Vísbending


Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Aðrir sálmar Fræðileg umræða Það er lærdómsríkt að fylgjast með umræðum um meintar njósnir á Ís­ landi fyrir nokkrum áratugum. Þegar skjalasöfn í Austur­Evrópu voru opnuð kom í ljós að reynt hafði verið að fá nokkra Íslendinga til þess að njósna fyrir gestgjafa sína. Árni Björnsson hefur til dæmis gert ítarlega grein fyrir því hvernig óprúttnir aðilar í Austur­Berlín nýttu sér það að hann taldi að stúlka sem hann hafði áhyggjur af væri ef til vill í haldi stjórnvalda. Óttinn reyndist ástæðulaus og Stasi hafði engin not af Árna. Þeir reyndu hins vegar að fá hann til starfa. Upplýsingarnar sem þeir báðu hann um voru að vísu fánýtar og öllum aðgengi­ legar en þannig vinna leyniþjónustur oft. Rússneska óperusöngkonan Galína segir frá því í endurminningum sínum þegar hún var beðin að njósna um sam­ verkamenn sína við Bolshoj­leikhúsið. Hún var kölluð inn nokkrum sinnum og sagðist aldrei hafa séð neitt grunsamlegt. Hún var þá spurð um hvað hún hefði séð og nefndi að einn daginn hefði skák­ meistarinn Smyslov komið í heimsókn til vinar síns. Þetta var skrifað upp og hún undirritaði skýrslu sem sagði einungis að tiltekinn dag hefði Smyslov komið í leikhúsið. Hugmyndin var væntanlega sú að smám saman vendist hún við og gæti einhvern tíma sagt stjórnvöldum eitthvað gagnlegt. Ásgeir Pétursson segir sögu af því hvernig forsætisráðherrafrú Noregs var á kaldastríðsárunum hótað til þess að hún léti Rússum upplýsingar í té, en hún hafði átt í ástarsambandi við rússneskan mann. Svona var ástandið þá og það er ekkert óeðlilegt við að stjórnvöld á Íslandi hafi haft af því áhyggjur að einhverjir hér á landi kynnu að hafa ánetjast Rússum. Saga Árna Björnssonar og fleiri sannar að ástæða var til þess að óttast að haft væri samband við námsmenn og aðra sem tald­ ir voru hallir undir málstað Rússa. Því gerir Jón Ólafsson fræðimaður lítið úr því sem menn vita um vinnubrögð Rússa þegar hann segir „að samskipti sósíalista við Moskvuvaldið snerust að mestu leyti um viðskipti, fjárframlög og heimsóknir til Sovétríkjanna“. bj Bandaríkjamanna og tekjuhæsta hópsins 113% af þeim. Þetta höfðu höfundar rétti­ lega til marks um, hversu tekjuskipting er jöfn í Svíþjóð. En þá er komið að kjarna málsins: Tekjur tekjulægsta hópsins eru hærri í Bandaríkjunum en í Svíþjóð, þótt ekki muni að vísu nema einu hundraðs­ hlutfalli. Ef við tökum Rawls og fylgis­ menn hans á orðinu, þá búa Bandaríkja­ menn við réttlátara skipulag en Svíar! Bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum er ekki breitt vegna þess, að fátækt fólk hafi svo lágar tekjur, heldur vegna þess að ríkt fólk hefur svo háar tekjur. Samkvæmt línuritinu voru tekjur tekjulægsta hópsins hæstar í Sviss. Þar námu þær 55% af miðtekjum Bandaríkja­ manna. En þar eru líka margir auðmenn: Tekjur tekjuhæsta hópsins voru 185% af þessum miðtekjum. Samkvæmt útreikn­ ingum, sem ég hef gert og kynni betur á öðrum vettvangi, eru tekjur tekjulægstu 4 V í s b e n d i n g • 2 t b l . 