Vísbending


Vísbending - 01.02.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.02.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Aðrir sálmar Skýrslan frá matsfyrirtækinu Moody’s um lánhæfismat ríkissjóðs hefur vak- ið athygli og umræður um hana hafa jafn- vel náð inn á Alþingi. Ein helsta áhætta sem steðjar að þjóðarbúinu skv. skýrsl- unni er að bankarnir komist í þrot og þá reyni á ríkið. Forsætisráðherra fjallaði um málið og sagði það rangt, sem fram hefði komið í fréttum, að það væri niðurstaða Moody’s að best væri að íslensku bank- arnir flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Hvorki væri mælt með því í skýrslunni eða hvatt til þess. Þetta er rétt hjá ráðherr- anum. Hins vegar má velta því fyrir sér hvers konar vanda bankarnir gætu lent í. Annars vegar gæti eiginfjárstaða þeirra orðið svo erfið að óhjákvæmilegt væri að bæta hana með hlutafjáraukningu. Þetta hafa stórir bandarískir bankar þurft að gera að undanförnu og alls ekki er hægt að útiloka að slíkt gerist hér. Sú áhætta virðist hins vegar ekki vera yfirvofandi. Lausafjárstaða bankanna er hins vegar nærtækari vandi. Þar hefur Seðlabanki Íslands ákveðnu hlutverki að gegna og hugsanir manna að undanförnu felast í því hvort íslenski seðlabankinn sé nægi- lega stór til þess að valda því hlutverki því að þar er um miklu hærri fjárhæðir að tefla. Ekki er óeðlilegt að velta fyrir sér getu Seðlabankans til þess nú þegar almennu bankarnir hafa stækkað mikið og eign Seðlabankans hefur ekki aukist í réttu hlutfalli við stækkun þeirra. Einn helsti kosturinn við einkavæð- ingu bankanna er að með henni ber rík- issjóður ekki lengur formlega ábyrgð á þeim. Sú ábyrgð var raunveruleg eins og menn kynntust þegar setja þurfti fjóra milljarða króna í Landsbanka Íslands á tíunda áratugnum. Nú virðist hins veg- ar gefið undir fótinn með það að ríkið beri enn á þeim ábyrgð, óbeina að þessu sinni. Forsætisráðherra vék einnig að þessu: „Það stendur [í skýrslu Moody’s] að ef þeir myndu gera það, ef þeir færu úr landi, þá myndi óbeina ábyrgðin, sem talin er hvíla á ríkissjóði vegna starfsemi þeirra, minnka.“ Sú tilhugsun er ekki góð að ríkið beri ábyrgð á einhverju sem það á ekkert í og fær ekkert fyrir að bera ábyrgð á. bj 4 V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 0 8 Mood­y blús­framhald af bls. 3 kallast gæti íslensk fyrirtækjamenning og að þau menningareinkenni séu áberandi í fyrirtækjum, óháð starfsemi eða starfs- vettvangi. Til að fá það staðfest enn frekar er mikilvægt að mæla frekar menningu ís- lenskra fyrirtækja og er þar mikilvægt að velja bæði fyrirtæki sem flokka má sem út- rásarfyrirtæki, sem og fyrirtæki, og jafnvel stofnanir, sem ekki flokkast sem slík. V Int­eg­rat­ion) en fyrirtæki C fær 71 í þeirri vídd. Þegar myndirnar eru bornar saman má sjá að menningarprófíllinn er nokkuð svip- aður hjá öllum fyrirtækjunum. Fyrirtæk- in fá hæstu og lægstu einkunnina í sömu víddunum og einkunnirnar í öðrum vídd- um eru einnig svipaðar. Það er því margt sem bendir til þess að til sé eitthvað sem Þegar það var tilkynnt um miðjan ágúst síðastliðinn að Kaupþing hefði keypt hollenska bankann NIBC ríkti mikil gleði hér á landi. Enn einu sinni hafði verið sett nýtt met við yfirtökur og það leyndi sér ekki að með kaupunum var verið að stíga yfir nýjan þröskuld í sókn Kaupþings inn á alþjóða- markaði. Sigurður Einarsson stjórnarfor- maður orðaði það svo að við þessi kaup færðist Kaupþing upp um deild. Kaup- verðið var tæplega þrír milljarðar evra, sem nemur um 30% af vergri landsfram- leiðslu Íslands. Með kaupunum opnuðust nýir markaðir fyrir íslenska bankann. Ó­vis­s­a­ Í ágúst datt örugglega engum Íslendingi annað í hug en að kaupin myndu ganga hratt og vel í gegn. Kaupþing hafði áður sýnt að það gat gleypt stóra bita og ekki virt- ist ástæða til þess að ætla að þessi stæði í fyrirtækinu heldur. Glöggir menn sáu þó að skuldatryggingarálag bankans hækkaði og stefndi upp á við á haustmánuðum. Í nóvember var óvissan um kaupin orðin slík að Kaupþing gaf út sérstaka fréttatilkynningu til þess að undirstrika að kaupin myndu gang í gegn og búið væri að sölutryggja hlutafjárútboð í fé- laginu. Í Morgunblaðinu sagði þann 27. nóvember: „Miklar vangaveltur hafa ver- ið uppi á undanförnum vikum um stöðu Kaupþings og hefur tvennt þá verið efst á baugi, annars vegar hvort bankanum tækist að fjármagna kaup sín á NIBC og hins vegar hver áhrifin af hrollinum á láns- fjármörkuðum heimsins yrðu af afkomu Kaupþings. Þessir óvissuþættir leiddu til þess að gengi hlutabréfa bankans hefur Erfið­ ák­vörð­un lækkað mikið að undanförnu og skulda- tryggingaálagið færst með ógnarhraða upp á við en nú er óvissunni eytt sem verður að teljast afar jákvætt.“ Hug­rek­k­i Eftir þetta töldu flestir að málið væri í höfn en aðstæður á mörkuðum versnuðu enn. Forráðamenn Kaupþings urðu að setjast enn einu sinni yfir málið. Ljóst var að það myndi hlakka í mörgum eftir að fyrirtækið hafði ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar, lýst því yfir að það myndi kaupa hollenska bankann. Á móti kom að aðstæður á mörkuðum buðu ekki lengur upp á að kaupin væru hagstæð. Í sumar var gengi hlutabréfa í Kaupþingi hátt en í millitíðinni hafði það lækkað mikið og hlutabréf í félaginu voru ekki eins spenn- andi gjaldmiðill og áður. Á sama tíma varð lánsfé dýrara og það þrengdi að þeim sem ætluðu að sölutryggja útboðið. Sumir hafa talað um að Fjármálaeftir- litið hafi komið í veg fyrir yfirtökuna með því að gefa í skyn andstöðu með spurn- ingaflóði. Ekki er ástæða til þess að eigna eftirlitinu þessa ákvörðun. Stjórnendur bankans tóku hana örugglega með því að meta stöðuna af yfirvegun. Á undanförnum árum hafa stjórnend- ur Kaupþings oft fengið lof fyrir djörfung í sókn fram á völlinn. Nú draga þeir sig til baka jafnvel þó að þar með missi þeir af tækifæri til þess að komast í nýja deild. Það þarf dug til þess að taka áhættu í út- rásinni en það þarf ekki minni kjark til þess að hætta við þegar aðstæður bjóða ekki lengur upp á sóknarleik. V Á undanförnum árum hafa stjórnendur Kaup­þings oft fengið lof fyrir djörfung í sókn fram á völlinn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.