Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						9. maí 2010 27
Ljósmynd/M. Teresa Simao
H
vað er að frétta af gosinu? er það fyrsta sem
ljósmyndarinn Gary Schneider spyr þegar ég
hringi í hann til New York. ?Þetta er frábær
tími til að koma til Íslands; það er áhuga-
verðasti staður á jörðinni í augnablikinu. Eða heldurðu að
ég komist ekki örugglega?? 
Tveir vina Schneiders verða með í för og hann segir þá
gríðarlega spennta. Ólíklegt er hins vegar að þeir Schnei-
der fari austur að gosstöðvunum. ?Ég held að ég eigi bara
einn frídag í ferðinni. Þetta verður því nær eingöngu
vinna hjá mér.?
Sýningin hefst um næstu helgi.
Schneider er fæddur 1954 í Suður-Afríku en hefur lengi
búið og starfað í New York. Verk hans eru að mörgu leyti
óvenjuleg og hafa vakið mikla athygli en Schneider ljós-
myndar t.d. andlit og aðra líkamshluta sjálfs sín og fyr-
irsæta sem hann fær í stúídíóið. Einnig hefur hann mynd-
að jurtir og skordýr svo eitthvað sé nefnt. Allt mjög
listrænt. ?Mér fannst áhugavert að geta sýnt almenningi
það sem vísindamenn upplifa í vinnunni í gegnum
smásjá,? segir hann um skordýramyndirnar.
Stærsta sýningin til þessa
Það sem sýnt er á Listahátíð er myndröðin Nudes sem
Schneider vann að í nokkur ár og kom út á bók í árslok
2004. Þar er um að ræða nektarmyndir af fólki, sem
sýndar eru í fullri stærð eða því sem næst. ?Myndirnar
eru reyndar allar jafn stórar, þannig að sumir eru ekki al-
veg í réttri stærð; ætli megi ekki segja að allir séu í lýð-
ræðislegri raunstærð. Það er betra að myndirnar séu allar
jafn stórar á sýningunni,? segir listamaðurinn við Morg-
unblaðið.
Sýningin hefur verið sett upp víða um heim en hefur
aldrei verið jafn stór og á Listahátíð. ?Hingað til hef ég
mest sýnt 26 myndir í einu en nú verða þær 30. Sýningin
verður í tveimur sölum, það gerir mér kleift að brjóta
hana svolítið upp, sem ég hef ekki gert áður.?
Sýningin var upphaflega sett upp á Manhattan í New
York og hefur m.a. verið í National Portrait Gallery í
London en of langt mál væri að telja upp alla staðina;
nakta fólkið hans Schneiders hefur ferðast víða um heim.
Og alls staðar er upplifunin svipuð: Myndirnar virðast
hafa mikil áhrif á áhorfendur, segir listamaðurinn; sýn-
ingargestir tengjast á einhvern hátt fólkinu á myndunum
svo úr verður sérstök blanda.
Að taka mynd og gera mynd
Myndir Bandaríkjamannsins eru fjarri því hefðbundnar.
Á þeim sem sýndar eru í Reykjavík er fólk allt í sömu
stellingu; liggur á bakinu á svörtum fleti, með hendur á
mjöðm. Fyrirsætan er lýst á löngum tíma inn á filmuna,
jafnvel í klukkutíma, og á meðan færir ljósmyndarinn
geisla vasaljóss yfir líkamann og dregur þannig fram ýmis
einkenni. Og eins og gefur að skilja liggur manneskjan
ekki grafkyrr allan tímann, þannig að öll hreyfing skilar
sér í listaverkinu; djásn karlmanns stækkar og minnkar á
ný, rís og sígur, aðrir vöðvar hreyfast, fyrirsætan er
hugsanlega spennt í byrjun en nær síðan að slaka á; það
má greina í andliti.
Að tala um lifandi ljósmynd er ekki fjarri sanni. Hann
segist ekki taka ljósmynd heldur gera myndina. ?Ég fer
frá sekúndubrotinu yfir í það sem varir. Verkið fjallar í
raun um samskipti mín og þess sem situr fyrir, það sem
hægt er að gera opinbert. Það er mikilvægur hluti list-
sköpunar minnar. Ég vinn verkið í náinni samvinnu við
viðkomandi og geri aldrei neitt sem fyrirsætan er ósátt
við.? 
Ekki er ósennilegt að sumum kunni að finnast óþægi-
legt að virða myndirnar fyrir sér. Einhverjum kannski
beinlínis eins og að líta í spegil. Eða að dauðinn blasi
hreinlega við; myndirnar af fólkinu eru svo sérstakar.
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir í grein um
Schneider á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur að þegar
hann sýndi fyrst verk úr myndröðinni fyrir fimm árum
hafi gagnrýnandi The New York Times talað um ?maka-
lausar ljósmyndir? sem ?hylla mannslíkamann? og að í
þeim hafi lífskrafturinn sigur yfir yfirvofandi dauðleik-
anum. ?Að vissu leyti má segja að þessi verk séu í senn
málverk og ljósmyndir; filman skráir það sem listamað-
urinn lýsir upp á löngum tíma. Ljósið málar fyrirsætuna á
filmuna,? segir Einar Falur.
