Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						í S L E N D I N C U R
Miðvikudagur 5. iriaí 1954
t
Hdlfríður Fríðgeirsdöttir
Sauðárkróki
Hálftíræð  —  52 ára templari
í gær var til grafar borin frá [ anlega heilsuna. Hin andlegu áföll
Sauðárkrókskirkju  elzti  borgarijhafa  þó  vafalaust  eigi  orkað
þessa staðar, Málfriður Friðgeirs-
dóttir. Hún var fædd 9. júní 1859
og dáin 31. marz 1954. Var því
aðeins tveim mánuðum fátt í hálf
tírœtt. — Hún var fæddur Hún-
vetningur. Uppalin í Fremri-Lax-
árdal, einni mes'u harðindasveit
og snjóakistu sýslunnar. Missti
snemma föður sinn og varð því
ung að reyna á kraftana til hins
ýtrasta, til þess að hjálpa móður
sinni við búskap og barnauppeldi
og það oft við harðræði og kald-
an kost afskekktrar harðindasveit-
ar. Finnst í þessu vafalaust að
nokkru skýringin á því eins'aka
þreki og þoli, dugnaði og dáð og
sterku skapgerð, sem einkenndu
þessa konu æ síðan. Ung-fullorð-
in fluttist hún til Skagafjarðar-
sýslu, og bjó þá fyrst í framdöl-
um Gönguskarða og reyndar
þannig í sama f j allaklasanum, er
hún ólst upp í, aðeins nokkru
norð-austar. Munu lífskjörin
einnig þar hafa verið fremur
kröpp og reynt á þol og þrek.
Rúmlega þrítug fluttist hún til
Sauðárkróks ásamt tveim börnum
s'num, 6 ára og 11 ára. Þar gift
ist hún 1894 Þorkeli Jónssyni,
sem var fjölhæfur maður, röskui
og vinnusamur. Tók hann síðan
sinn drjúga þátt í athafnasömu
lífi hennar næstu 36 árin. Hann
stundaði smíðar og fiskimennsku
en hún (auk heimilisstarfa), salt-
fiskverkun, sem þá var mikil hér,
og einnig talsvert mikla búfjár
rækt, sem krafðist erfiðs heyskap-
ar í fjarlægð á starengjum Skag'a
fjarðar-undirlendis. Auk þess
urðu með árunum húsmóður-
störfin umfangsmeiri, er barna-
börnin komu til sögunnar. Qg nú
drepur sorgin á dyr. Son sinn,
Friðrik, missti Málfríður í hrap-
arlegu slysi frá Drangeyjarbjargi
vorið 1924, þá 36 ára. Og árið
1930 missti hún Þorkel mann
sinn, sem hafði verið hennar önn-
ur hönd í fullan aldarþriðjung.
Tengdasonur hennar, Magnús.j
missti heilsuna, háði margra ára
veikindastríð og dó 1939. Dóttir
hennar, Helga, ekkja Magnúsar,
miss'i einnig heilsuna og á átak-
anlegan hátt. Lifði mörg ár að
miklu leyti í sturlun og dó 1946.
Má segja að öll þrjú börn þessara
hjóna: Ingvar, Hólmar, Málfríð-
ur, væru fósturbörn ömmu oinnar
og ennfremur Málfreð sonurFrið-
riks sonar hennar og reyndar
einnig að nokkru börn Málfreðs.
Reyndist hún þeim öllum sem
bezta móðir. Og átti þá líka ást
þeirra og vírðingu. Nærri má þó
geta að oft hafi barátta hennar
fyrir lífsafkomu hópsins verið
hörð, einkum þó eftir að hún
missti manninn, og eftir að dóttir
og tengdásonur misstu svo átak-
minnu um að reyna á kraftana.
En aldrei brást kjarkur né bar-
áttuþrek þessarar kvenhetj u. Þvert
á móti viitist hún hafa afgangs-
krafta og vilja til þess að fórna
fyrir hugsjónamál.
