Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						10
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 11. apríl 1956
frd landsmótí shíðamanna
Eysteinn Þórðarson fimmfaldur íslandsmeistari
Skíðalandsmótið var háð í
Seljalandsdal við ísafjörð um
páskana. Var þar íjölmenni mikið
keppenda og áhorfenda og veður-
far hagstætt. Þátttakendasveitir
voru frá ísafirði, Akureyri.
Reykjavík og frá Héraðssambandi
Þingeyinga.
Beztu afrekin á mótinu sýndi
hinn kunni svigmaður Eysteinn
Þórðarson úr Reykjavík, er sigr-
aði í 5 greinum: öllum alpagrein-
unum og stökki. En í sveitakeppn-
inni í svigi féll hann og meiddist
svo, að hann varð úr leik og þar
með Reykjavíkursveitin.
Annar mesti afreksmaður móts-
ins varð göngugarpurinn þing-
eyski, Jón Kristjánsson. Vann
hann 30 og 15 km. göngu, og var
auk þess í þingeysku sveitinni, er
vann boðgönguna, 4x10 km. I
kvennagreinum kepptu aðeins ís-
firzku skíðakonurnar Jakobína
Jakobsdóttir og Marta B. Guð-
mundsdóttir. Nýr göngumaður
frá fsafirði, Árni Höskuldsson,
vakti óskipta athygli á mótinu.
Veitti hann Jóni Kristjánssyni
mjÖg harða keppni, svo að oft
mátti ekki á milli sjá, hvor þeirra
sigraði. í norrænni tvíkeppni,
göngu og stökki, sigraði Gunnar
Pétursson ísafirði.
Akureyringar náðu
tiltölulega góðum
árangri.
Héðan frá Akureyri fóru 11
keppendur á mótið, og var Páll
Stefánsson fararstjóri sveitarinn-
ar. Bjuggu Akureyringarnir allir
á heimilum þar vestra og nutu frá-
bærrar gestrisni.
Akureyri hlaut 3 meistara af
20 mögulegum. Bragi Hjartarson
varð drengjameistari í tveim
greinum: stökki og norrænni tví-
keppni og Matthías Gestsson ungl-
ingameistari í norrænni tví-
keppni. Hjálmar Stefánsson 8tóð
sig mjög vel í öllum greínum og
varð 2. maður í stórsvigi.
I svigi varð Hjálmar 7., Krist-
inn Steinsson 9., Páll Stefánsson
10.  og Valgarður Sigurðsson 12.
Aðeins 14 svigmenn luku keppni
af 34. Tuttugu komust ekki í
gegn, og er það meira mannfall
en nokkru sinni áður á íslands-
móti, enda var brautin hærri og
lengri en venjulega.
í stórsvigi varð Hjálmar 2.,
Haukur Jakobsson 9., Valgarður
11. og Reynir Pálmason 13.
f bruni varð Hjálmar 4., Val-
garður 8. og Ottó Tuliníus 10.
í öllum þessum greinum voru
keppendur frá 32—35.
f stökki varð Hjálmar 4., Krist-
inn 5. og Valgarður 7.
í flokkasvigi áttu Akureyringar
aðra sveit. Hafði Hjálmar beztan
brautartíma í báðum ferðum.
Akureyringana vantar
æfingaskilyrði.
Framangreindar   upplýsingar
lokkrir raoiar frá
ALF  ERLING:
109
Eysteinn Þórðarson.
Fimmfaldur íslandsmeistari.
fékk blaðið hjá fararstjóranum,
Páli Stefánssyni og formanni
Skíðaráðs Akureyrar, Hermanni
Stefánssyni íþróttakennara. —
Spurði það formanninn jafn-
framt, hvort hann vildi ekki láta
einhverja umsögn f ylgj a, og
mælti hann þá eitthvað á þessa
leið:
„Skíðaráð Akureyrar telur rétt,
að samborgararnir fái að vita,
hvernig keppendum okkar reiðir
af, þegar þeir eru sendir í önnur
héruð. Getur fólk þá dæmt og
borið saman árangrana. Einhverj-
ir munu nú segja, að Akureyri
megi muna sinn fífil fegri, en Ak-
ureyri hefir stundum átt íslands-
meistara í nær öllum greinum. En
þá er líka rétt að bera saman,
hvað ísfirðingar og Reykvíkingar
hafa gert fyrir skíðaíþróttina og
hvað Akureyringar hafa afrekað
í því efni. Reykvíkingar eiga
marga vel búna skíðaskála, og
skíðamenn þeirra æfa og keppa
árlega erlendis. Sama er að segja
um ísfirðinga. Þeir eru mikið við
æfingar erlendis, og þeir eiga tvo
skíðaskála, raflýsta, hátt til fjalla.
