Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Faxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Faxi

						F  A  X  I
MARTA V. JONSDOTTIR:
Enn um Duusverzlun
Hans Pétur Duus tók við Duusverzlun
efiir föður sinn. Hafði faðir hans selt
honum verzlunina í hendur 1864 og var
verzlunin iþá metin á 15000 ríkisdali.
H. P. Duus kvæntist Kristjönu Svein-
bjarnardóttur kaupmanns í Keflavík,
Ólafssonar bónda í Innri-Njarðvík, Ás-
bjarnarsonar. Voru þeir Ólafur og Svein-
björn Egilsson rektor bræðrasynir og af
kinni gömlu Njarðvíkurætt (Sjá Njarð-
víkurbændur,  Faxi  ).
Frú Kristjana var fædd í Keflavík 9.
des. 1844. Móðir hennar og kona Svein-
bjarnar var Málfríður, f. 1816 dóttir Árna
bónda á Bakka á Álftanesi, svo hafnsögu-
manns ! Hafnarfirði, Ketilssonar, bónda
í Sviðholti á Álftanesi, Jónssonar. Var Árni
Ketilsson föðurbróðir Ketils Jónssonar stór-
bónda ! Kotvogi ! Höfnum, föður Ketils,
cr þar bjó eftir hann frá 1869 til 1902,
föður Ketils bónda þar frá 1902—1921.
Vor'u þeir allir stórbændur og athafna-
menn, er gerðu garðinn frægan um 100
ára skeið.
Kona Árna hafnsögumanns og móðir
Málfn'ðar, var Kristjana Ólafsdóttir lög-
sagnara ! Bolungarvík, Erlendssonar,
sýslumanns í Isafjarðarsýslu, Ólafssonar.
I móðurætt var Kristjana Ólafsdóttir fjórði
maður frá séra Hjalta Þorsteinssyni pró-
fasti í Vatnsfirði. Var hann prestur í
Vatnsfirði 50 ár, frá 1692 til 1742. Hann
var fjölhæfur gáfu- og listamaður, iðkaði
málaralist, tréskurð og fleiri listgreinir,
Hafa margskonar listagáfur gengið að
erfðum til niðja hans.
Má af þessu sjá, að Kristjana Duus var
vel ættuð, enda var hún gáfukona, vel
mcnntuð og „einstök mannkosta- og
merkiskona" segir dr. Jón biskup Helga-
son um hana. Ummæli hans um H. P.
Duus hníga mjög í sömu átt. Segir hann
Duus hafa verið einstakt valmenni, sem
öllum var hlýtt til ,sem honum kyntust,
hafi hann rekiS verzlunina með mikUli
fyrirhyggju og notið almenns trausts (Dr.
Jón Helgason: Islcndingar í Danmörku).
Þessi ummæli Dr. Jóns biskups munu
vera byggð á staðgóðri þekkingu. Hefur
hann og foreldrar hans án efa þekkt þau
frændsemi. Voru þær frú Ásta Duus og
frú Sigrlður, móðurmóðir Jóns biskups,
bræðradætur.
Margir gamlir Keflvíkingar, er cg þekkti
á unglingsárum mínum, 'báru hlýjan hug
til frú Kristjönu og Duus kaupmanns.
Heyrði ég marga minnast þeirra með
velvild og harma það, að þau hefðu flutt
af landi burt. Þau fluttu alfarin til Kaup-
mannahafnar 1881. En Duus kaupmaður
lifði skamma stund. Hafði hann kenht
sjtikdóms nokkurs áður en þau fluttust
af landi burt, en frú Kristjana hafði verið
þess mjög hvetjandi að þau færu utan og
vonaði, að maður hennar fengi þar lækn-
ingu og fullan bata.
Þetta fór á annan veg. H. P. Duus and-
aðist I Kaupmannahöfn 1884.
Börn þeirra hjóna voru:
Ásta Málfríður Petrea, f. 4. des. 1876.
Málfr.'ður Sveinbjörg, f. 26. jún! 1878.
Pétur Duus f. 17. ágúst 1880, andaðist
ungur. Voru þau öll fædd í Keflavlk.
Ásta Duus giftist ekki, en Málfríður
Duus giftist H. Chr. Gether-Caspersen
yfirkennara við tekniska skólann í Kaup-
mannahöfn.
Frú Kristjana Duus stýrði verzluninni
eftir lát manns síns ásamt yngsta bróður
sínum Ólafi Ólavsen er slðar varð með-
eigandi í Duusverzlun. Hann hét fullu
nafni Ólafur Ásbjörn Sveinbjarnarson,
fæddur í Keflavík 14. apri'l 1861. Hann
varð verzlunarstjóri Duus verzlunar 1881,
er þau Duushjón fluttu alfarin til Dan-
merkur, en flutti til Kaupmannahafnar
1886. Var hann aldrei 'búsettur hér á landi
eftir það, en kom á vorin til Keflavíkur
og dvaldist þar sumarlangt. Olafur Olav-
sen var fríður sýnum og fyrirmannlegur,
gáfaður athafnamaður með vlðtæka þekk-
ingu á verzlun og viðskiftum, geðríkur,
stoltur og ósveigjanlegur.
Vöruvöndun var æðsta boðorð verzlun-
arinnar um hans daga. Allar innfluttar
vörur voru beztu tegundar. Mættu nú-
tíma kaupmenn vera stoltir af 'þeim vör-
um, er fluttar voru til Duusverzlunar.
Vefnaðarvara, er þá var kölluð álnavara,
var smekkleg og haldgóð, miðuð við þarfir
H. P. Duus, kaupmaður.
Frú Kristjana Duus.
Duushjón vel, þvl að þar á milli var náin
fólksins. Sumar tegundir álnavöru hef
ég aldrei séð betri né fallegri cn þar.
Nefni ég þar til svart klæði af beztu gerð,
kostaði alinin 4 krónur. I peysuföt þurfti
þá 4'/2 alin. Þessar 18 krónur voru mikið
fé í þá daga. Sú kona sem ætlaði að vinna
sér fyrir þessu fallcga efni, varð að vinna
röskan l/2 mánuð, 10 tlma vinnu á dag.
En þetta efni gat líka enst um tugi ára
og var alltaf jafn fallegt.
Utflutningsvaran var gjörð svo vel úr
garði, sem kostur var á. Á sumrum voru
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12