Vísbending


Vísbending - 20.02.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.02.2009, Blaðsíða 1
20. febrúar 2009 8. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu virðist hafa gleymst að undanförnu. Skuldir heimilanna eru eitt alvarlegasta vandamál samfélagsins núna. Bent er á lausnir. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu. Verður hún vandamál á Íslandi? Hvenær verður næst valinn uppáhalds- auðmaðurinn á Íslandi? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 9 1 Fyrir um það bil mánuði virtist umræðan um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu mál málanna á Íslandi. Það er kannski ofmælt því að bankahrunið skyggði auðvitað á allt annað, en Samfylkingin hótaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki á landsfundi að ganga til viðræðna við Evrópusambandið. Bæði Samfylking og Sjálfstæðismenn efndu til fundaherferðar um landið til þess að ræða Evrópumálin. Framsóknarmenn ályktuðu á sínu flokksþingi að eðlilegt væri að ganga til viðræðna að uppfylltum ýmsum skilyrðum (sem reyndar jafngiltu úrsögn úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en skrifum það á ungæðishátt). Ákveðinn hluti Sjálfstæðisflokksins snerist hart gegn aðild. Björn Bjarnason sagði í útvarpsviðtali í janúar að með aðild að EES hefðu Íslendingar náð öllum kostum við aðild að ES, með fullri aðild bættust aðeins gallarnir við. Í grein í Morgunblaðinu þann 10. febrúar sagði Björn hins vegar: „Sé einhverri einni pólitískri stórákvörðun um að kenna, þegar litið er til bankahrunsins, er það aðildin að evrópska efnahagssvæðinu, sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur talið stærstu rauðu rósina í hnappagati sínu.“ Björn virðist því nú vera á þeirri skoðun að EES-aðildinni fylgi veigamiklir gallar, gallar sem hafa leitt yfir þjóðina meiri ógæfu en dæmi eru um á síðari áratugum. Hver er staðan núna? Eftir að ný ríkisstjórn tók við hefur Samfylkingin ekki lengur sett ES-umsókn í forgang. Fyrir mánuði var stjórnarsamstarfi sem ekki stefndi að ES-aðild „sjálfhætt“ að mati formanns Samfylkingarinnar. Nú sitja helstu andstæðingar Evrópusambandsins á ráðherrastólum í boði Samfylkingar og framsóknamanna. Ekki eru miklar umræður um málið nema nýr utanríkisráðherra segir að við stjórnarskiptin hafi menn færst „hænufeti“ nær ES. Það hænufet hefur ekki verið stigið enn að því að best verður séð. Ekki er gott að átta sig á því hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir. Hópur sem nefndur hefur verið Heimastjórnarflokkurinn Er Evrópuumræðan gleymd? 2 4 hefur tekið mjög einarða afstöðu gegn Evrópusambandinu. Ekki aðeins gegn þeirri Evrópu sem blasir við núna heldur líka þeirri Evrópu sem gæti orðið því að hægt væri að breyta reglum Íslendingum í óhag. Geir H. Haarde hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að fá botn í umræðuna. Hann og margir fleiri virðast óttast að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna ef tekin er ákveðin afstaða. Þess vegna sé skynsamlegast að beita þeirri aðferð að taka ekki eindregna afstöðu á annan hvorn veginn. Hvers vegna þarf að sækja um? Fjárhagur íslenska ríkisins er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Niðurskurður blasir við á öllum sviðum. Heimilin eru á heljarþröm og fyrirtæki sjá ekki til sólar fyrir fjallháum skuldum. Bankarnir hafa ekki getu til þess að koma að nauðsynlegum framkvæmdum og ekki kraft til þess að taka ákvarðanir í smæstu málum. Í stað faglegra stjórnenda eru nú skipaðir pólitískir trúnaðarmenn í bankaráð. Gjaldmiðill þjóðarinnar er í hafti af ótta við að annars lenti hann áfram í frjálsu falli. Tortryggnin blasir hvarvetna við. Veigamesta verkefnið er að endurskapa traust. Traust á Íslendingum, traust milli lántakenda og lánveitenda, traust milli almennings og stjórnvalda. Fyrsta skrefið í þá átt að skapa hér fjárhagslegan grunn til frambúðar var að leita aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF. Athygli vakti að einangrunarsinnar í Sjálfstæðisflokknum voru líka á móti því að sækja um þessa aðstoð og töfðu málið. Vafalaust er að skaðinn af bankahruninu hefði orðið minni ef fyrr hefði verið sótt um lán. Þeim snerist þó hugur, rétt eins og ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Aðild að ES er ekki bráðaaðgerð eins og aðstoð IMF. Hins vegar er hún nauðsynleg þegar til lengri tíma er litið. Eyríki sem ekki vill vera hluti af alþjóðasamfélaginu og er þekkt um heim allan fyrir að borga ekki skuldir á sér ekki bjarta framtíð. Vegna þess að Evrópusambandsaðild er í eðli sínu langtímamál virðast margir telja að draga megi í langan tíma að ræða um hana eða hefja undirbúning. Svo er þó ekki, því aðildarviðræður gætu haft mikilvægar skammtímaafleiðingar. Þjóðin græðir strax Ekki þarf að eyða löngu máli í að útlista hve illa hefur gengið að fá útlendinga til þess að festa fé sitt á Íslandi. Jafnvel nú þegar gengi krónunnar er afar lágt halda erlendir fjárfestar að sér höndum. Færri átta sig á því að vegna þess hve veikt gengi krónunnar er gæti það nú komið til greina að færa erlenda starfsemi íslenskra fyrirtækja til landsins að hluta eða öllu leyti. Eigendur hafa tekið vel í slíkar hugmyndir. Þeir hafa hins vegar sagt að útilokað sé að ræða slíkt með svo veikan og sveiflukenndan gjaldmiðil sem krónan er. Nauðsynlegt sé að sjá fyrir sér framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á landinu áður en ákvörðun sé tekin um að flytja starfsemi til Íslands. Deilt er um hve háar vaxtaberandi skuldir ríkisins eru eða verða. Þó er ekki um það deilt að þær nemi hundruðum milljarða, kannski verða þær meiri en þúsund milljarðar. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir tíu milljörðum króna. Ríki Evrópusambandsins hafa fengið lán á lægri vöxtum en ríki sem eru utan sambandsins. Dæmi um það er lán Evrópusambandsins til Ungverjalands. Lánið, sem var samþykkt þann 30. október síðastliðinn, var upp á 6,5 milljarða evra með 3,25% vöxtum. Þetta eru afar hagstæð vaxtakjör. Þjóðarbúið þarf svo sannarlega á sparnaði að halda. Enginn heldur því fram að ES-aðild og upptaka evru sé allra meina bót. Þau Evrópulönd sem ekki tömdu sér nauðsynlegan aga í fjármálum hafa lent í vandræðum. Samt hefur ekkert ríki heims lent í hruni eins og Ísland gerði í haust. Vantraustið kom fyrst fram á krónunni, svo hrundu bankarnir. Krónan mun aldrei njóta trausts og þess vegna verður þjóðin að sækja um aðild að ES og þar með evrópska myntbandalaginu. Þá verður hægt að tengjast evrunni fljótlega með það fyrir augum að taka hana upp við fyrsta tækifæri. Þannig eflum við atvinnu og spörum þjóðinni peninga.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.