Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 14
14 Myndlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H úsráðandi er titlaður mynd- verkasmiður á útidyrakarm- inum. „Ég bjó þetta orð til sjálfur,“ segir Bragi Ásgeirsson inntur eftir þessu óvenjulega starfsheiti. Það kemur ekki á óvart. Þessi ne- stor í íslenskri myndlist er hvergi banginn að fara ótroðnar slóðir enda alla tíð verið sann- færður um að listin sé ekki reglustika. „Það á aldrei að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Maður á alltaf að efast,“ fullyrðir hann. Við höldum til stofu og ég upplýsi Braga um að ég sé kominn til að taka á honum púlsinn. „Hvernig þá?“ Til að rabba um lífið, listina og ástandið í þjóðfélaginu. Bragi baðar út öllum öngum. „Allt nema ástandið í þjóðfélaginu. Ég hef aldrei kynnst öðru eins og gerði satt best að segja ekki ráð fyrir því að upplifa svona tíma. Ég hef í þrí- gang séð íslensku þjóðina verða ríka en alltaf tekst henni að henda peningunum út um gluggann. Annars er kreppan það besta sem komið hefur fyrir Íslendinga í háa herrans tíð. Nú fáum við að finna fyrir því hvernig það er að vera manneskja og vinna sig upp án þess að fá allt á silfurbakka. Lífið er ekk- ert bíó!“ Bragi gerir hlé á máli sínu. Hugsi. Síðan heldur hann áfram. „Vilji menn berjast fyrir friði mega þeir það mín vegna en hvað myndi gerast í mannheimum væri alltaf friður? Hvað myndi gerast í náttúrunni kæmu aldrei óveður og jarðskjálftar?“ Skortur á fortíðarforvitni Skýringin á því að við lærum aldrei af reynslunni er að dómi Braga sú að unga fólk- ið á hverjum tíma er ekki nægilega forvitið um fortíðina. Af henni læri menn. „Lítum bara á bókmenntir og listir. Margt ungt fólk á Íslandi hefur aldrei heyrt Georg Brandes nefndan á nafn. Heldur ekki Septemberhóp- inn. Samt ollu þessir aðilar straumhvörfum á sínum tíma. Hvor með sínum hætti. En þetta er ekki unga fólkinu sjálfu að kenna, heldur skólakerfinu. Í dag vita menn allt um popp- stjörnur samtímans þegar þeir ljúka stúd- entsprófi en öllu minna um listamenn og djúpvitra menn sem hafa umbylt þjóðfélag- inu. Þjóð sem ekki þekkir sögu sína á sér varla viðreinsar von.“ Að sögn Braga er það ekkert nýtt að unga fólkið sé að finna upp heita vatnið. „Unga fólkið ætlaði að drepa mig þegar ég fór að tala um þetta í gamla daga. Nú er þetta sama fólk mér algjörlega sammála. Það er eins og fólk gleymi því stundum að það eigi eftir að eldast.“ Fyrr á árum voru íslenskir listnemar þekktir fyrir áhugasemi, að sögn Braga. Þegar hann var við nám í Þýskalandi árið 1956 var listnemum boðið á frábærum kjör- um til Hamborgar að skoða risastóra yfirlits- sýningu á verkum Picassos. Bragi og tveir aðrir Íslendingar voru fljótir að skrá sig í ferðina enda bjuggust þeir við að færri kæm- ust að en vildu. Þegar upp var staðið fóru þeir þrír. „Þetta var ótrúleg upplifun. Ég hef ekki séð betri sýningu á Picasso síðan og hef ég séð þær nokkrar um dagana. Núna er unga fólkið of gáfað til að fara á svona sýn- ingar. Íslendingar hafa víst tekið svo miklum framförum á öllum sviðum að þeir þurfa ekki á því að halda.“ Hávaðasamir listasirkusar Við berum aftur niður í samtímanum og Bragi segir útrás ekkert séríslenskt fyr- irbæri. Listirnar hafi sannarlega ekki farið varhluta af henni. „Fyrir um áratug fóru danskir listamenn í útrás og ætluðu að verða heimsfrægir. Opnuðu gallerí með pomp og prakt í New York með stuðningi ríkis, auð- manna og banka. Þetta kostaði morð fjár. Eins og á Íslandi var það lítill hópur sem réð ferðinni. Í fyrra átti þetta ágæta gallerí tíu ára afmæli og haldið var upp á það með því að leggja það niður. Hundruð milljóna danskra króna höfðu farið í súginn.