Við Akureyringar höfum ekki
boðið æskumönnum okkar neitt
af þessu, en vonir standa til, að úr
rætist á næstunni, akvegurinn
langt kominn í skíðalandið og
byrjað á byggingu skála, er verða
á skíðaheimili skólanna og í-
þróttafélaganna. Þangað þarf að
leggja raftaug og síma í sumar og
ljúka byggingunni fyrir næstu
páska, en þá er okkur enn vandi
á höndum, sem er framkvæmd
Skíðarnóts íslands 1957."
Skógræktarfélag
Eyfirðinga
Frh. af 3. síðu
Akureyrar og önnuðust konur úr
Skógræktarfélagi Tjarnargerðis
framreiðslu veitinga. Að síðustu
fór fram kvikmyndasýning.
Stjórn félagsins skipa nú: Guð-
mundur Karl Pétursson formað-
ur, Ármann Dalmannsson, sr.
Benjamín Kristjánsson, Björn
Þórðarson, Helgi Eiríksson, sr.
Sigurður Stefánsson og Þorsteinn
Davíðsson.
Á  bindindissýningunni  mátti
sjá, að hreinn ágóði ríkisins af á-
i'engissölu 1954 var kr. 68.5 millj.
rónur.
Hins vegar var framlag ríkis-
ins til bindindismála og áfengis-
vama 1955 1.470.000 krónur.
Skiptist það þannig: Áfengis-
varnarráð 550.000, Stórstúka ís-
ands 170.000 og Gæzluvistar-
sjóður 750.000 kr. Úr Gæzluvist-
arsjóði er greiddur kostnaður við
tvc hæli fyrir áfengissjúklinga.
Vnnað er hælið að Gunnarsholti
fyrii karlmenn, en hitt hælið að
Ulfarsá fyrir konur.
Stundum heyrist Reglunni á-
mælt fyrir að reka ekki þessi hæli.
En þegar málið er athugað af
skynsemi kemur greinilega í ljós,
að það er ofvaxið hverju félagi
fjárhagslega að reka þau. Reglan
hefir ekki svo mikið fé handa á
ínilli og skammt mundi ríkis-
styrkurinn hrökkva til þess. Eng-
um öðrum en ríkinu er fært að
reka hæli, sem kosta það % millj.
kr. árlega. En gleðilegt er að þessi
hæli hafa komizt upp, svo að ein-
hverjir ógæfumenn geti fengið
þar bót meina sinna.
Árið 1954 átti Góðtemplara-
reglan hér á landi 70 ára afmæli.
Skýrslur leiða í Ijós, að frá stofn-
ári 1884 hafa gengið í Góðtempl-
araregluan 68.323 félagar. Er það
stór hópur. Þó gengið sé út frá að
sumir hafi verið þar stutt, verður
hitt ekki dregið í efa, að margir
hafa starfað þar til langframa og
unnið að bindindismálum í þjóð-
lífinu.
Á þessum 70 árum hefir Regl-
an varið til útbreiðslu bindindis-
og félagsstarfa 2,532,008 krón-
um. Þar af hefur hún fengið úr
rikissjóði 1,647,200 kr. Mismun-
urinn 875,808 krónur hafa stúk-
urnar lagt fram af gjöldum félags
manna og því fé, sem þær hafa
safnað. Þó eru hér ekki talin með
framlög  einstaklinga ýmiskonar.
En til hvers hefir þessu fé verið
varið? Því hefur fyrst og fremst
verið varið til að boða þjóðinni
bindindi og heilbrigðar og hóf-
samar Iífsvenjur. Sendir hafa ver-
ið menn um landið þessara er-
inda. Heilbrigt almenningsálit er
mikilvægt í þessu efni. Einnig
hefur verið unnið að heillavæn-
legum áhrifum á áfengislöggjöf-
ina. Reglan beitti sér fyrir bann-
lögunum á sínum tíma og þurrk-
aði þá landið. Hún ásamt öðrum
bindindissamtökum hafa fram að
þessu forðað þjóðinni frá áfenga
ölinu, svo að nefnt sé eitthvert
dæmi frá síðari tímum.
En fyrsta boðorð allra bind-
indisfélaga verður þó alltaf að
vinna að heilbrigðu almennings-
áliti og vera á verði gegn áfengis-
tízkunni.
Ajengisvarnanefnd Akureyrar.
___*,
Bræður myrkursins
sig aldrei lengi um. Ekki heldur að þessu sinni.
Hann læddist að bílnum, og áður en bílstjórinn vissi af, var
h num fleygt til jarðar cg hann keflaður og bundinn.
Disna þreif hann í fang sér og bar hann að baki myllunnar.
Hann klæddi hann úr fra'-.kanum og tók af honum húfuna. Síðan
Hsrddist hann sjálfur ein^ennisbúningnum.
— Sjáum til, hugsaði hann og hló. — Nú get ég öruggari en ella
skotizt inn í mylluna.
Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Þar var dimmt og hljótt.
— Enginn, tautaði hann. — Og þó hlýtur hann að vera hér.
Hann hlustaði. Honum fannst hann heyra óm af hljóðskrafi.