Árið eftir að Góðtemplaras'.úk-
an Gleym mér eigi var hér stofn-
uð (1897) gjörðist hún félagi
hennar, og starfaði þar síðan svo
lengi sem náði eða fulla hálfa öld.
Og störf hennar þai voru unnin
af fullum, heilum og sterkum hug.
voru fyrir freistingu, eða „tók í
þá", er sofandi voru. Aðdáunar-
vert var, hvað þessi kona gat lagt
fram í fórnarstarfi bœði fyrir
hugsjónamálin, og hin persónu-
legu einkamál heimílis og barna-
uppeldis. Er það út af fyrir sig
lærdómsríkt fyrir alla þá, er lítið
— helzt ekkert — vilja á sig
leggja fyrir annað eða aðra en
sjálfa sig. Hvaðan kom henni
kraftur, kjarkur og vilji íil alls
þessa? Frá erfiðum eðliskostum,
frá uppeldi er mótaði til sterkrar
skapgerðar, frá einlægri, sterkri
Guðstrú. Þess vegna gat hún fórn-
að, þess vegna stóðst hún storin
og áföll langrar æfi, þess vegna
þoldi hún hita og þunga eifiðis-
ins, sársauka s'órra sorga, mikilla
rauna — og skaprauna — og lé.
aldrei bugast.
Blessunaróskir hennar munu
koma yfir „börnin" hennai
mörgu. Og þau munu blessa hana
—  minning  hennar  í  ljúfsáiri
ALF ERLING —
27
Þar voru engin hálfverk, fremur þökk. Og vér samverkameni
en annars staðar. Sá, sem þetta hennar, eigi sízt í Reglumálum
skrifar varð ei samstarfsmaður
hennar fyrr en hún hafði unnið í
10 ár (1908). Þá voru engin
þreytumerki enn. ,.í þann tíð"
var af mörgum starfað að Reglu-
málum hér af lífi og fjöri. Enga
konu bar þó hærra þá í lifandi
starfi en Málfríði Friðgeirsdótt-
ur, hvort heldur hún talaði á fund
um, aðstoðaði við leiksýningar,
mriaðist „veitingar í kjallaran-
.m", talaði kiark í þá sem veikir
sem höfum fyrir nokkrum árum
kosið hana fyrir heiðursfélaga
vér metum hana og virðum, þökk-
um henni og blessum hana fyrii
50 ára starf hennar í Reglunni, og
öll vel unnin störf. Og vér kveðj
um hana þeirri hinnstu kveðju
sem öllum sl kum ber: „Gakk inn
í fögnuð herra þíns." I trú, von
og kærleika.
9. apríl 1954
Jón Þ. Björnsson.
IÞROTTAÞÁTTUR
Landsmót
skíðamanna 1954
hófst á Siglufirði 15. apríl og
sr nýlokið sunnanlands. Á Siglu-
firði var keppt í göngu, s'.ökki og
norrænni tvíkeppni, en sunnan-
lands í svigi, bruni og stórsvigi.
Beztu afrek mótsins voru þessi:
íslandsmeistari í 15 km. göngu,
20 ára og eldri, varð Sigurjón
Hallgrímsson, Skíðafélagi Fljóta-
manna á 70 mín. 59 sek. Annar
Oddur Pétursson, ísafirði á 71
mín. 50 sek.
Boðganga 4x10 krn. 1. ísfirð-
ingar á 3 klst. 19 mín 52 sek. 2.
Sveit Þingeyinga á 3 klst. 19 mín.
58 sek.
30 km. ganga: l./Ebenezer Þór-
arinsson, ísafirði á 2 klst. 19 mín.
39 sek. 2. Sigurjón Hallgrimsson,
Fljótum.
Stökk, 20 ára og eldri: 1. Guð-
mundur Árnason, Siglufirði, 35
og 35.5 m. Stig 222. 2. Geir Sig-
urjónsson, Siglufirði, 32.5 og 34
m.Stig 215.8.                 '
Stökk, yngri en 20 ára: 1.
