Vísbending


Vísbending - 18.07.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.07.2008, Blaðsíða 1
þess að á vefsvæðinu icelandreview.com sem fyrirtækið heldur úti, birtist frétt af því að stjórnarformaður Kaupþings ásakaði nokkra nafngreinda vogunarsjóði um að hafa komið af stað ósönnum kjaftasögum um Ísland til þess að sjóðirnir græddu. Þó svo að fréttin væri orðrétt þýðing á frétt annars fjölmiðils og auk þess höfð eftir nafngreindum manni hótaði lögfræðistofan því að sækja eiganda vefsvæðisins til saka nema fréttin yrði fjarlægð. Eftir vandlega yfirlegu var ákveðið að taka nöfn sjóðanna út og setja í staðinn nafn þess manns sem krafðist þess að birtingu yrði hætt. Íslenskir auðmenn hafa líka beitt fyrir sig almannatengslafulltrúum sínum til þess að reyna að hafa áhrif á umfjöllun blaða Heims. Sem dæmi má nefna að einn starfsmaður Heims setti fram þá kenningu á opinberum fundi að stórt íslenskt fyrir- tæki kynni að verða sameinað erlendu fyrirtæki eftir að það yrði einkavætt. Blaðafulltrúi íslensks auðhrings hringdi í starfsmanninn og sagði að „menn vildu ekki að talað væri með þessum hætti.“ Annar fulltrúi stórs íslensks fyrirtækis hringdi á skrifstofur Heims og sagðist hafa heyrt að í viðtali sem birtast ætti í Frjálsri verslun talaði viðmælandinn um fyrirtæki það sem fjölmiðlafulltrúinn vann fyrir. Hann krafðist þess að viðtalinu yrði breytt. Það var ekki komið frá blaðamanni þegar fjölmiðlafulltrúinn hringdi. Engar breytingar voru gerðar. Þessi dæmi sýna að Íslendingar eru ekki ónæmir fyrir því að auðmenn og fulltrúar þeirra reyni að skerða málfrelsið. Jafnvel í dæmum þar sem meiðyrði koma hvergi nærri. Til þess að koma í veg fyrir það að hérlendis verði beitt „ensku aðferðinni“ ættu Íslendingar hiklaust að setja í lög svipuð ákvæði og bandarísku þingmennirnir tveir leggja til. Þá væri stigið stórt skref til að verja málfrelsi hér á landi. 18. júlí 2008 26. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Málfrelsi er mikil-vægt og það má ekki hopa fyrir auð- magninu. Matarverð hefur hækkað mikið að undan förnu. Frelsi í viðskiptum er lausnin. Fasteignaverð er hærra en það þyrfti að vera vegna skipulagshamla. Forseti Íslands sagði frá því hvernig hann leyfði öðrum að fá heiðurinn af þjóðarsáttinni. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Aðför auðmanna að málfrelsi V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 8 1 hann málinu. Íslenskir dómstólar þurftu ekki að taka afstöðu til fullnustu dómsins, því að í ljós kom, að Hannesi hafði ekki verið stefnt eftir réttum reglum, svo að dómurinn var ógiltur. Jón má hins vegar samkvæmt sérstökum úrskurði breskra dómstóla hefja málið aftur og fá annan dóm, og mun þá fullnusta slíks dóms koma til kasta íslenskra dómstóla. Lausn? Þingmennirnir Specter og Lieberman leggja fram frumvarp um það, að bannað verði að fullnusta meiðyrðadóma yfir bandarískum þegnum frá dómstólum utan Bandaríkjanna, ef ekki er um meiðyrði að ræða skv. bandarískri löggjöf. Frumvarpið, verði það að lögum, leyfir bandarískum höfundum og útgefendum að stefna þeim útlendingum sem fara í meiðyrðamál gagngert til þess að hindra málfrelsið. Menn halda því fram að meiðyrða- löggjöf Breta hafi á sínum tíma verið sett til þess að minnka hættu á því að skrifað væri með neikvæðum hætti um aðalinn. Lögin eru býsna beitt. Þegar blaða- mönnum og útgefendum er hótað með málsókn sjá þeir fram á að eyða í málaferli löngum tíma og miklum peningum, jafnvel þó að þeir vinni á endanum málið. Því er auðveldasta leiðin sú að bakka. Dæmi eru um það að bækur hafi verið innkallaðar úr bókabúðum í Bretlandi og þeim svo eytt. Jafnvel hefur verið óskað eftir því við bókasöfn að þau eyðileggi bækur. Bóka- brennur heyra því alls ekki sögunni til. Hvað um Ísland? Í fljótu bragði gætu menn haldið að þetta mál hefði litla praktíska þýðingu hér á landi. Málaferli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi H. Gissurarsyni sýna þó að íslenskir þegnar geta lent í málum af þessu tagi. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ensk lögfræðistofa samband við Heim hf. (útgefanda Vísbendingar) vegna Frelsi til orðs og athafna eru horn- steinar lýðræðisríkjanna. Þróunin undanfarna áratugi hefur verið í þá átt að athafnafrelsið hefur stöðugt aukist. Á sama tíma er margt sem bendir til þess að ritfrelsið sé stöðugt að minnka. Ein ástæðan er sú að auðmenn beita réttarkerfinu og dýrum lögmönnum fyrir sig. Í Bandaríkjunum hafa tveir öldungadeildarþingmenn nú lagt fram frumvarp til þess að stemma stigu við misbeitingu dómstóla gegn málfrelsi. Málfrelsi? Frelsið sjálft er vandmeðfarið því að frelsi þýðir ekki að menn geti gert það sem þeim sýnist án þess að skeyta um aðra. Frelsi eins má ekki bitna á öðrum í þeim skilningi að hægt sé að saka menn um hvað sem vera skal. Menn bera ábyrgð á orðum sínum. Ákveðnir fjölmiðlar hafa verið þekktir að því að láta ýmislegt vaða án þess að hafa heimildir í lagi. Menn þekkja slíkt úr íslenskum fjölmiðlum. Enskir dómstólar eru þekktir að því að hafa gengið miklu lengra en aðrir í því að dæma menn í þungar fésektir vegna ummæla. Þeir krefjast þess að menn geti sannað ummæli sín og leggja þunga sönnunarbyrði á fjölmiðla. Öldungadeildarþingmennirnir Arlen Specter og Joe Lieberman skrifuðu grein í Wall Street Journal þann 14. júlí síðastliðinn. Þar segja þeir frá því að gefin hafi verið út bók í Bandaríkjunum um fjármögnun á hryðjuverkum árið 2003. Í gegnum vefsvæði voru 23 eintök seld til Englands. Bankamaður frá Saudi-Arabíu kærði höfundinn fyrir enskum rétti. Höfundurinn, Rachel Ehrenfeld, mætti ekki fyrir réttinn og var dæmdur í 250 þúsund dala sekt (um 20 milljónir ISK). Auk sektar þurfa þeir sem tapa slíkum málum að greiða málskostnað þess sem vinnur málið. Hér á landi þekkja menn vel málaferli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi H. Gissur- arsyni fyrir enskum dómstólum. Hannes mætti ekki þegar málið var fyrst tekið fyrir og eins og bandaríski rithöfundurinn tapaði

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.