Vísbending


Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 1
megi fresta aðgerðum. Sumir ráðamenn virðast ekki gera sér neina grein fyrir því hve alvarlegur vandinn er og hve djúp spor hann hefur markað í þjóðarsálina. Svonefndur stöðugleikasáttmáli (sjá grein bls. 2) er því gleðiefni þó að hann nái ekki eins langt og þyrfti. Um miðjan mars virtist sem ákveðnir þættir í efnahagsmálum litu betur út en áður. Raungengi krónunnar var farið að ná upp undir neðri mörk þess sem það Ríkisstjórnin hefur nú bráðum setið í fimm mánuði. Ekki er hægt að segja að ferill hennar hafi verið tilþrifamikill þennan tíma. Í meginatriðum hafa stjórnarathafnir verið keimlíkar stíl fyrri stjórnar. Fyrri ríkisstjórn reiddi sig á stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það gerir þessi líka. Fyrri ríkisstjórn ákvað að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. Þessi ríkisstjórn gekk frá samningi um Icesave. Fyrri ríkisstjórn ætlaði að stofna nýju bankana í næsta mánuði. Það ætlar þessi ríkisstjórn líka að gera. Fyrri ríkisstjórn hélt að sér höndum og beið til þess að sjá hvað gerðist. Þessi ríkisstjórn hefur setið með hendur í skauti. Aðeins eitt meginatriðið skilur stjórnirnar að fram að þessu. Fyrri ríkisstjórn var ekki sammála um hvað ætti að gera við Davíð Oddsson. Þessi ríkisstjórn lét hann taka pokann sinn. Loksins núna er ríkisstjórnin farin að sýna á spilin og það var löngu tímabært. Meinsemdin sem hrjáir íslenskt efnahagslíf (og þjóðlífið allt auðvitað) er margþætt. Fyrirtækin, einstaklingarnir og ríkið skulda allt of mikið, samskipti við útlönd eru við frostmark og algjör óvissa hefur ríkt um hvaða leið stjórnvöld vilja fara út úr vandanum. Þess vegna er það gleðiefni að stjórnin hefur gefið til kynna hvernig hún hyggst ráðast að vandanum í ríkisfjármálum, hvað svo sem mönnum finnst um þær ráðstafanir. Allt á verri veg Ólíkt því sem ráða má af aðgerðaleysi ríkisstjórnanna fyrstu níu mánuðina frá því að bankarnir hrundu lagast ástandið ekki af sjálfu sér. Eina áþreifanlega aðgerðin sem gripið hefur verið til er að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Íslendingar hafa hins vegar ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Annar hluti lánsins frá sjóðnum hefur ekki enn verið greiddur út, en þeir peningar áttu að koma til Íslands í febrúar. Skýringin er sú að engar tillögur hafa komið fram um hvernig jafna megi hallann á ríkissjóði. Af yfirlýsingum ráðherra má ráða að ekki sé einhugur um það hvað eigi að gera og hve lengi 29. júní 2009 26. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Ríkisstjórnin sýnir loks á spilin í ríkis- fjármálum. Það var löngu tímabært. Stöðugleikasáttmáli er góðra gjalda verður en fjallar meira um markmið en leiðir. Atvinnuleysisbætur eru of hátt hlutfall af lágmarkslaunum og draga úr hvata til þess að vinna. Allir bændur í Ölfusi hafa hætt mjólkurframleiðslu en hafa það gott. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 hafði farið í fyrir bankahrunið (sjá mynd 1). Verðbólga var komin langleiðina niður í núll og ekkert benti til þess að hún færi upp aftur. Launakostnaður hefur minnkað, húsnæðisverð lækkar mikið og ef gengið helst stöðugt er ekkert sem ýtir undir verðhækkanir. Með krónuna í hafti virtist auðvelt að halda genginu stöðugu. Vöruskiptahalli hefur verið mjög jákvæður að undanförnu og aðstæður ættu að Engar fréttir eru slæmar fréttir framhald á bls. 4 Mynd 1. Raungengi íslensku krónunnar 2000-2009 Mynd 2. Þriggja og sex mánaða verðbólga frá upphafi 2008 Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimild: Hagstofa Íslands. ekki síður innlendra fjárfesta við krónuna svo mikill að þeir grípa öll tækifæri til þess að kaupa öruggan gjaldmiðil fegins hendi. Raungengi það sem Íslendingar búa við núna hlýtur að hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef það festist. Það þýðir að laun hér á landi eru mun lægri en erlendis. Margir eru tilbúnir að leggja á sig byrðar tímabundið til þess að sigla gegnum erfiðleikana, en til lengri tíma litið leiðir núverandi ástand til fólksflótta. Ungt fólk mun leita starfa í útlöndum að námi loknu og þeir einstaklingar sem eiga auðvelt með að fá vinnu erlendis munu eflaust hugsa sig tvisvar um þegar þeim bjóðast störf utan landsteinanna. Þar er ekki síst um að ræða hámenntað fólk eins til dæmis og lækna og tölvunarfræðinga. Raungengið er nú um það bil helmingi lægra en fyrir þremur árum. Erlendar skuldir hafa því að jafnaði tvöfaldast á þessum tíma. Enn og aftur ýtir þetta undir það að allra leiða sé leitað til þess að ná tökum á peningamálum þjóðarinnar. Eina raunhæfa leiðin í því er að ganga í Evrópusambandið. Mynd 1. Raungengi íslensku krónu nar 2000-2009 Heimild: Seðlabanki Íslands Verðlag úr böndum? Verðbólgan hefur nú aftur látið á sér kræla. Hún er nú nánast öll í boði stjórnvalda. Álögur á áfengi og tóbak annars vegar og lækkað gengi hins vegar valda meira en helmingi hækkunarinnar. Í pípunum er hækkun á bensíngjaldi og svonefndur „sykurskattur“ sem leggjast mun á kolsýrt vatn og sykurlausa gosdrykki. Það veldur miklum áhyggjum að við verðbólgumælinguna mun vera notað húnæðisverð sem byggir á makaskiptum. Þetta eru svipuð vísindi og þegar verðið á Sterling-flugfélaginu hækkaði stöðugt vegna þess að á móti voru settar eignir sem sagt var að kostuðu miklu meira en þær gerðu í raun og veru. Sú aðferð til verðlagningar gafst illa í hlutabréfaviðskiptum og hún er ekki betri við fasteignakaup. Allra síst ætti Hagstofan að nota slíkar tölur. Þrátt fyrir allt er gott að ríkisstjórnin sýnir loks með sér lífsmark. Stjórnmálamenn verða að hætta að láta eins og ástandið sé skárra en það er. Enginn stjórnmálamaður getur boðið upp á annað en þrengingar næstu árin. Þær eru hins vegar til einskis, ef þær duga ekki til þess að komast út úr vanda um.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.