kahn: Saksóknari trúir ekki þernunni FRJÁLS MAÐUR Dominque Strauss-Kahn gengur út úr dóm- húsinu í New York ásamt eiginkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bílvelta á Arnarbakka Ungur ökumaður ók á ljósastaur og velti bifreið sinni á Arnarbakka í Reykjavík klukkan rúmlega átta í gærkvöld. Götunni var lokað meðan ítarleg rannsókn var gerð á slys- staðnum. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS Mugison, á bara að stinga af? „Já, lagið var einmitt samið til þess að búa Vestfirðinga undir brotthvarf mitt.“ Ísfirðingurinn Mugison, eða Örn Elías Guðmundsson, er fluttur á mölina en lagið hans „Stingum af“ er eitt það vinsælasta í dag. KJARAMÁL „Það kæmi mér mjög mikið á óvart ef samningarn- ir yrðu ekki samþykktir,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formað- ur Félags leikskólakennara, sem í gærkvöld kynnti félagsmönnum sínum nýjan kjarasamning við sveitarfélög. Haraldur segir að komið hafi verið til móts við mikilvægustu kröfu leikskólakennara, sem sé að minnka launamun milli grunn- skólakennara og leikskólakennara. Haraldur segir að samningnum hafi almennt verið mjög vel tekið. Samningurinn verður birtur í heild sinni inni á vef Kennarasam- bands Íslands fyrir mánaðamót og kosið verður um hann fyrir 9. september. Samþykki leikskóla- kennarar samninginn fá þeir um sjö prósenta launahækkun strax. Launin munu síðan hækka í þrep- um. Samningurinn er sagður fela í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta. Leikskóla- kennarar kröfðust þess að laun þeirra hækkuðu nægilega mikið til að þau yrðu sambærileg við laun grunnskólakennara. Leikskólakennarar taka nýjum samningi vel og greiða atkvæði 9. september: Formaður telur samþykkt vísa HARALDUR FREYR GÍSLASON Formaður Félags leikskólakennara segir nýjum samningi almennt hafa verið mjög vel tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.