Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 12

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 12
Tímarit Tónlistarfélagsins um i taumlaust svallskap, svo skenkjarinn hafði ekki undan að fullnægja eftirspurninni. En Moiseh átti það líka til að grípa einhvern leyndan undirstraum leiðinda og gefa hon- um útrás í löngum, dapurlegum eftirlíkingum með „blues“- hljómfalli, þangað til ekkert var nema hugarangur, eins og hráslaga regn. Eða, það sem verra var, að þessi skarpa athygli fann máske einhvern vott óvildar milli vissra hópa í knæpunni, þá hafði hann það til að koma öllu í ólgandi uppnám, svo slagsmál voru óhjákvæmileg. Þessi næmni hans var svo fullkomin, að hún var honum óafvitandi og þegay Con Collins varð þess var, að leikur hans var orðinn varhugaverður, þá var ekki um annað að gera en að draga hann frá hljóðfærinu. Þá settist Moiseh út í horn, studdi hönd undir kinn, særður og hissa. Hann áttaði sig ekki á ástæðunni fyrir þessari meðferð. Máske hefir Louis, skenkj- arinn, hitt naglann á höfuðið, er hann sagði, að Moiseh væri sakleysingi, er lifði á himnum en starfaði í víti.“ Þjóðsöngurinn Almennt er litið svo á, að við eigum þjóðsöng, er við reyn- um að sýna tilhlýðilega virðingu við hátíðleg tækifæri. Um það má deila, hversu heppilegt lagið er til þess, að vera notað sem þjóðsöngur. En hvað sem því líður, þá verður að sýna þeim söng er öndvegi skipar, allan sóma og lotningu. En síðastliðið sumar kom fyrir mig lítið atvik, er sannfærði mig um, að lotningin er ekki djúp og vakti hjá mér efa um, hvort þjóðsöngurinn sé raunverulega íslenzk eign, þ. e. a. s. útgáfurétturinn. Nótnaverzlun ein í Þýzkalandi skrifaði mér og bað mig að senda eintak af þjóðsöngnum til Englands. Hann átti helzt að vera sérprentaður og vitanlega með íslenzkum texta. Ég vildi gjarnan verða við beiðninni og fór nú á milli allra líklegra verzlana í þjóðsöngsleit, en fann hann hvergi. í einni verzlun fékkst hann með dönskum texta og sagði ung- 28

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.