Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						62
Menning
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
LíttuviðájólasýninguávinnustofuPétursGauts
ídag,12.desembermillikl.16og19.
Nýmálverkáveggjum,jóla-glöggogaðvenju
munjazzdívanelskulegaKristjanaStefánsdóttir
takanokkraódauðlegajólaslagaraásamthinum
óviðjafnanlegaAgnariMáMagnússyni.
Sýningin er opin alla daga til jóla milli 16-18 eða eftir samkomulagi í síma 898 7172.
Jólakveðja
PéturGautur
áhorniNjálsgötuogSnorrabrautar.
ÁRNI Björnsson flytur er-
indi með myndum um upp-
haf og þróun íslenskra jóla-
siða í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnsins í dag kl. 13. Í
erindinu útskýrir Árni af
hverju hátíðir voru haldnar
í skammdeginu víða um
lönd og fjallar um það
hvernig vetrarhátíðin í Róm
breyttist í sólardýrk-
unarhátíð og loks í fæðing-
arhátíð Krists og hvernig hún breiddist norður
eftir Evrópu þar til hún sameinaðist eldfornri
skammdegishátíð á Norðurlöndum sem hét því
óskiljanlega nafni jól. Allir eru velkomnir.
Hugvísindi
Erindi um upp-
runa jólasiða
Árni 
Björnsson
GUNNARSSTOFNUN og
Rithöfundasamband Ís-
lands efna öðru sinni til
kyrrðarstunda í Gunn-
arshúsum á Dyngjuvegi 8 í
Reykjavík og á Skriðu-
klaustri á morgun, með
upplestri á Aðventu, skáld-
sögu Gunnars Gunn-
arssonar um Fjalla-Bensa
og fylginauta hans. Lest-
urinn hefst kl. 13 á Dyngju-
vegi, þar les Jón Hjartarson leikari. Á Skriðu-
klaustri hefst lesturinn kl. 14 og þar les
Þorleifur Hauksson. Gestir geta komið og far-
ið að vild en lesturinn tekur tvo og hálfan tíma.
Bókmenntir
Aðventa lesin í
Gunnarshúsum
Gunnar 
Gunnarsson
NÝ STJARNA kom, sá og sigraði á
fyrstu sýningu haustsins í Scala óp-
erunni í Mílanó í vikunni, en þar er
hefð fyrir því að starfsárið hefjist 7.
desember. 
Áhorfendur klöppuðu samfellt í
fjórtán mínútur fyrir ungu konunni
frá Georgíu, Anitu Rachvelishvili, í
hlutverki Carmenar í óperu Bizets
að viðstöddum forseta Ítalíu Giorg-
io Napolitani.
Við stjórnvölinn var Daniel Bar-
enboim, en það var honum að
þakka að Anita Rachvelishvili fékk
hlutverk Carmenar. 
Anita er er aðeins 25 ára og nýút-
skrifuð úr óperustúdíói Scalaóper-
unnar og hafði sótt um að fá að
syngja lítið hlutverk vinkonu Carm-
enar, Frasquitu, en Barenboim sótti
það fast að hún fengi aðal-
hlutverkið, svo hrifinn var hann af
söng hennar og leik. 
Carmen 
frá Georgíu
Vildi aukahlutverk,
fékk aðalhlutverkið
Rachvelsihvili Þótti fín Carmen.
ÚT ER komin
önnur bókin í rit-
röð Listasjóðs
Dungal og
Crymogeu um ís-
lenska samtíma-
listamenn, að
þessu sinni um
Kristin E.
Hrafnsson, en sú fyrsta fjallaði um
list Guðrúnar Einarsdóttur. Það er
gleðiefni að nú skuli vera til aðgengi-
leg heimild um list Kristins, en eins
og sjá má í bókinni hefur hann verið
afkastamikill á ferli sínum.
