Útvarpstíðindi - 28.12.1942, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 28.12.1942, Blaðsíða 8
Helgi Pálsson er nýtt tónskáld, sem með tónverkum sínum hefur vakið mikla eftirtekt á síðustu misserum. Hefur hann unnið í kyrrþey og fáu flíkað til þessa, en mun eiga allmargt í fórum sínum. Þann 17. janúar n. k. verður leikið í útvarpið nýtt verk eftir hann; það eru 4 lög, æskuverk, sem upphaflega voru samin fyrir fiðlu og píanó, en endursamin 1 fyrra fyrir strokhljóm- sveit. Strokkvartett Tónlistarskólans leikur. Tónverk, eftir Helga, sem áð- ur hafa verið leikin opinberlega, eru: Svíta fyrir fiðlu, leikin á háskóla- hljómleikunum í hittiðfyrra; Viki- vaki, leikinn á háskólahljómleik- unum í fyrra og Tilbrigði fyrir fiðlu og píanó leikið í sam- bandi við listamannaþingið í haust. Þá hefur hann samið 2 strokkvai tetta fyrir fiðlusóló, og mun vera eini ís- lendingurinn, sem færst hefur slíkt í fang. Auk þess hefur hann samið kórlög, sönglög o. fl. HeJgi fer ekki troðnar brautir í verkum sínum og Helgi Pálsson tónskáld þykir sýna mikla djörfung, svo að tónlistarmenn vænta mikíls af hon- um. Eins og að líkum lætur, hefur Helgi frá barnæsku hneigst að tónlist. Hann er fæddur 2. maí 1899 á Norðfirði. í Reykjavík stundaði hann nám í hljómfræði hjá Sigfúsi Einarssyni og fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni veturinn 1917—1918. En tónlistarnám hóf Helgi fyrir alvöru undir hand- leiðslu dr. Franz Mixa, er dvaldi hér við Tónlistarskólann fyrir nokkrum árum, og nú á síðustu árum undir leiðsögn dr. Urbantsitch. Helgi Pálsson er Skaftfellingur í báðar ættir. Eru foreldrar hans Páll Markússon trésmiður og Karítas Bjarnadóttir. Er Páll ættaður frá Hjörleifshöfða, en Karítas úr Meðal- landi. Helgi Pálsson stundar nú skrif- stofustörf í Reykjavík. ALL-BRAN Eiga allir að nota daglega. 100 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.