Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 4

Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 4
Úrsmíðaverkstœði Jóns Bjarnasonar: íslendingur Útgefandi: ÁbyrgOarmaóur: Ritstjórn: Frétta og augiýsingastjóri: Afgreiósla og gjaidkeri: Dreifingarstjóri: Fréttastjóri, sími: Auglýsingar, sími: Áskriftargjaid: Lausasala: Auglýsingaverö: Prentun: íslendingur hf. Siguróur J. Sigurósson Gísli Jónsson Guömundur Frimannsson Siguróur J. Sigurósson Björn Jósef Arnvióarson Gunnar Berg Ottó Pálsson Sigurlina Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 2.500 á ársfjóróungi kr. 230 eintakió kr. 2.200 dálksm. Prentsmiója Bjöms Jónssonar „Einhver rfldsstjórn“ Langþráður draumur Gunnars Thoroddsens rættist, er hann settist í stól forsætisráðherra sl. föstudag, þótt eflaust hefði hann kosið að það gerðist með skapfell- legri hætti. Eins og til erstofnað, ervarla við þvíað búast að menn geri sér miklar vonir um hina nýju ríkisstjórn. Aðdragandinn er allur með þeim hætti, auk þess sem málefnasamningurinn er síst til þess fallinn að vekja traust sjálfstæðismanna. Síðan ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sagði af sér sumarið 1978 hefur landið í raun verið stjórnlaust. Vinstri stjórnin var aldrei nema tilhlaup til stjórnar- myndunar, þótt svo ætti að heita að hún sæti við völd í 13 mánuði, og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins var ekki ætlað að takast á við þau risaverkefni, sem bíða úrlausnar á sviði efnahags- og atvinnumála. Það er eftirtektarvert, að sumir ráðherranna, þ.á.m. hinn nýi forsætisráðherra, réttlæta sjálfa sig með því að „einhverja ríkisstjóm" hafi orðið að mynda í landinu. Ekki er þetta rismikil yfirlýsing í upphafi starfsferils, en skiljanlegt með hliðsjón af málefnasamningi, sem segir næsta fátt um það, hverséu hin raunverulegu stefnumið ríkisstjórnarinnar. Það er áberandi, að í hinum ýmsu málaflokkum er lagður fram óskalisti um tiltekin verk- efni, sem allir geta fallist á, ef peningareru fyrirhendi. Á hinn bóginn er ekkert um það sagt, hvernig þeirra skuli aflað. Gagnvart strjábýlinu vekurathygli, hversu fljótt er farið yfir sögu í byggðamálum. Óalfur G. Einarsson, formaður þingflokkssjálfstæðis- manna, telur að kaflinn um utanríkis- og öryggismál sé verstur, og Benedikt Gröndal, fráfarandi utanríkis- og forsætisráðherra, hefur þetta að segja: ,,Mér sýnist við lestur málefnasamnings hinnar nýju ríkisstjórnar sem Alþýðubandalagið hafði komið fram ýmsum af sínum málum, sérstaklega þykist ég þekkja handbragð þeirra á kaflanum um utanríkismál. Það eru daþurlegir atburðir, ef byrjað er að versla með utanríkis- og öryggismál þjóðarinnar fyrir ráðherrastóla. Ég vona aðeins að Ólafur Jóhannesson reynist þar tryggur og fastur fyrir svo að það bjargist." Hinn nýi forsætisráðherra viðurkennir að höfuðverk- efni ríkisstjórnarinnar sé hjöðnun verðbólgunnar. í málefnasamningnum eru þó engin skýr ákvæði um, hvernig það skuli gert, nema það virðist liggja fyrir að ekki eigi að koma til grunnkauþshækkana á þessu ári. Óvíst er, hvort launþegahreyfingin geti á það fallist vegna umbjóðenda sinna, nema langtímaráðstafanir verði gerðar í efnahagsmálum, sem taki alhliða á vand- anum og veki traust. Yfirlýsingar um, að vöruverð skuli ekki hækka nema svo og svo mikið eru næsta haldlitlar. í orði kveðnu höfðum við búið við verðstöðvun allan þennan áratug, þótt verðbólgan hafi aldrei verið jafn mikil. Sömuleiðis vekur ekki traust að tala um aðhald í þeninga- og ríkisfjármálum, þegar allt yfirbragð mál- efnasamningsins bendirtil hins gagnstæða og ráðherr- unum hefur vafist tunga um tönn þegar þeir hafa verið um þaðspurðir, hvaðan þeirhyggjasttaka peninganatil hinna ýmsu verkefna. Þó virðist liggja nokkuð Ijóst fyrir, að tekjuskattar verði hækkaðir verulega og þótti þó flestum fulllangt gengið á síðasta ári. Gunnari Thoroddsen hefur orðið tíðrætt um að ,,ein- hverja ríkisstjórn" hafi orðið að mynda í landinu. Það hefur hann nú gert, - en heldur ekki meir. Vonandi tekst þó betur til en á horfist. Þjóðin á það skilið. 4 - fSLENDINGUR H.BI. Stærsta vinnustofa á fslandi Jón Bjarnason, úrsmiður, - svo heitir fyrirtækið og lætur kannski ekki svo mjög mikið yfir sér, en kunnugir skutu því að okkur, að það myndi vera stærsta, eða að minnsta kosti mannflesta, úrsmíðavinnustofa á landinu. Nú þarf það svo sem ekki að vera neitt risafyrirtæki, þó svo það sé stærst sinnar tegundar á fslandi, en þó þótti okkur þetta forvitnilegt og leituðum því til eiganda þess og fórum þess á leit að hann spjallaði við blaðið. Varð Jón Bjarnason góðfúslega við þeirri málaleitan og í byrjun var hann spurður um sannleiksgildi orðrómsins um stærð fyrirtækisins. - Við skulum nú ekki eyða miklum t.