Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 14
Danshljómsveit Borgarness í októbermánuði 1945, eða fyrir fimm árum, byrjuðu þrír ungir menn að leika saman fyrir dansi í Borgarnesi. Þeir heita: Þorsteinn Helgason, hann lék á harmoniku; Sigurður M. Pétursson, er lék á píanó, og Reynir Karlsson lék á trommur. — Varð það upphafið að stofnun Danshljómsveitar Borgarness. Eins og margir ungir menn úti á landi, sem byrjað hafa á þessari braut, höfðu þeir lítið við að styðjast í þessari viðleitni sinni, nema brennadi löngun til að leika jazzmúsík. Þeir áttu þó að- gang að nokkrum sæmilegum jazzplöt- um, sem þeir gátu lært af og stuðst við. Þá kom það sér vel, að Þorsteinn hafði áður leikið talsvert á orgel, og las því og skrifaði nótur. Strax eftir áramótin 1946 várð gagn- ger breyting á hljómsveitinni, og komst hún þá í núverandi horf. Bætt var við fjórða manninum, Þorleifi Grönfeldt, á píanó. Hafði hann leikið talsvert á það hljóðfæri áður, bæði klassiska tónlist og danslög. Sigurður sneri sér eingöngu að harmonikunni, og Þorsteinn keypti sér altó-sax., og litlu síðar klarinet — Eina eða tvær kennslubækur fékk hann með hljóðfærunum, en hefir að öðru leyti engrar kennslu notið í meðferð þeirra. Var nú æft mikið og notaðar léttar „heimatilbúnar" útsetningar,- því að þá var hvergi hægt að fá útsetningar fyrir litlar hljómsveitir fog er það í-eyndar full erfitt ennþá) og í fá horn að snúa sér með upplýsingar í þessum efnum. En áhuginn var nægur hjá þeim fé- lögum og kom hann að nokkru í stað þessara vandkvæða. Það næsta, sem skeður í sögu þessar- ar litlu hljómsveitar er það, að þeir kaupa sér píanettu, sem þeir síðan hafa ferðast með, þegar þeir hafa spilað annars staðar en í Borgarnesi, en það er ærið oft, því að þeir spila svo að segja að staðaldri um helgar í sam- komuhúsum, sem dreyfð eru um Mýi-a- og Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Hnappadalssýslur, 14 ^UaU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.