Hjálmar Stefánsson, Siglufirði,
31 og 32 m. Stig 217.4. Aðeins
Siglfirðingar kepptu í stökkun-
um.
Norrœn tvíkeppni: Sigurvegari
Skarphéðinn Guðmundsson. Stig kepptu,  og  sigraði  íþró'.tafélaf
443.8.                        |M. A. á 3 mín. 22.2 sek. Sveit K
Síðar var mó'.inu haldið áfram A. hljóp á 3 mín. 26.0 sek., svei
í Jósefsdal, og varð Magnús Guð- Þórs á 3 mín. 27.0 sek. og svei'
mundssonReykjavík Islandsmeist- U. M. S. E. á 3 mín. 37.8 sek
ari í stórsvigi á 73.2 sek. (braut-.Hlaupið er 1600 metrar og skipt-
arlengd 1400 m., fallhæð 340 m.;
hlið 32) en annar Ásgeir Eyjólfs-
son Reykjavík á 74.5 sek. — 1
keppni um beztu svigsveit íslands
sigraði sveit ísfirðinga, önnui
varð sveit Reykjavíkur, þriðja
Siglfirðingar og fjórða Akureyr
ingar.
íslandsmeistari . í svigi karh
varð Ásgeir Eyjólfsson Reykja
vík og einnig í Alpatvíkeppni. í
kvennakeppninni bar Jakobínt
Jakobsdóttir ísafirði ægishjáhr
yfir kynsystur sínar og sigrað
með yfirburðum í stórsvigi
svigi, bruni og alpa'.víkeppn
kvenna, og er þannig íslands
meistari 1954 í öllum þeim grein
um.
í. M. A.
vann Maí-boðhlaupið.
Síðaslliðinn sunnudag fór frarr
hér í bænum hið svonefnda „Mai
boðhlaup", er hingað til hefÍ!
verið hlaupið á götunum, en nú
fyrsta sinn á hlaupabraut íþrótta
svæðisins. Veður var kalt, en all
margt áhorfenda fylgdist mec
hlaupinu úr brekkunni ofan vic
iþróttasvæðið, en þar sér ágæt
lega yfir.
Fjögur félög og félagasambönc
Bræður myrkursins
Mikael varð að hraða sér. Það var of hættulegt að s'aldra lengur
við. Hann varð að komast út úr snjóauðninni og reyna að ná
mannabyggð. Hann varð að reyna að komast undan úlfahópnum,
sem enn fór vaxandi.
Hann hljóp upp í sætið, greip taumana, og sleðinn þaut af stað.
Hestarnir skildu, hvað í húfi var, og þutu af stað með rjúkandi
makka. Þeir þen-k'u úlfana, sem snuðra um nætur kringum .gripa-
hús bændanna og klóra með loppunum í þröskuldinn.
Sleðinn þáut því sem kólfi væri skotið yfir óendanlega fannbreið-
una, gegnum rjúkandi mjöllina.
Mikael kom .rvorki auga á veg né troðninga. Allt umhverfið var
samfelld, gráhvít snæþoka. En Mikael var réttborinn sonur hins ei-
lífa snævar. Með aktaumana milli sterkra handa stefndi hann hest-
unum að húsi hins góða læknis, Arctofs.
„Hinn góði læknir, Arctof'Já, Arc'of læknir var vissulega góð-
ur maður og vaskur. Fátæklingarnir í öllu héraðinu elskuðu þenna
mann. Hann hjúkraði þeim sjúku. Og hughreysti þá heilbrigðu ým-
ist með orðum eða fé. Það var því ekkert furðulegt, þótt læknirinn
væri vel séður gestur, kærkomnari én presturinn, sem kom með
boðskap ritningarinnar en aldrei með brauðbita. Brauðið borðaði
nefnilega hans hágöfgi sjálfur heima í notalega pres'shúsinu, og
þegar snjórinn hlóðst yfir sléttuna ¦— eyðimörkina hvítu —, þá lét
hans hágöfgi fava vel um sig heima í stofuylnum, þveröfugt við Arc-
tof lækni, sem hverju sem viðraði heimsótti vini sína í þröngu og
lágreistu kofunum til að hugga þá og gleðja og milda sorgir þeirra.
