Vísbending


Vísbending - 13.02.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.02.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 7 . t b l . 2 0 0 9 3 Það er gömul speki og ný að þegar efnahagurinn kólnar og efnahagslægð myndast þá eigi hið opinbera að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir og vera rekið með halla til þess að halda efnahagslífinu gangandi. Þessa hugmyndafræði má rekja til bókarinnar „Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga“ (e. „The General Theory of Employment, Interest, and Money“) eftir John Maynard Keynes og er hún oft nefnd Keynsismi. Það er að vísu erfitt að segja hvaða skoðanir voru í rauninni hans sbr. eftirfarandi tilvitnun í Winston Churchill: „Ef þú setur tvo hagfræðinga saman í herbergi færðu tvær skoðanir, nema annar þeirra sé Keynes, þá færðu þrjár.“ Við skulum þó láta þetta liggja á milli hluta. framhald á bls. 4 að jafna hagsveiflur gætu þau til dæmis sett þak á það hve háir tekjuskattar mættu vera í stað þess að ákveða eina tölu. Það væri svo hægt að hafa það í höndum sjálfstæðra stofnana að ákveða skattahlutfallið að hverju sinni og skatttekjur umfram miðgildið færu í sérstakan sjóð sem hægt væri að ganga á þegar kæmi að efnahagslægð. Ekki er fýsilegt að hafa slíkar ákvarðanir í höndum stjórnmálamanna, því að þeir láta oft undan þrýstingi um að lækka skatta og veita meiri þjónustu á meðan góðæri ríkir. Skattalækkun ætti að hafa enn meiri áhrif á neysluhegðun einstaklinga ef hún er tímabundin fremur en varanleg, því að fólk hefur minna uppúr því að spara ef það býst við hærri skatti síðar. Sjálfur tók Keynes vel í hugmyndir sem James Meade setti fram um misháan tekjuskatt árið 1942 og virðist því hafa skipt um skoðun frá því sem áður var. Hins vegar virðast ríkisútgjöld ennþá vera vinsælli meðal hagfræðinga en skattalækkanir. Nútímaskoðanir Gauti Eggertsson, hagfræðingur hjá seðlabankanum í New York, hefur sýnt fram á að ef að stýrivextir eru nálægt núlli, eins og þeir eru nú t.d. í Bandaríkjunum, þá horfi málið öðruvísi við samkvæmt keynesískum líkönum. Skattalækkanir muni í raun hafa neikvæð áhrif og geta því dýpkað kreppuna, en aukin útgjöld muni örva efnahaginn enn meira en ella. Ekki sé hægt að taka ákvörðun útfrá fyrrnefndum rannsóknum, þar sem engar þeirra styðjist við gögn frá tímum þegar stýrivextir voru svo nálægt núlli. Því beri heldur að styðjast við líkön. Gauti viðurkennir að samkvæmt líkaninu eigi í raun að hækka tekjuskatta í BNA, en hann sé hins vegar hikandi við að mæla með því. Einnig er umdeilt hvort ríkið eigi yfir höfuð að standa í því að jafna út hagsveiflur. Fyrir því eru tvær ástæður helstar. Annars vegar vegna þess að aðgerðir af hálfu ríkisins taka of langan tíma. Stjórnmálamenn þurfa að ná samstöðu um hvað á að gera, og hugsanlega þarf miklar rannsóknir og djúpa greiningu áður en áætlun liggur fyrir. Þegar framkvæmdir eru loks hafnar getur svo liðið nokkur tími þangað til efnahagsleg áhrif koma fram. Þegar áhrifin koma svo fram er hugsanlegt að landið sé statt annars staðar í hagsveiflunni en ætlað var og því hafi aðgerðirnar í raun önnur áhrif en stefnt var að. Erfitt getur verið að spá langt fram í tímann og hagspár vanmeta oft bæði efnahagslægðir og efnahagslegan bata. Hin ástæðan snýst um hagkvæmni. Allur halli sem myndast á ríkissjóði við útgjaldaþenslu leiðir til skulda sem þarf að greiða. Erfitt getur verið fyrir stjórnvöld að finna góð verkefni á skömmum tíma. Ef útgjöldin fara að mestu í óþarfar framkvæmdir skapast engin ný verðmæti til þess að greiða upp skuldirnar. Jafnvel þótt landsframleiðsla ykist að nafninu til er ekki víst að samsvarandi verðmæti skapist í raun. Japanir lentu í slíku. Í lok níunda áratugarins sprakk hjá þeim fasteignabóla. Til þess að halda efnahagnum gangandi fór japanska ríkisstjórnin í margs konar framkvæmdir, margar hverjar mjög óhagkvæmar. Jafnvirði hundraða milljarða króna var veitt í vega- og stíflugerðir, hafnir, skólabyggingar, fangelsi og fleira. Mikið af fénu nýttist mjög illa og áhrifin voru minni en vonir voru bundnar við. Því fór peningurinn fyrir lítið. Skuldirnar héldu þó áfram að hlaðast upp og fóru upp í 180% af landsframleiðslu. Þær hafa reynst Japönum þungur baggi. Japan má vera öðrum víti til varnaðar að þessu leyti. Það þarf að ráðast í kostnaðar- og Sveiflujafnandi aðgerðir hins opinbera John Maynard Keynes. Kenningar Keynes Keynsisminn virtist lengi vel hafa orðið undir í baráttu hugmynda, en undanfarin þrjátíu ár hefur almenna viðhorfið verið að hið opinbera ætti að skipta sér sem minnst af efnahagsmálum. Á síðustu misserum hefur hann hins vegar dúkkað upp aftur. Það kristallast meðal annars í því að vestrænar ríkistjórnir hafa hrundið af stað stórtækum aðgerðum til að örva efnahagslífið. Þó er margt umdeilt í þessum efnum. Í fyrsta lagi eru skiptar skoðanir um það hvers konar aðgerðir séu best fallnar til þess að örva efnahaginn. Markmiðið hlýtur að vera að örva efnahagslífið sem mest með sem minnstum tilkostnaði. Samkvæmt keynsískum líkönum munu aukin útgjöld ríkisins hafa töluvert meiri áhrif en skattalækkanir. En hvað segja gögnin? Ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að skattalækkanir hafi meiri áhrif á efnahaginn en aukin ríkisútgjöld. Ef yfirvöld vildu nota skattkerfið til þess Ef útgjöldin fara að mestu í óþarfar framkvæmdir skapast engin ný verðmæti til þess að greiða upp skuldirnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.