“ Hann segir fátt benda til þess að Íslend- ingar líti á þetta sem víti til varnaðar. „Sagt er að Feneyjatvíæringurinn hafi kostað okkur fimmtíu milljónir króna síðast en sú listahátíð og Documenta-hátíðin í Kassel hafa smám saman breyst í nokkurs konar listasirkusa sem reyna að yfirgnæfa hver annan með há- vaða og látum. Í hvaða tilgangi skyldi það vera? Að laða að nýja skoðendur, eins og þeir segja. Það er þá bara fólk sem hefur engan áhuga á listum og kemur bara til að sjá „sjóið“. Alvöru listamenn eru margir hverjir löngu hættir að heimsækja svona sýningar.“ Að áliti Braga á upphafning æskunnar síð- ur við í myndlist. „Myndlistin er svolítið sér á báti. Fyrir utan fáeina snillinga eru mynd- listarmenn yfirleitt seinþroska, eru ekki upp á sitt besta fyrr en á miðjum aldri. Mynd- listin er þroskandi fyrirbæri, alveg eins og skynfærið sem býr að baki henni, augun. Heyrnin, útvörður allrar skynjunar, er full- komin við fæðingu en það tekur sjónina níu ár að þroskast. Með sama hætti þarf mynd- listarmaðurinn tíma.“ Læra ekkert nema að fá hugmyndir Bragi segir áhyggjuefni að í dag þurfi myndlistarnemar ekki að læra neitt nema að fá hugmyndir. „Ég hitti nýlega unga dömu á einu gallería borgarinnar og við fórum að spjalla saman um Listaháskólann en hún var áður skúlptúrkennari við MHÍ. Hún tjáði mér að sér hefði verið boðin kennsla í mótun í eina viku en það fengust víst engir mynd- höggvarar til að taka þetta að sér. Það kem- ur ekki á óvart en þegar ég var að kenna við Myndlista- og handíðaskólann, forvera Listaháskólans, fengu menn mánuð til að kenna þetta og þótti of lítið. Það tekur mörg ár að nema mótun ef vel á að vera. Það er dapurleg þróun að menn skuli vera farnir að kenna fávísi og gefa einkunnir fyrir það.“ Annars tekur Bragi skýrt fram að menn læri ekki allt af bókum né fyrirlestrum, allra síst listir enda snúist þær á endanum fyrst og síðast um tilfinningu. „Það er eins með listina og ástina. Menn læra hana ekki í skóla.“ Augnasinfónía, sýning sem spannar sextíu ár í lífi Braga Ásgeirssonar, hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum síðan í september. Hefur hún fallið í frjóa jörð og listamaðurinn kveðst ánægður með viðtökurnar. „Á sunnu- daginn var hitti ég þekktan borgara sem var að koma í fjórða skipti á sýninguna og ég hef rekist á marga sem hafa komið tvisvar og þrisvar. Það er skemmtilegast þegar fólk kemur aftur á sýningar. Það þýðir að mynd- listin skiptir það máli.“ Bragi hefði að ósekju viljað sjá fleiri lista- menn af yngri kynslóðinni á sýningunni. Fjarvera þeirra kemur honum þó ekki í opna skjöldu. „Hér á landi er ákveðinn hóp- ur listamanna sem veit allt án þess að hafa komið á staðinn. Þessi hópur fer sjaldan á aðrar sýningar en sínar eigin og sinnar kyn- slóðar. Þetta fólk gengur undir nafninu „sjálfsánægða kynslóðin“ í blöðum erlendis,“ segir hann og glottir. Bara einn með sjálfum sér Sýningunni átti að ljúka um miðjan síð- asta mánuð en var framlengt. „Ég hafði engan áhuga á því að framlengja sýningunni en var beðinn um það þar sem engir pen- ingar eru til á íslenskum söfnum lengur. Það er dapurlegt að koma á söfn í dag. Ráða- menn mæta að vísu á opnanir til að fiska at- kvæði en þegar maður kemur daginn eftir er maður stundum bara einn með sjálfum sér.