Vísbending


Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 8 Er ferðaþjónusta vonarpeningur?* Fyrir um það bil tuttugu árum var eitt helsta viðfangsefni stjórnmálamanna að finna upp nýjar atvinnugreinar fyrir lands- byggðina. Fiskeldi og loðdýrarækt skildu dreifbýlið eftir veikara en það var fyrir. Ferðamennskan virtist alltaf skásta grein sem stjórnmálamenn vildu styrkja. Hótel hafa sprottið upp eins og gorkúlur og víða um landið hafa verið búin til áhugaverð söfn og boðið upp á ýmiss konar ferðir og ferðaþjónustu. Ár frá ári fjölgar ferðamönnum sem koma til Íslands. Að vísu virðist svo sem að þrengi í útlöndum líka því að ekki hefur orðið teljandi aukning í ár. En skiptir það mestu? Vegna þess að krónan hefur tapað verðgildi sínu eru þeir sem hingað koma kaupglaðari en áður og eyða meiru í krónum talið. Eitt af því sem einkennir umræður manna um ferðamennsku er spurningin: Hve mikið fjölgar ferðamönnum ár frá ári? Hvað eru gjaldeyristekjur af ferðamönnum stór hluti þjóðarbúsins? En fáir spyrja hver hagnaðurinn sé af ferðamennsku. Hverjir reka ferðaþjónustu? Þeir eru mjög margir sem bjóða innlendum og erlendum ferðamönnum þjónustu. Flugfélög og ferðaskrifstofur bjóða ferðatíðni sem stóreykur lífsgæði í búa á Íslandi. Flugrekstur hefur ekki gengið vel að undanförnu. Til dæmis hefur komum farþega til landsins fækkað á árinu. Í þessari grein munum við þó ekki staðnæmast við þennan rekstur. Fjölmargir aðilar reka veitingahús og tíðar nafnabreytingar gefa til kynna að það sé hægara sagt en gert að græða á veitingarekstri. Þó má ekki gleyma því að hérlendis eru nokkur veitingahús sem hafa gengið árum saman undir merkjum sömu eigenda. Hótelrekstur er dýr og alþekkt er sú staðhæfing að hótel geti ekki gengið nema hafa farið tvisvar eða þrisvar á hausinn. Með öðrum orðum: Hótelrekstur ber ekki fjárfestingu í hótelbyggingum. Margir bændur hafa breytt húsnæði sínu í hótel sem þeir reka á sumrin eða jafnvel allt árið. Reynslan bendir til þess að jafnvel þó að slíkur rekstur hafi framlengt dvöl margra í dreifbýli sé mjög erfitt að láta hann standa undir fjárfestingunni sem að baki honum er og greiða jafnframt viðunandi laun. Auk þessara aðila eru fjölmargir sem bjóða upp á margs konar þjónustu fyrir ferðamenn, ferðir af ýmsu tagi, söfn og aðra skemmtun. Að undanförnu hafa nokkrir frumkvöðlar til dæmis boðið upp á sportveiði frá bátum. Litlar upplýsingar eru um afkomu þessara aðila allra en í sumum tilvikum eru þeir styrktir af sveitarfélögum. Tekjur og hagnaður Gistinóttum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum eins og sést á mynd 1. Árið 1997 voru þær innan við fjögurhundruð þúsund fyrstu sjö mánuði ársins en voru um áttahundruð þúsund í ár á sama tíma. Nær alla fjölgunina má rekja til erlendra ferðamanna. Hins vegar hefur nýting á hótelum ekki aukist vegna þess að mjög mikið og vaxandi framboð er á hótelherbergjum. Mynd 1: Fjöldi gistinótta fyrstu sjö mánuði ársins 1997-2008 *vonar-peningur: kk e-! sem lítils er a! vænta af, e-! sem brug!i! getur til beggja vona um (Íslensk or!abók 2002) Mynd 1: Fjöldi gistinótta fyrstu sjö mánu!i ársins 1997-2008 Í fyrsta sinn í áratug stendur fjöldi gistinótta í sta!. Heimild: Samtök fer!a"jónustunnar Mynd 2: Velta í hótel og veitingahúsarekstri 1998-2007 Veltan hefur nær tvöfaldast. Fast ver!lag 2007. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar Í fyrsta sinn í áratug stendur fjöldi gistinótta í stað. Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar. *vonar-penin ur: kk e-! sem lítils er ! vænta af, e-! sem brug!i! getur til beg ja vona um (Íslensk o !abók 2002) Mynd 1: Fjöldi gistinótta fyrstu sjö mánu!i ársins 1997-2008 Í fyrsta sinn í áratug stendur fjöldi gistinótta í sta!. Heimild: Samtök fer!a"jónustunnar Mynd 2: Velta í hótel og veitingahúsarekstri 1998-2007 Veltan hefur nær tvöfaldast. Fast ver!lag 2007. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar Veltan hefur nær tvöfaldast. Fast verðlag 2007. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar. Mynd 2: Velta í hótel og veitingahúsarekstri 1998-2007

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.