Austri - 01.12.1964, Blaðsíða 2

Austri - 01.12.1964, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Neskaupstað, 1. desember 1964. Markið stendur þótt maðurinn faiii Óhætt imlun að leggja undir dóm sögunnar þá staðreynd, að tvær félagsmálahreyfingar öðrum fremur hafi orðið til að skapa íslenzkri a'lþýðu mannsæmandi lífskjör. Þessar félags- málahreyfingar eru alþýðusamtökin og samvinnuhreyfingin Margt eiga þær samaeiginlegt, enda hefur starfsemi þeirra beggja gengið mjög í sömu átt, að fylkja kröftum hinna van- máttugu, og skapa úr þeim hið samtaka afl. Báðar áttu þær sín örðugu bernskuspor, baráttu við vald hinna efnalega sterku. Báðar komust þær klakklaust yfir fyrsta áfangann, og geta horft yfir mörg vel unnin verk. En báðuim> þessum hreyf- ingum er það einnig sameiginlegt, að þær mega ekki stirðna eða staðna, enda er eðli þeirra og tilgangur þannig, að þær ná aldrei endanlegu marki. Þær hafa alla tíð framtíðina fram- undan, og í þeirri framtíð felast hin óunnu störf þeirra. Nýlega lézt í Reykjavík einn af frumherjum íslenzkrar verkalýðshreyfingar, Ólafur Friðriksson, fyrruim ritstj. Menn eru fljótir að gleyma, og sá sem allir þekktu í gær, og var þá eins og sjálfsagður hluti af tilverunni, er á morgun annað hvort gleymdur, eða orðinn að svartletruðu nafni á spjöldum sögunnar, nafni sem einungis fræðimenn leggja á sig að muna. Þannig er gangur lífsins. Ólaf Friðriksson þekktu á sínum tíma öll landsins börn, sem komin voru til vits og ára. Nafn hans sveif ekki með golunni, heldur barst með storminum, ýmist elskað eða hatað. Ýmist var hann talinn afburðamaður eða brjálæðingur, þjóðvinur eða þjóðhættulegur imiaður. En hvað var hann þá? Hann var röddin, sem vakti stéttarvitund hinnar ungu, ís- lenzku verkalýðsstéttar, leysti mátt hennar úr dróma og mót- aði afl hennar. Þannig var hann brautryðjandi og aflvaki. Sá var Ölafur Friðriksson, og þess vegna mun nafn hans lifa. En jafnvel þótt nafn hans kynni að gleymast alþýðu manna, þá lifa verk hans. I daglegu lífi hvers einasta íslenzks launþega mun jafnan gæta starfa þessa látna forustuimianns. Hann átti kjarkinn til að berjast fyrir réttlætinu, þorði að láta hundelta sig og ofsækja, og þess vegna vann hann sigur. Menn fæðast og deyja, en lífið heldur áfram að ganga sinn vana gang. Þörfin fyrir samtök almennings heldur áfram að vera sú hin sama, hún deyr ekki út með neinum einstökum. En samtök alm.ennings eru ekki alla tíð jafn sterk, og það sem meira er, máttur þeirra byggist ekki á neinum einstökum for- ingja, heldur á hverjum og einum félaga, og er þar enginn undanskilinn. Minnugur þess skyldi hver maður vera, seim þar á hlut að máli, minnugur þess, að því aðeins getur maður krafizt dáða af foringja sínum, að maður leggi eigin orku í að gera sig- urinn að veruleika. íslenzk alþýða til sjávar og sveita þakkar Ólafi Friðriks- syni. Menntaskóli á Austurlandi Þingmenn Austurlands, þeir er sæti eiga í neðri deild, Eysteinn Jónsson, Jónas Pétursson, Hall- dór Ásgrímsson og Lúðvík Jós- epsson, flytja í þingdeild sinui frumvarp til laga um unenntaskóla Austurlands að Eiðum. Þetta mál er ekki nýtt á Al- þingi, heldur hefur það veríð margflut.t áður af þingmönnum Austurlands, en ekki náð fram &ð ganga. Frumvarpið, seim er í 17 grein- um gerir ráð fyrir, að stofnaður skuli opinber menntaskóli að Eið- um, og .skuli kostnaður við stofn- un og rekstur skólans greiddur úr ríkissjóði. 