Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 15

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 15
Timarit T ó n 1 i s t a r f é i a g s i n ö Næstu tónleikar Tónlistarfélagsins fara fram 28. þ. m. í dómkirkjunni, Verða leikin verk eftir Bach og Hándel. Dr. Edelstein, Dr. Mixa og Páll ísólfsson leika. Á efnisskránni eru þessi verk: Passacaglia í c- moll, fyrir orgel og Gamba-sónata leikin á Cello, hvorttveggja eftir Bach, og konsert í d-moll fyrir orgel og hljómsveit eftir Hándel. — Fara hér á eftir skýr- ingar og dæmi af nokkrum helztu stefum þessara verka: Passacaglia í c-moll, eftir Bach, er eitt mikilfenglegasta orgelverk og tilbrigðaverk, sem til er í músikbókmenntum heimsins. Bach samdi þrjú stór tilbrigðaverk: „Goldberg- variationen", fyrir Cembalo, Chaconne, fyrir fiðlu án und- irleiks og Passacagliuna fyrir orgelið. Busoni, hinn mikli pianosnillingur og útgefandi að verkum Bachs, lætur svo um mælt í formálanum að ,,Goldberg“-tilbrigðunum, að af þessum þrem tilbrigðaverkum telji hann Passacagliuna fullkomnasta. Busoni endursamdi hana á meistaralegan hátt fyrir píanó. Stefið er átta takta langt og hljómar fyrst einraddað í bassa. Síðan er það endurtekið, oftast í bassanum, en ný og ný tilbrigði byggð yfir bassann eða um stefið. Tilbrigðin eru alls 20. í lok þeirra kemur svo fúga yfir stefið, en annað stef með ólíku hljóðfalli látið fylgja (tvöföld fúga). Stef Passacagliunnar hljómar þannig: ~G>- Bach samdi 3 sónötur fyrir Gamba og Cembalo á árunum 1717—1723. Hér verður leikin ein þessara sónata, í D-dúr, á Cello og orgel. Celloið kemst næst hinu gamla strokhljóð- færi og eru sónötur þessar því oft leiknar á Cello. Fyrsti þáttur sónötunnar er hægur (1. dæmi). 1. dæini 2. dæmi fapEgigÉEj jpc Annar þáttur hraður (2.' dæmi). 31

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.