“ Sextíu ár eru langur tími í listsköpun en engan bilbug er á Braga að finna. „Hér áður þurfti ég alltaf við sinna tveimur til þremur störfum til að komast á vinnustofuna. Um tíma skrifaði ég meira í Morgunblaðið en þrír gagnrýnendur til samans í Politiken. Samt fékk ég minna kaup en hver þeirra,“ segir hann sposkur. „Ég kenndi lengi og var húsmóðir í tólf ár. Sá um heimilið og krakk- ana mína fjóra. Samt reyndi ég alltaf að fara á vinnustofuna á hverjum degi. Þar er ég alltaf eins og nýr maður.“ Hann reynir enn að fara daglega á vinnu- stofuna. „Undanfarið ár hef ég ekki verið heill heilsu en hún er að koma aftur og ég vona að ég verði 100% bráðum. Þá fer ég ví- sat aftur á hverjum degi á vinnustofuna og í sundlaugarnar. Ég syndi ekki en fer í heita og ískalda sturtu, loft- og gufubað og horfi á kvenfólkið. Það er mjög heilsusamlegt!“ seg- ir listamaðurinn og breitt bros færist yfir andlitið. Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur sleg- ist í hópinn þegar hér er komið sögu og Bragi trúir okkur fyrir því að á náms- árunum ytra hafi hann teiknað og málað naktar konur á hverjum degi í þrjú ár. Við Raxi horfum hvor á annan. Skyldum við hafa farið í rétt nám? Myndlistin alveg botnlaus Bragi líkir myndlistinni við fíkn. Nái menn einum áfanga komi tíu nýir mögu- leikar í ljós til viðbótar. „Myndlistin er alveg botnlaus. Sérstaklega litógrafían. Margir fagmenn í henni hafa orðið listamenn með tímanum. Því miður höfum við Íslendingar ekki efni á því að sjá um og reka grafíkverk- stæði. Við eigum græjurnar en það vantar fagmann til að reka verkstæðið. Slíkur mað- ur myndi gjörbreyta stöðunni. En það er gömul saga og ný að Íslendingar vilji frekar henda peningum en nota þá að gagni.“ Sem kunnugt er skrifaði Bragi myndlist- argagnrýni í Morgunblaðið um áratuga skeið. Hann fylgist enn grannt með á þeim vettvangi og segir gagnrýnina oft og tíðum mega vera beittari. „Gagnrýni er undirstaða allra framfara. Hún er í eðli sínu bjartsýni. Sá sem þorir að gagnrýna er bjartsýnn en ekki sá sem lítur undan. Sért þú með hor í nefinu vil ég þér vel ef ég bendi þér á það,“ segir Bragi sannfærandi og hlær. Ég strýk mér svo lítið ber á um nefið. Til öryggis. „Ég er aldrei sáttur. Ég vil alltaf verða betri á morgun,“ svarar Bragi þegar ég spyr hann að lokum hvort hann sé sáttur við líf sitt og list. „En mér finnst afskaplega hress- andi að vakna á morgnana og hlakka alltaf til að búa til hafragrautinn minn. Ég er snillingur í að búa til hafragraut. Ég hlakka líka til að takast á við vandamál dagsins. Ég nýt hvers dags. Ég hef orðið að takast á við mikla erfiðleika í lífinu og það hefur kennt mér margt. Það gefur manni mikið að sigr- ast á erfiðleikum sínum. Í upphafi var ég talinn vonlaus í listinni en á endanum tókst mér að afsanna það – eða það vona ég!“ Eins með listina og ástina Augnasinfóníu, yfirlitssýn- ingu frá sextíu ára ferli Braga Ásgeirssonar mynd- verkasmiðs, lýkur senn á Kjarvalsstöðum. Bragi er ánægður með sýninguna og viðtökurnar en fórnar hönd- um þegar ástandið í sam- félaginu ber á góma. Segir Íslendinga seint ætla að læra af reynslunni. Morgunblaðið/RAX Ötull „Myndlistin er svolítið sér á báti. Fyrir utan fáeina snillinga eru myndlistarmenn yfirleitt seinþroska, eru ekki upp á sitt besta fyrr en á miðjum aldri,“ segir Bragi Ásgeirsson. Í HNOTSKURN »Augnasinfóníu, sýningu Braga Ás-geirssonar á Kjarvalsstöðum, lýkur 4. janúar næstkomandi. » Í dag, sunnudag, kl. 15 verða Bragiog Sigurlaug Ragnarsdóttir list- fræðingur, sem vann náið með honum að undirbúningi og uppsetningu sýning- arinnar, með leiðsögn og spjall á Kjar- valsstöðum. »Bragi mun einnig árita bókinaAugnasinfóníu sem gefin var út í til- efni sýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.