1 meðfylgjandi greinargerð seg- ir m. a.: „Það -er eitt af skilyrðum þess, að byggðin í landinu þróist með eðlilegum hætti, að ríkisvald- ið styðji sam> víðtækasta starf- semi í hverjum landsfjórðungi og beiti ,sér fyrir framkvæmdum í því skyni. Miklu máli skiptir, að skólar og aðrar menntastofnanir séu efldar í hverjum landshluta og nýjum ko/mið á fót. Þá er þess og getið í greinar- gerðinni að skó'laárið 1963—64 hafi 410 ungmenni á Austurlandi verið við nám á gagnfræðastigi, og á það bent, að þeir úr þessum hópi, sem stunda vilji mennta- skólanám verði að sækja það burt úr fjórðungnum. Þess má geta, að þær raddir hafa heyrzt frá ráðaimöimum, að menntaskólastofnun á Austur- landi sé ekki tímabær, þar sem unglingar á gagnfræðastigi séu ekki fleiri en hér greinir frá. Þessu svarar greinargerðin með eftifarandi orðum: „Þegar menntaskólar voru settir á stofn á Akureyri og Laugarvatni, var nokkur andstaða gegn því að íjölga menntaskólum. Reynslan af starfse.mi þeirra hefur fyrir löngu sannað, að sú ráðstöfun var rétt að komia á fót þeim menntastofnunum. Svipuð mun Framh. á 4. síðu. Tilkynning Nr. 38/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum: Dagv. Eftirv. Næturv. Sveinar kr. 69.30 kr. 100.15 kr. 120.75 Sveinar með framhaldsprófi . . — 76.25 — 110.15 — 132.85 Flokksstjórar — 79.70 — 115.15 — 138.85 Flokksstj. mieð framhaldsprófi Eftir 2ja ára starf: * 86.65 * 125.20 —• 150.95 Sveinar kr. 72.75 kr. 104.25 kr. 126.00 Sveinar með íramhaldsprófi . . — 80.05 — 114.70 — 138.60 E"okksstjórar — 83.65 —■ 119.90 — 144.90 Flokksstj. með framhaldsprófi Eft.ir 3ja ára starf: — 90.95 — 130.30 — 157.50 l>ve.inar kr. 74.50 — 106.50 — 128.60 Sveinar með iramhaldsprófi .. — 81.95 — 117.15 — 141.45 Flokksstjórar — 85.65 — 122.50 — 147.90 Flokksstj. íneð framhaldsprófi Söluskattur er ekki innifalinn — 93.10 í verðinu. 133.15 — 160.75 Reykjavík, 24. nóv. 1964. V erðlagsstjórinn. Kæri Austri. Kannski þýðir að skrifa þér. Mér >er nefnilega anzi mikið niðri fyrir. Núna, þegar ég kom hein af síldinni, var ég búinn að láta slá upp steypumótum að húsi, sem ég hef lengi ætlað mér að byggja. Já, já, smiðirnir stóðu við sitt, og ég átti meira að segja peninga langleiðina fyrir áfangan- um. En hvað? Það var hverai. sement að fá. Kaupfélagið át'.i ekkert, og dugnaðarkaupmaðu:’, sei.n hér >er, ekkert heldur. — Ég stóð með aurana í höndunum — en ekkert að fá, fyrr en einhver í tíma. Eftir símtöl í allar áttir, kveinstafi og betl, fékk ég ,loks það, sem þurfti, en það kostaði 87 kílómetra keyrslu hvora leið. Nú má segja, að ég geti verið ánægður fyrst ég fékk mitt. E í ég er bara ekki ánægður, af því, að þetta er óviðunandi ástand. Hvað er þetta, ef ekki pólitík, sem þarf að breyta? Ég vonast eftir svari. Jóhann. Já, það er nú svo Jóhann minn. Auðvitað er Austri þér hjart- anlega saimmála um, að hér er á ferðinni pólitík, sem breyta þarf til batnaðar. Aðalatriðið er, að fullvissa sig um hvar hundurinn liggur grafinn. Er þetta sleifar- lagi -kaupfélagsstjórans og kaup- mannsins að kenna, eða er þarna eitthvað annað á ferðinni, sem veldur bæði þér og þínum líkum örðugleikum. Sementið kemur frá Seimlents- verksmiðjunni á Akranesi. Nú er svo að heyra á verzlunarmönnum, sem ég hef talað við hér eystra, að þeim finnist viðskiptin við það ágæta fyrirtæki nokkuð þung í vöfum. Ferðir með vöruna strjál- ar, þar eð skipakostur til seim>- entsflutninga á vegum verksmiðj- unnar virðist bæð ilítill og léleg- ur. Svo er það greiðslumátinn. Venjuleg viðskiptaregla er það, að heildsali veiti víxil til einhvers ákveðins tíma, svo að sú vara, sem inn er keypt fái að komast á hreyfingu, áður en að gjalddaga kemur. Sementsverksmiðjan veitir ekki slík fríðindi. Sementið verður kaupfélagið eða kaupmaðurinn að greiða við skipshlið. Þetta tvennt, hinar strjálu ferðir og greiðslufyrirkomulagið valda erfiðleikunum. Verzlunar- Framh. á 4. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.