Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 12
é^nóhur clcinóh íjómóveitir stutt viðtal við Gunnar Egilson Gunnar Egilson, scm var fremstur á klarinet i kosn- ingum blaðsins nú um siðustu ára- mót, er nýlega kominn heim frá Englandi, þar sem hann dvaldi við nám á klarinet. Blaðið snéri sér til hans og bað hann að segja lesendum þess eitthvaö frá enskum jazzhljómsveitum. Gunnar sagð- ist ekki hafa hlustað sérstaklega á hljómsveitirnar, þar sem hann var mjög bundinn við námið. Bezta hljómsveitin er sú, sem Ted Heath stjórnar, og er hún sambæri- leg við beztu amerísku hljómsveitirnar. Trompetleikarinn Kenny Baker, sem leikur í þessari hljómsveit, er einhver fremsti jazzleikari Englendinga um þessar mundir, og Jack Parnell trommu- leikari í sömu hljómsveit, stendur hon- um ekkert að baki hvað jazzgetu snert- ir. Annars sagði Gunnar, að það væri mikið um góða einstaklinga í danshljóm- sveitunum, en hljómsveitirnar sjálfnr flestar lélegar, en þó hefur danshljóm- sveitunum fjölgað mjög síðari ánn og þá um leið hefur samkeppnin aukizt og sumar þessara hljómsveita eru því all- góðar, svo sem sú er klarinetleikarinn Sid Phillips stjórnar. Nat Temple, ann- ar klarinetleikari, var meö hljóm- sveit, sem skipuð var klarinetum, flaut- um, óbói, fagoti og rhythma, og var hún mjög sérkennileg og skemmtileg, þó að leikurinn væri ekki alltaf sem beztur. Eins og flestir vita, þá hefur Gunnar leikið í hljómsveit Björns R. Einarsson- ar frá stofnun hennar. Þó lék hann þar ekki seinni hluta ársins 1947, meðan hann var við nám í Bandaríkjunum, og heldur ekkert síðan í haust, en þá fór hann til Englands. Þar sem Björn hefur sagt, að Gunnar eigi víst sæti í hljóm- sveit sinni, hvenær sem honum þóknist, þá spurðum við Gunnar, hvort hann ætl- aði ekki að byrja þar aftur. Hann segist vera algjörlega hættur að leika dans- músik og ætli að leggja klassiska músik eingöngu fyrir sig hér eftir. En því mið- ur er það ekki sem lífvænlegust atvinna hér á landi sem stendur, en vonandi stendur það til bóta. Gunnar ætlar einnig að leggja fyrir sig kennslu, og ætti það að vera mikill feng- ur fyrir þá, sem vilja leggja fyrir sig klarinetið, því Gunnar er einn lærðasti klarinetleikari hér á landi, og þó hann ætli ekki að lcika jazzmúsik hér eftir, þá er hann jafnvígur á hvoru tveggja, svo að það ætti strax að tryggja honum nóga nemendur. S. <*• 12

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.