íma í að ræða það, þetta er kannski mest leikur að orðum, en þó má segja, að ekki munu á nokkurri úrsmíðavinnu stofu í landinu vinna fleiri iðn- lærðir en hér. Umfang viðskipta mun vera alimiklu meira hjá ýmsum vinnustofum, en við unum tiltölulega ánægðir með okkar hlut og höfum satt að segja ekki velt þessu neitt fyrir okkur. - Hvert er nú upphafið að þessu fyrirtæki? - Upphafið má rekja til ársins 1917, en þá kom faðir minn, Bjarni Jónsson frá Gröf í Víði- dal, til Akureyrar til náms í úr- smíði. Hann lauk námi hjá Kristjáni Halldórssyni, úrsmiði, en að loknu námi voru aðstæð- ur hans þannig, að hann gerðist bóndi á Gröf og var þar næstu árin. En ekki ílentist hann í bóndahlutverkinu og fór fljót- lega til Blönduóss og vann þar að úrsmíði og alls konar smíð- um o.fl. En þar kom, að hann réðst til áframhaldandi náms í úrsmíði og fór til Bandaríkj- anna, að vísu sem útlærður úr- smiður, en þar telur hann að sitt raunverulega nám hafi byrjað, og þar dvaldi hann fram til árs- ins 1934, en þá fluttist hann heim til íslands. Er hann fór frá Bandaríkjunum, var hann kom- inn það langt í sinni iðn, að hann var toppúrsmiður á Man- hattan. Heim kominn réðst hann til vinnu í Reykjavík, gifti sig Ólöfu Guðmundsdóttur, af vestfirskum sjómannsættum, og vann við iðn sína þar fram til ársins 1939. Þátóku þausigupp og fluttu til Akureyrar, þar sem Bjarni hóf vinnu hjá sínum gamla lærimeistara, Kristjáni Halldórssyni, og vann hjá hon- um eitthvað fram á stríðsárin, og hafði þá aðsetur í Skipagötu, ekki langt frá þeim stað, sem ég er nú með mittt fyrirtæki. Pabbi er enn á lífi, áttræður, og hinn hressasti enn, þrátt fyrir háan aldur og kemur oft hér á vinnu- stofuna til okkar til skrafs og ráðagerða, og þá skýtur hann enn gjarnan að okkur stöku og stöku, en hann er kunnur hag- yrðingur. - En hvenær hefur þú iðn- nám, Jón? - Það mun hafa verið árið 1951 og var ég þá enn í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Þurfti þess vegna sérstaka undanþágu, en mig minnir að ég hafi lokið gagnfræðaprófi og iðnskóla- prófi á svipuðum tíma, þá 17 ára gamall. Á þessum árum unnu þeir saman, pabbi og Halldór Ólafsson, úrsmiður, og ég tel það ómetanlegt að hafa numið með þessum tveim mönn um, báðir eru þeir sérstök snyrti menni og smiðir góðir. Þá var úrsmíðin í raun og veru allt annað fag en í dag. Ég get til ,Liðið stillir sér upp“. Frá v.: Jón, Sigrún, Stefán, Guðbjört og Halldóra. - Ljósmyndir: SVAL. I Abyrgðar- tilfinning aldurs- forsetans Undanfarna daga hafa umræð- ur manna snúist um fátt annað en stjórnarmyndunartilraunir Gunnars Thoroddsens, en allt bendir til að Gunnar verði sest- ur á forsætisráðherrastól þegar þetta, sem hér er skrifað, kemur á þrykk. Skoðanir manna á þessu tiltæki Gunnars eru að vonum skiptar. Andstæðingar sjálf- stæðismanna mega vart vatni halda fyrir kæti, þar sem þeir telja, að skrípalæti Gunnars leiði til klofnings Sjálfstæðis- flokksins, og þar með veikari stöðu hans í íslenskum stjórn- málum. Kommúnistarsjásérnú leik á borði til að auka glundroð ann í íslensku þjóðfélagi í þeim tilgangi að koma hér á fram- tíðardraumsýn sinni, Sovét-ís- landi. Og hver skyldi aðvelda þeim leikinn? Maður skyldi nú ætla, að einhverjir á vinstri vængnum hefðu orðið til þess. En það er nú öðru nær. Vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen, er sá mað- ur er hér á heldur! Aum örlög það! Vinstri foringjarnir keppast nú við að lýsa því yfir í fjöl- miðlum, að þeir vonist til að Sjálfstæðisflokkurinn allur fylki sér um ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, það sé nú öðru nær að þeir vonist eftir því að flokkurinn klofni! Auðvitað óska þessir herrar einskis fremur en að tiltæki Gunnars Thoroddsens leiði til klofnings Sjálfstæðisflokksins. Flest allir sjálfstæðismenn fordæma framferði Gunnars Thoroddsens og hans fylgifiska, þegar sannleikurinn í þessum málum hefur komið í ljós. Sem sé, að Gunnar er búinn að remb- ast eins og rjúpa við staur í þeirri viðleitni sinni að ná fram áformum sínum, allt frá því í desember sl., er hann bauðst til þess að styðja minnihlutastjórn framsóknar og krata. Þetta hefur Sighvatur Björgvinsson staðfest í útvarpsviðtali. f þessu sambandi hefur Tómas Árna- son, ritari þeirra framsóknar- manna, orðið ber að auvirði- legum ósannindum, þegar hann

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.