Vísbending


Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 8 3 Gullkorn frá­ OECD Framhald á bls. 4 Í smellnu sjónvarpsleikriti eftir Davíð Oddsson hafði aðalsöguhetjan það eftir ömmu sinni að allt gott kæmi frá guði. Söguhetjan sem var lítill drengur skildi þetta svo að guð útdeildi sælgæti. Lengi vel var það svo að helstu umbæt- ur á efnahagsmálum og stjórnsýslu hér á landi urðu vegna þess að Ísland er aðili að alþjóðasamstarfi. Stjórnmálamenn hafa orðið að taka upp nýja siði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Efnahags- og framfarastofnun (OECD) hefur um árabil skrifað skýrslur um Ísland. Skýrslurnar byggjast á jákvæðri gagn- rýni og eru hollt lesefni fyrir stjórnmála- menn. Ekki er hægt að saka stofnunina um annarleg viðhorf eða persónuleg mark- mið, en innlend gagnrýni er stundum afgreidd með þeim hætti. Rauði þráðurinn í nýjustu skýrslu stofnunar- innar er efnahagslegt frjálslyndi, varfærni og minnkuð ríkisumsvif. Sannkallað sæl- gæti fyrir áhugamenn um efnahagsmál. Hér á eftir er stiklað á stóru um nokkur þau atriði sem komið er inn á í skýrslunni. Stjórnmá­lamenn virði Seðlabankann Skýrsluhöfundar hafa trú á vaxtastefnu Seðlabankans og vilja undirstrika sjálf- stæði hans. Þeir segja: „Það þarf að koma skýrt fram að Seðlabankinn hiki ekki við að herða aðhald í peningamálum enn frekar ef nauðsyn krefur til að halda verðbólguvæntingum við verðbólgumark- miðið. Til að styðja við trúverðugleika peningastefnunnar væri það hjálplegt ef aðilar í ríkisstjórn virtu sjálfstæði Seðla- bankans við að marka stefnuna. ... Önnur breyting væri einnig æskileg, þ.e. að­ endur- skoð­a að­ferð­ina sem notuð­ er við­ að­ reikna kostnað­ við­ eigið­ hú­snæð­i í þeirri verð­mæl- ingu sem markmið­ið­ byggist á. Eins og málum er háttað nú, eru veðlánavextir reiknaðir inn í kostnað við eigið húsnæði. Hækkun veðlánavaxta hefur því þau óheppilegu áhrif að kalla á meira aðhald í peningamálum og hækka mælingu verðbólgu. Erfitt verður að nota aðferð leigujafngildis fyrir eigið húsnæði þar eð leigumarkaðurinn á Íslandi er frekar lítill. Samt verður að taka á þessu máli, e.t.v. í samhengi við hliðstæða vinnu í Evrópusamstarfinu. Ef verðmælingunni verður breytt, leiðir það auðvitað til þess að endurskoða verður sjálft verðbólgu- markmiðið.“ Þetta rímar við nýlega grein í Vísbendingu. Í sömu andrá er vikið að öðrum banka ríkisins, Íbúðalánasjóði, sem oft virðist vinna gegn stefnu Seðlabankans. Sagt er: „Endurskoða þarf Íbúðalánasjóð sem nú skekkir dreifingu fjármuna og dregur úr skilvirkni peningamálastefnunnar og eykur þar með þjóðhagslegt ójafnvægi. Í hið minnsta ætti sjóðurinn að greiða gjald fyrir ríkisábyrgð. ... Íbú­ð­alánasj­óð­ur þarf að­ starfa í frið­i fyrir inngripum stj­órnvalda og á ekki að­ taka ákvarð­anir sem torvelda peningastefnunni að­ við­halda stöð­ugleika. Í grundvallaratriðum kemur tilvera Íbúða- lánasjóðs, sem getur tekið lán á lægri vaxtakjörum vegna ríkisábyrgðar, í veg fyrir jafna samkeppni og bjagar ráðstöfun fjármuna með niðurgreiðslu íbúðafjárfest- inga.“ Þarna er vikið að því að stjórnmála- menn hafa notað sjóðinn til þess að kaupa sér vinsældir til skamms tíma. Hagkvæmni í heilbrigðisgeiranum Margir stjórnmálamenn tala þannig að aldrei megi hagræða í heilbrigðismálum og kenna áform um slíkt við einkavæð- ingu. Höfundar OECD-skýrslunnar eru hvorki feimnir við einkaframtakið né hag- kvæmni. Þeir segja: „Greiða þarf fyrir aukinni þátttöku einkageirans sem nú nær aðeins yfir fjórðung af þeirri heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er af hinu opinbera. ... Huga þarf að aukinni kostnaðarþátttöku sjúkl- inga til að koma í veg fyrir að samkeppni milli þjónustuaðila, í umhverfi þar sem kostnaður sjúklings er lítill sem enginn, leiði til ofneyslu heilbrigðisþjónustu. Styrkja þarf hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, koma þarf á útgjaldaþaki fyrir hið opinbera, gera þarf átak í kostnaðarskilvirkni á helstu þjón- ustusviðum og koma þarf á verktengd- um fjármögnunarleiðum. Draga þarf úr notkun á dýrri spítalaþjónustu og auka skilvirkni hennar. Aðgerða er þörf til að minnka hinn mikla kostnað af lyfjum með því að hvetja til notkunar samheitalyfja. ... Afnema ætti hömlur á þjónustu einka- aðila, en hlutur hans nemur um fjórðungi í heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er af opinberum aðilum. Opna ætti heilbrigðis- geirann fyrir samkeppni.“ Þessi hvatning að utan fellur vel að stefnu núverandi ríkis- stjórnar. Stefnumörkun? Í skýrslunni eru ýmsar þarfar ábending- ar til stjórnmálamanna. Skoðum nokkrar þeirra: • Ljóst er að skattalækkanirnar snemma árs 2007 hafi dregið úr aðhaldi ríkisfjármála of fljótt. Þótt jöfnuður á fjármálum hins opinbera sé enn jákvæður, virðist hann hafa slaknað. • Æskilegt er að draga úr áformum um opinberar fjárfestingar. Mikilvægt er að halda aftur af hækkun launa- kostnaðar í opinbera geiranum í kom- andi kjarasamningum. Sveitarfélög hafa sýnt enn minna aðhald en ríkið er þau hafa beint óvæntum tekjuauka til útgjalda á uppgangstímum. • Stóriðjuframkvæmdir eru í eðli sínu áhættusamar. Jafnvel þótt þær virðist ábatasamar, geta þær stofnað til talsverðrar skuldaábyrgðar fyrir rík- issjóð. Skortur á gagnsæi gerir ókleift að greina hvort orkufyrirtæki nái inn ásættanlegum arði af notkun náttúru- auðæfa, umhverfiskostnaði og þeirri áhættu sem þau taka. • Mest af raforkuframleiðslu landsins er í höndum Landsvirkjunar sem er í ríkiseigu. Orkugeirinn er verndaður

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.