Vísbending


Vísbending - 27.03.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.03.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 1 3 . t b l . 2 0 0 9 3 Hagsmunaverðir á Íslandi framhald á bls. 4 Hagsmunaverðir (e. lobbyists) eru aðilar sem vinna við það að hafa áhrif á lagasetningu, stefnu eða framkvæmdir af hálfu hins opinbera. Þannig gæta þeir að hagsmunum samtaka, fyrirtækja, sérhagsmunahópa eða opinberra starfsmanna. Umsvif þeirra getur verið töluverð. Í Bandaríkjunum eru skráðir hagsmunaverðir um 40.000 en heildarfjöldi þeirra er talinn að minnsta kosti 100.000. Helstu atvinnugreinar þar ytra borguðu um 16,5 milljarða Bandríkjadala í hagsmunagæslu. Talið er að hagsmunaverðir í tengslum við Evrópusambandið séu að minnsta kosti 10.000 talsins. Þessi atvinnugrein hefur vaxið hratt beggja vegna Atlantshafs síðastliðinn áratug. Hagsmunaverðir eru meira en tvöfalt fleiri en áður og launakjör þeirra hafa batnað. Ástæðan er líkast til sú að hagsmunagæslan hefur skilað góðum árangri. Í Bretlandi eru opinber innkaup að jafnaði 10-50% dýrari en sambærileg kaup einkaaðila. Ætla má að það sé aðallega vegna þess að fulltrúar hins opinbera hafa minni hvata til að ná hagstæðum samningum, enda hafa þeir lítilla beinna hagsmuna að gæta, og vegna þess að þeir verða frá áhrifum frá hagsmunavörðum. Þannig hafa þeir skilað framleiðendum geysilegum arði. Ókostir við hagsmunagæslu Gífurlegir fjármunir fara í hagsmunagæslu. Þeim peningum væri ella hægt að verja til þess að framleiða önnur nytsamlegri gæði. Starfsemi hagsmunavarða skapar engin verðmæti heldur vinna þeir við að reyna að ná í verðmæti sem aðrir skapa. Bæn- dasamtökin berjast til dæmis fyrir því að halda sem mestum innflutningshöftum á landbúnaðarvörum. Þannig fá bændur mei- ra fyrir framleiðslu sína, en neytendur sem búa við hærra matvælaverð en ella borga brúsann. Ágóðinn sem hagsmunaaðilar ná að hrifsa til sín er yfirleitt minni heldur en tapið sem aðrir verða fyrir. Í staðinn fyrir að stækka kökuna ræna þeir sneið frá öðrum og glata hluta af henni í leiðinni. Niðurstaðan verður því minni velferð. Ef einn hagsmunahópur nær sínu fram tapar annar. Því verða oft árekstrar milli gagnstæðra hópa. Þeir eiga til að berjast fyrir andstæðum hlutum. Auðvelt er að ímynda sér tilvik þar sem andstæðir aðilar hafa báðir lagt í mikinn kostnað án þess að neitt breytist. Heildarkostnaður beggja aðila getur hæglega orðið meiri en sá ágóði sem hvor hópurinn um sig sóttist eftir. Þó er rökrétt að hópar gæti hagsmuna sinna þegar hið opinbera ráðstafar stórum hluta af tekjum Íslendinga því að eftir miklu er að slægjast. Ef bændur hagnast meira á að borga laun nokkurra hagsmunavarða en af því að nýta sama fjármagn í aukna framleiðslu munu þeir að sjálfsögðu gera það. Íslenska ríkið hefur einnig tekið þátt í þessum leik. Það greiddi tveimur hagsmunavörðum tugi milljóna króna árin 2001-2003 til þess að afla þeim málstað fylgis í Bandaríkjunum að orrustuþotunum yrði haldið á Keflavíkurflugvelli. Hefði verið farið eftir ráðleggingum þessara manna hefði því fé líklega verið vel varið. Hagsmunagæsla getur vakið athygli á mikilvægum málaflokkum. Ef ekki kæmi til aðstoð hins opinbera í