Aðskilnaðarstefnan
Listamaðurinn segir alltaf jafn forvitnilegt að líta til upp-
hafsins. ?Ég hef verið að í svo langan tíma!?
Hann segir ræturnar í Suður-Afríku hafa áhrif á list-
sköpunina. ?Þegar maður elst upp við þær sögulegu að-
stæður sem voru í landinu þarf að takast á við aðskiln-
aðarstefnuna og þá sálrænu þætti sem henni fylgja vegna
þess að maður er henni algjörlega andvígur fylgir það
manni alla tíð. Mér finnst þessi sögulegi veruleiki alltaf
sjást í verkum mínum.?
Schneider fluttist til Bandaríkjanna 21 árs að aldri en
hafði ferðast þangað í sumarfríum áður og varð fyrir
miklum áhrifum ýmissa gjörningalistamanna. ?Mér þótti
strax spennandi að fylgjast með þeim vinna verk um lík-
amann og mér þótti það góð leið til þess að takast á við
söguna. Ég er því í raun að fást við hana.?
Einar Falur segir í áðurnefndri grein að verk Schneiders
vísi óneitanlega til málverkahefðarinnar en listamaðurinn
sjálfur líti svo á að þótt þau minni á málverk hafi þau ekk-
ert með málverk að gera. ?Hann kýs frekar að vísa til
tenginga við merka frumherja á sviði portrettljósmynd-
unar, ekki síst hina bresku Juliu Margaret Cameron
(1815-1879) en portrettmyndir hennar af vinum og
vandamönnum þykja einstakar í sögu ljósmyndunar.
Schneider bendir á að Cameron hafi lýst hverja hinna
tjáningarríku andlitsmynda sinna í allt að átta mínútur. Í
því langa ferli er sem varnarmúrar falli og fyrirsætan
verður berskjölduð; við sjáum hana eins og hún er í raun,
eins og listamaðurinn túlkar hana,? segir Einar Falur.
Hann segir ekki ósennilegt að áhorfandinn velti fyrir
sér hugmyndum um líf og dauða þegar hann horfir á nak-
ið fólkið í verkum Garys Schneiders. ?Nektin afhjúpar,
flettir samtímanum í formi fata af líkömum og gerir þá að
táknmynd fyrir fólk á öllum tímum, fyrir lífið og til-
veruna ? ekki ósvipað og við sjáum gerast í myndheimi
Helga Þorgils Friðjónssonar. Mislýsingin á húðinni vekur
hugsanir um dauða og rotnun, stellingin sem fólkið er í
getur einnig minnt á lík í kistu. Síðan er það þyngd-
arleysið; fólkið virðist svífa í svörtu tómi. Líkamarnir eru
ljósmyndaðir liggjandi en látnir standa andspænis áhorf-
andanum, við það myndast óvenjuleg bjögun í formun-
um, holdið virðist laust undan kröftum þyngdaraflsins.
Þetta fólk svífur fyrir framan okkur, horfir á okkur en um
leið inn á við, órætt og ögrandi,? segir Einar Falur.
Lifandi ljósmynd ?
?Ég byrjaði sem ungur listamaður að vinna með sérkenni
mannsins og mannslíkamann,? segir Gary í samtali við
Morgunblaðið, þegar hann er beðinn að líta um öxl. Það
var 1975; hann ætlaði að verða kvikmyndagerðarmaður
en ferillinn þróaðist í óvænta átt. Viðfangsefnið var nær-
myndir af ýmsum líkamshlutum, til dæmis andliti, og til
þess að átta sig sem best á því og hvernig linsan fangaði
myndefnið byrjaði hann á því að taka ljósmyndir. Fyrst
var það portrett af öðrum karlmanni, þá sjálfsmynd og
loks mynd af konu.
Svo gerðist eitthvað.
Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að myndröðin
þyrfti ekki að verða kvikmynd; þetta væru heldur ekki
venjulegar ljósmyndir heldur blanda af hvoru tveggja;
einhvers konar lifandi ljósmynd. Verkið þyrfti ekki að
upplifa í hefðbundinni röð myndaramma hreyfimyndar
heldur mætti skoða þær allavega og í hvaða röð sem væri;
frá hægri til vinstri, upp eða niður.
?Ég varð í raun aldrei ljósmyndari; tók bara upp á því
að sýna ljósmyndir sem ég tók!? segir listamaðurinn í
samtali við Morgunblaðið.
Vasaljóslýst,
nakið fólk í
lýðræðislegri
raunstærð
Ljósmyndir Bandaríkjamannsins
Gary Schneider af nöktum konum og
körlum prýða veggi Listasafns
Reykjavíkur á Listahátíð.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ljósmyndarinn Gary Shneider: Ég vinn verkið í náinni samvinnu við fyrirsætuna og geri ekkert sem hún er ósátt við.
?
Þegar maður elst
upp við þær sögu-
legu aðstæður sem
voru í landinu þarf að
takast á við aðskiln-
aðarstefnuna og þá sál-
rænu þætti sem henni
fylgja vegna þess að
maður er henni al-
gjörlega andvígur fylgir
það manni alla tíð. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56