H^num var ómögulegt að greina, hvaðan þær raddir bárust. Ljós-
rák, sem allt í einu brá fyrir á gólfinu, sannfærði hann um, hvaðan
raddirnar komu.
— O, hugsaði hann. — Rasputin heldur þá fund í kjallaranum.
Hann stóð kyrr og íhugaði málið.
— Hm, tautaði hann. — Það gæti bent til, að Rasputin hafi eitt-
hvað á prjónunum, sem ríkinu er hættulegt.
Hann Ieit kvíðandi í kringum sig. Það var eins og hann yrði
skyndilega óttasleginn við að heyra sig mæla þessi orð: Eitthvað,
sem ríkinu er hættulegt. Að Rasputin væri í raun og veru hættuleg-
ur maður bæði fyrir innan- og utanríkisstefnu Rússlands, — það
vissi Disna, en Rasputin naut mikillar virðingar við hirðina, og því
varð að gæta ýtrustu varkárni við að fella hann. í gröf þá, er maður
græfi honum, gæti maður auðveldlega fallið sjálfur.
Sjakalinn hélt áfram að hlusta, og ljósrákin, sem hann hafði séð
á gólfinu, sannaði honum, hvar gengið væri niður í kjallarann.
Átti hann að áræða að fara niður? Sjakalinn var í eðli sínu
kvenlega forvitinn og hann kunni enga stjórn á forvitninni. Það
var eitthvað, sem honum var í blóð borið að þurfa að vita alla
hluti, og hann gat ekki nú fremur en áður náð valdi á forvitninni.
Hann opnaði hlerann varlega og treysti nú á það, að bílstjóra-
búningur hans mundi firra hann óþægindum.
Hann leit niður og sá, að herbergið undir var mannlaust. Hann
gekk niður og stóð nú í kjallaranum. Tvær dyr lágu að honum.
Hann heyrði nú raddirnar greinilegar, og í rifu með annarri
hurðinni sá hann ljósglætu.
Kattmjúkum hreyfingum læddist hann nær og lagði augað við
rifuna.
Ef Sjakalinn hefði ekki verið maður, sem kunni vel að stilla sig,
mundi hann hafa æpt af skelfingu og undrun.
Maðurinn, sem hann hafði hugað Rasputin, var Osló greifi.
Kona, er sneri baki við dyrunum, sneri höfðinu svo, að Disna sá
vangasvip hennar. Hjarta  hans barðist um af æsingu.
Skjölin, sem stolið haíði verið af borði keisarans, höfðu leitt
hann á slóð erkióvinarins.
Hann hafði ástæðu til að Ijósta upp sigurópi. Alkunn heppni
hans hafði enn fært honum beztu spilin á hendi, og nú skyldi hann
vissulega vinna spilið.
Hann hlustaði í spenningi.
— Bræður, heyrði hann Osló greifa segja, — kona Sarkas
fursta, sem nú tilheyrir mér, er hér á valdi mínu, og á morgUn verð-
ur árásin á keisarann gerð. Keisarinn ætlar að aka til kirkju á
morgun til að biðja þar fyrir Rússlandi. Hann mun aldrei leggja í
þá ökuför. í nótt, þegar ég kem aftur til hallarinnar, verður sprengj-
unni komið fyrir í bænaklefa hans. Keisarinn mun fara inn í klef-
ann klukkan 8 eins og hann er vanur, en vélbúnaður sprengjunnar
verður útbúinn þannig, að hún springur fimm mínútum eftir
klukkan 8. Á þeim tíma verð ég ekki Iengur í höllinni. Eg mun taka
hraðlestina til Moskvu. Þið verðið því að fara nú í nótt og taka
furstafrúna með ykkur. Mirja Ortof mun sjá um allt saman.
Mirja Ortof kinkaði kolli.
— Og síðan? spurði Stambul, sem var einn viðstaddra.
—  í Moskvu bíðum við fregna af gangi atburðanna o g leggjum
á ný ráð, svaraði Osló greifi.
Hann þagnaði, saug vindlinginn og mælti síðan:
— Þá skulum við koma okkur að því að búa til sprengjuna.
Ivan Disna hafði heyrt nóg. Hér varð að bregða við og það
fljótt.
Hann læddist út í snatri og sat rétt á eftir við stýrið.
Hann ók með feiknahraða inn til borgarinnar. Hann varð að
komast í síma og segja furstanum tíðindin, og meðan hann þaut
þarna áfram í bílnum, sló hjarta hans ótt af stolti.
— Til hamingju, Disna, sagði hann við sjálfan sig. — Ef allt fer
að líkum, verður þú lögreglustjóri Rússlands á morgun.
Og harin fór að hugsa um allt þao. sem hann mundi framkvæma,
er hann hefði náð yfirráðum og völdum í ríkinu. Það voru ekki
fagrar hugsanir, sem að honum leituðu. Ivan Disna mundi verða
harðstjóri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12