Kristinn E. Hrafnsson hefur í
gegnum árin markað sér sérstöðu
hér á landi sem sá listamaður sem
hvað markvissast hefur unnið að list
í opinberu rými. Allt frá námsárum
sínum í Þýskalandi hefur hann velt
fyrir sér eiginleikum listaverka og
staðsetningu þeirra, hlutverki í tíma
og rúmi. Þetta kemur vel fram í fjöl-
breyttum verkum hans sem er að
finna víða um land, allt frá stórum og
afar sýnilegum skúlptúrum á borð
við Íslandsklukkuna, staðsett við
Háskólann á Akureyri, til verka sem
liggja fyrir fótum vegfarenda, eins
og verksins Miðja Reykjavíkur,
steinhellu með mælingapunkti úr
messing með áletruninni ?Héðan og
hingað og þangað?, sem komið er
fyrir í gangstétt á horni Aðalstrætis,
Vesturgötu og Hafnarstrætis. Í
þessu verki birtist ljóðræn og heim-
spekileg afstaða Kristins sem er að
finna í mörgum verka hans en hann
tengist að þessu leyti alþjóðlegum
kollegum sínum á borð við skoska
listamanninn Ian Hamilton Finlay
sem lést fyrir fáeinum árum, eða ír-
ansk-bandaríska listamanninn Siah
Armajani.
Óhætt er að ætla að flestir lands-
menn hafi heimsótt listaverk Krist-
ins, bílastæðið við Kringluna og
Borgarleikhúsið, en það var sam-
vinnuverkefni listamannsins og arki-
tektastofunnar Stúdíós Granda. Hér
renna saman að hluta mörk mynd-
listar og arkitektúrs, en bílastæðið
býr engu að síður yfir þáttum sem
eru afdráttarlaust listrænir í eðli
sínu. 
Í bókinni um Kristin ritar Gunnar
J. Árnason listheimspekingur grein-
argóðan og upplýsandi texta um list
hans, en þessi texti er eina ritmálið í
bókinni fyrir utan lífshlaup lista-
mannsins og myndaskrá. Gunnar
gerir skýra grein fyrir ferli Kristins,
þróun verka og viðfangsefna í list-
inni. 
Enginn inngangur er að bókinni,
hún er eiginlega fyrst og fremst
myndabók. Myndirnar eru flestar
stórar, fylla nær út í síður bók-
arinnar og gildir þá einu stærð
verka, framsetning listamanns eða
staðsetning verka, myndirnar eru
flestar í svipuðu formi. Ekki kemur
fram á síðu stærð listaverks eða hve-
nær það var unnið, en upplýsingar
um þetta má leita uppi aftast í bók-
inni. Bókin er prentuð á ágætan
pappír og myndirnar koma vel út,
áferð og litir njóta sín vel. Hér vakn-
ar þó sú spurning hvort ekki hefði
mátt gera meira upp á milli verka,
velja og hafna og leitast við að draga
fram eiginleika verka í samræmi við
staðsetningu þeirra, en þetta eru
þættir sem liggja til grundvallar list
Kristins. Eins er framsetning texta
Gunnars J. Árnasonar ekki til að
draga lesandann að sér. Ég sakna
hér næmari tilfinningu fyrir verkum
Kristins og að fínum skrifum Gunn-
ars ólöstuðum hefði einnig verið
áhugavert að fræðast meira um
ýmsa þætti í list Kristins, til dæmis
um samstarfið við Stúdíó Granda
svo eitthvað sé nefnt. 
Engu að síður er þetta flott bók,
sem gefur ágæta innsýn í heildar-
verk listamannsins. Það er sann-
kallað fagnaðarefni að bækur á borð
við þessa séu yfirhöfuð gefnar út hér
á landi. Bókin um Kristin E. Hrafns-
son er mikilvæg heimild um stöðugt
vaxandi geira innan samtímalista,
heimild fyrir samtímann, upprenn-
andi myndlistarmenn og seinni tíma. 
List á réttum stað
Morgunblaðið/Kristinn
Listamaðurinn ?Bókin um Kristin
E. Hrafnsson er mikilvæg heimild.?
Fræðirit, myndlist
Kristinn E. Hrafnsson
bbbmn
Eftir Gunnar J. Árnason.
Crymogea og Listasjóður Dungal,
Reykjavík 2009. 192 bls. 