2 0 0 7 framhald af bls. 2 og tekjuhæstu hópa á Íslandi mjög svip­ aðar og í Sviss (og á ekki að breyta miklu, að ég nota tölur frá 2004). Kjör lítilmagn­ ans eru auðvitað samkvæmt skilgreiningu aldrei góð. En þau gerast óvíða betri en á Íslandi, þótt tekjuskipting hér hafi orðið ójafnari en hún var áður. Myndi Rawls ekki vilja búa hér? Tekjumunur er sam­ kvæmt kenningu hans réttlætanlegur, ef kjör hinna verst settu eru eins góð og auðið er. Er þess vegna ekki óhætt að taka jafnaðarmenn á orðinu? Heimildir: Stefán Ólafsson: „Lífskjör aldraðra“ (erindi á baráttufundi í Háskólabíói 16. maí 2006); Gögn frá Michael Förster, O. E. C. D.; The State of Working America (Institute for Policy Studies, Washington DC, 2006); John Rawls: A Theory of Justice (Harvard University Press, Cambridge, Mass., 1971). framhald af bls. 3 talsverðu leyti fyrir opnum tjöldum. Ekki er gert ráð fyrir því að aðalfundur ákveði fjárhæð launa heldur að hann sé upplýstur um heildargreiðslur á liðnu ári og að hann viti um uppbyggingu launakerfisins. Önnur mál Auk þessara atriði kveða lögin á um að halda megi hlutahafafundi rafrænt. Í því felst væntanlega að menn geta setið fyrir framan tölvuskjá og fylgst með því sem gerist á fundinum, fengið upplýsingar um þau skjöl sem liggja fyrir honum og greitt atkvæði um tillögur sem fram eru lagðar. Þetta þýðir að hluthafi sem stadd­ ur er erlendis eða forfallaður af einhver­ jum orsökum getur tekið þátt í fundum og jafnvel tekið til máls. Þetta krefst þess að félögin hafi yfir að ráða öflugum tækni­ búnaði, ekki síst til þess að tryggja að hluthafi sem ekki er á fundinum sé sá sem hann segist vera. Mikilvægt er ákvæðið sem segir að félögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði sé skylt að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá hluthafafundar, bréflega eða rafrænt. Undanþága er veitt frá þessu ákvæði til 1. júlí 2007, þ.e. fram yfir þá aðalfundahrinu sem nú er fram undan. Önnur ákvæði laganna fjalla fyrst og fremst um að ekki þurfi jafnstóran hóp hluthafa og áður til þess að setja fram kröf­ ur af ýmsu tagi, til dæmis um rannsóknir á meintu misferli og fleiru. Oftast gera lög­ in ráð fyrir því að miðað sé við að 10% hluthafa geti gert slíkar kröfur. Full ástæða er til þess að forráðamenn fyrirtækja kynni sér þessar lagabreytingar mjög vel áður en þeir halda aðalfundi vegna ársins 2006. og dýrt tapast peningar en ef núverandi húsnæði leyfir engan vöxt tapast líka tekjur. Best er að nýja húsnæðið passi vel og tekjur aukist eins og að var stefnt. Hverjir taka ákvarðanir? Hér að framan hefur athyglinni verið beint að forstjórum sem þurfa að taka ákvarðanir sem hafa mjög mikil áhrif. Reynslan sýnir að þeir sem eiga auðvelt með að taka stórar ákvarðanir eru yfirleitt ekki að velta smærri ákvörðunum á und­ an sér. Nánast hver einasti maður þarf að ákveða sig oft á hverjum degi. Menn framhald af bls. 1 fá fyrirspurnir sem þarf að svara. Verk­ efni er hægt að vinna í dag eða láta þau bíða til morguns. Eigum við að nenna að fara í líkamsrækt í dag þó að við séum dauðþreytt? Er skynsamlegt að kaupa súkkulaðistykki við búðarkassann? Allir kannast við að hafa tekið auðveldu ákvörðunina við slíkar kringumstæður þó að þeir viti að hún er ekki sú besta. Það er ágætt að byrja á því að æfa sig á því að takast á við einfaldan vanda sem mætir manni frá degi til dags. Þeir sem ekki geta tekið einfaldar ákvarðanir eiga ekkert betra með að taka þær flóknu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.