heilbrigðisgeiranum væru margir sem ekki hefðu efni á læknisþjónustu og aðrir myndu sækja minna í hana en nú er þegar þeir stæðu frammi fyrir „réttu“ verði. Ríkið hefur því tekið að sér að veita eða greiða þessa þjónustu að stórum hluta svo að allir geti notið hennar. Þess vegna hafa verið stofnuð hagsmunasamtök um marga algenga sjúkdóma eða aðra heilsukvilla til þess að bítast um þessi heilbrigðisútgjöld hins opinbera vegna þess að verðkerfi vantar. Hagsmunaverðir vekja til dæmis athygli á upplýsingum sem aðrir hafa ekki haldið á lofti. Þannig geta þeir reynst ráðamönnum góð upplýsingaveita. Því miður er ekkert sem segir að bestu hagsmunaverðirnir séu á vegum þeirra sem þurfa hvað mest á peningnum að halda. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi hagsmunagæslu á Íslandi en þó er ljóst að það er töluvert. Á vef Alþingis eru skráð yfir 250 hagsmunasamtök. Þá eru mörg stærri fyrirtæki með sinn eigin blaðafulltrúa til að koma málefnum sínum á framfæri. Hér á landi tíðkast það að fá hagsmunaaðila til að taka beinan þátt í stefnumótun hins opinbera. Þeir eru yfirleitt betur að sér varðandi viðfangsefnið og þekkja betur þörfina og hvernig væri hægt að ná árangri á sem hagkvæmastan hátt. Ef hagur viðkomandi hagsmunaaðila fer saman með almannahag þá getur slíkt verið hagkvæmt, annars ekki. Ef mikil gjá er þar á milli getur reynst erfitt að treysta hagsmunavörðum því að þeir geta auðveldlega bætt hag sinn með því að segja rangt frá. Jafnvel þótt slíkt sé ekki gert með vilja er oft um hitamál að ræða og flestir telja sína hagsmuni mikilvægari en hagsmuni annarra. Hagsmunaaðilar reiða sig mikið á fjölmiðla til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Fjölmiðlar birta oft fréttatilkynningar frá hagsmunasamtökum hér um bil orðréttar og leita til hagsmunaaðila í sambandi við fréttir en stundum vantar frekar hlutlaust álit. Fyrir stjórnmálamann sem leitast eftir að auka vinsældir sínar í kosningum getur borgað sig að láta undan þrýstingi hagsmunavarða. Kostnaðurinn dreifist oft á mjög marga og almenningi finnst hann ekki vera borga þegar ríkið borgar. Stjórnmálamaðurinn fær því velvildina vegna ábatans sem hann skapar hagsmunaaðilum en enga óvild vegna kostnaðarins. Hvað er til ráða? Tvær aðferðir eru helstar til þess að draga úr umfangi hagsmunagæslu. Önnur er að reyna að takmarka möguleika hagsmunavarða til að hafa áhrif. Til dæmis með lögum sem banna gjafir til þingmanna. Hin leiðin að draga úr því sem eftir er að slægjast. Í sumum löndum gildir sérstök löggjöf um starfstétt hagsmunavarða. Í Bandaríkjunum þurfa þeir, sem er borgað fyrir að hafa beint samband við þingmenn eða starfsmenn framkvæmdarvaldsins alríkisins, að skrá sig sem slíka og skrifa skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Þingmönnum bannað að greiða atkvæði í málum þar sem þeir hafa beinna hagsmuna að gæta. Stór hópur vill herða reglur um starfsemi þeirra enn frekar meðan aðrir telja slíkar hindranir brjóta í Fjölmiðlar birta oft fréttatilkynningar frá hagsmunasamtökum hér um bil orðréttar og leita oft til hagsmunaaðila í sambandi við fréttir en stundum vantar frekar hlutlaust álit

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.