RAGNA
SIGURÐARDÓTTIR
BÆKUR
GUÐMUNDUR Ármann
myndlistarmaður opnar í
dag, laugardag, sýningu á
vatnslitamyndum í Populus
Tremula í Listagilinu á Ak-
ureyri. Sýningin verður
opnuð kl 14.00 og á henni
eru vatnslitamyndir mál-
aðar af veiðislóð, fígúratífar
myndir af vötnum, ám og
fjallasýn. Síðustu árin hefur
Guðmundur gert það að al-
gjörri reglu að hafa vatnslitina með í veiðiferð-
ir og mála þegar stund gefst á milli stríða. Fyr-
ir hvatningu veiðifélaga um að sýna þessa hlið
á náttúrunni varð sýningin að veruleika.
Myndlist
Vatnslitamyndir
af veiðislóð
Vatnslitamynd og
flugustöng.
ÓLAFUR Arnar hefur sent
frá sér ljóðabókina Ljóð-
blöð. Ljóðin eru öll ort í
hinni gömlu hefð, með ljóð-
stöfum, háttbundinni hrynj-
andi og rími. Yrkisefnin eru
sígild, þ. á m. skáldskap-
urinn, tíminn og dauðinn.
Ólafur Arnar er fæddur á
Siglufirði árið 1964. Hann
nam íslensku og erlend
tungumál við H.Í og lauk
BA prófi í rússnesku. Hann hefur búið í Lón-
koti í Skagafirði frá 1985 og starfrækt menn-
ingartengda ferðaþjónustu í samstarfi við for-
eldra sína. Ljóðblöð eru 63 bls.
Bókmenntir
Háttbundin Ljóð-
blöð Ólafs Arnars
Kápumynd af sól-
setri við Lónkot.
SÖGUHETJAN
Markús sér fram-
tíð sína í hillingum
og hún er ekki
ósvipuð tölvuteikn-
uðu myndunum í
kynningarbók um
framtíðarskipalag
miðbæjarins og
hafnarbakkans ?
þar sem tónlistar- og ráðstefnu-
húsið er ?demantshnullungurinn í
kórónunni?. Þegar Markús missir
vinnuna í bankanum molnar þessi
draumsýn og
verður að engu.
Hann situr uppi
með sjálfan sig,
nútíðina og for-
tíðina og hann
setur kynning-
arbókina upp í
hillu hjá hinum
skáldsögunum.
Þær eru
nokkrar kreppu-
bækurnar í jólabókaflóðinu í ár eins
og við mátti búast og skoða fjár-
málahrunið úr öllum áttum. Í heimi
skáldsagna og fagurbókmennta er
viðfangið svolítið hættulegt,
kannski stendur það okkur ennþá of
nærri eða jafnvel er kreppan á viss-
an hátt orðin klisjuleg. Það fylgdu
mér alla vega ýmsir fordómar inn í
lesturinn. 
Í dagbókinni er fylgst með hægu
en öruggu falli söguhetjunnar, frá
öryggi og óttaleysi niður í algjöra
örvæntingu. Það er ákveðið þyngd-
arleysi í frásögninni. Hún er leik-
andi létt, algjörlega áreynslulaus og
einlæg. Texti Guðmundar er engu
að síður ígrundaður, grípandi,
hnyttinn og ber merki um næmt
innsæi höfundar. Hann nær að hrífa
lesandann, fær hann til að staldra
við lýsingar og vangaveltur um
hversdagslegustu hluti. Það er
kannski einmitt þarna sem færni
Guðmundar skín skærast. Dagbók-
arformið gefur höfundinum jafn-
framt visst frelsi sem hann notfærir
sér vel og á sama tíma ljær það
innihaldinu aukinn trúverðugleika.
Bankster er sú skáldsaga sem
hefur komið mér hvað mest á óvart
í ár. Sagan er einlæg, áreynslulaus,
skemmtileg og hrífandi. Dagbók-
arskrif Markúsar draga fram næma
og hrífandi samfélagslýsingu út frá
sjónarhóli einstaklingsins á ein-
hverjum stórbrotnustu tímum lýð-
veldisins. Og inni í þessu öllu saman
er afar falleg og tregablandin ást-
arsaga.
Fölnaðar framtíðarmyndir
Skáldsaga
Bankster
bbbbn
Eftir Guðmund Óskarsson. 
Ormstunga 2009.
ÞORMÓÐUR 
DAGSSON
BÆKUR
Guðmundur 
Óskarsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72