Það leit næstum út fyrir, að Arctof læknir væri skoðaður sem
dýrlingur. Hjátrúarfyllstu íbúarnir í hvítu eyðimörkinni virtust á-
líta hann sendan þeim af hinni heilögu guðsmóður sjálfri.
Og þegar maður sá Arctof lækni, gat maður ekki varizt þeirri til-
finningu, að viss helgiblær hvíldi yfir persónu hans.
Sítt, snjóhvítt hár hans náði allt á herðar niður, afturkembt, svo
að hátt, hvítt ennið kom greinilega í Ijós yfir tveim mildum, bláum
augum.
Arctof Iæknir var bláfátækur, næstum jafn öreiga og vinir hans
úti í snjóauðninni. Það, sem hann innvann sér, gaf hann öðrum.
Arctof læknir fór venjulega seint að sofa. Þegar hann var þreytt-
ur eftir dagsverkið, lét hann oftast þreytuna líða úr sér i stóra stóln-
um við arininn, kveikti sér í pípunni og velti því fyrir sér, á hvern
hátt hann gæti bez1 hjálpað fátækum vinum sínum daginn eftir.
Og kvöldið sem Mikael hleypti undan úlfunum yfir fannbreið-
una í áttina að húsi Arctofs læknis, sat hann einmitt við ofninn og
reykti pípu sína.
Bjölluhljómur og hvás sprengmóðra hesta rauf kyrrð stofunnar,
og það var bankað hva'lega á rúðuna.
Þar var Mik.iel kominn, sloppinn heilu og höldnu undan úlfa-
hópnum, og hafði numið staðar úti fyrir húsi læknisins.
Arctof læknir stóð á fætur.
— Ges'ir á bessum tíma nætur og í slíku veðri, sagði hann við
s;álfan sig, tók lampann, renndi gluggatjaldinu upp og opnaði
gluggann.
— 0, ert það þú, Mikael vinur? spurði hann
— Drengurinn minn er mikið veikur, Arctof læknir. Konan mín
er mjög áhyggjufull yfir honum. Þet'a er líka eina barnið okkar,
— eina hamingjan okkar.
— Guð minn góður! Svo að Ivan litli er veikur. Þá verð ég aS
fara og líía á harin. Komdu inn fyrir og vermdu þig, meðan ég bý
mig, sagði læknirinn.
Hann lokaði glugganum og opnaði dyrnar fyrir Mikael, sem var
allur fannbaririn.'
— Ég er ekki einn á sleðanum, Arctof læknir, sagði Mikael og
dustaði mesta snjóinn af sér úti fyrir dyrunum.
i  — Jæja, látlu fylgdarmann þinn koma inn líka, sagði læknirinn
' um leið og hann tók snjóstígvélin sín fram úr horninu.
— Eg er hræddur um, að það sé til einskis, sagði Mikael alvar-
lega.                 .../.
Arctof læknir leit undrandi á hann og staðnæmdist með stígvélin
í hendinni.          ¦,.....
— Til einskis. endurtók hann spyrjandi;   ; .; ..... ...
-^- Já, ég er hræddur um aðhann sé dáinn, svaraði Mikael ró-
lega.                 _.'.<.'¦''•¦•'•'¦•-   -  '          ¦   .........
— Dáinn? endurtók Arctof læknir gagutekinn.
Mikael kinkaði kolli.
— £g fann hann úti á fannbreiðunni umkringdan af úlfum,
st í 6 100 m. spre'ti, 3 200 m. og' fyrsta sinn þátt í hlaupinu,  en
;inn 400 metra sprett. Taka þann-
g 10 manna sveitir þált í hlaup-
inu.
Sveit frá U. M. S. E. tók nú í
nokkuð mun það hafa dregið úr
árangri hennar, að aðeins sumir
hlauparanna höfðu hlaupaskó
(gaddaskó).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8