Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Á morgun verður efnt til málþings að Nýp á Skarðs- strönd við Breiðafjörð í til- efni þess að 175 ár eru lið- in frá fæðingu skáldsins Matthíasar Jochumssonar, en hann fæddist að Skóg- um í Þorskafirði þann 11. nóvember 1835. Kristján Árnason, þýðandi og bók- menntafræðingur, mun fjalla um þýðingar og skáld- skap Matthíasar og Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir rithöfundur mun fjalla um æviferil skáldsins og bernsku. Umræður hefjast að loknum erindum. Málþingið hefst klukkan 15 og lýkur klukkan 17. Málþing Málþing um Matt- hías Jochumsson Kristján Árnason Á morgun verða níundu og síð- ustu tónleikarnir í sumar- tónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar haldnir en það er djassfrömuðurinn Sigurður Flosason sem hefur haft veg og vanda af henni í sumar. Það verður tríó Ragnheiðar Grön- dal sem slær botninn í röðina og á dagskránni er fjölbreytt úrval djassstandarda. Tríóið skipa auk Ragnheiðar þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þórður Högnason, kontrabassi og líklegt er að einhverjir gestir kíki í heimsókn. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið er utandyra á Jómfrú- artorginu og aðgangur er ókeypis. Tónleikar Lokatónleikar á Jómfrúnni Ragnheiður Gröndal Út er komin Ragnarsbók, fræðirit um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Ís- lands og Hið íslenska bók- menntafélag í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Há- skólann í Reykjavík gefa út til heiðurs Ragnari Aðalsteins- syni hæstaréttarlögmanni. Í Ragnarsbók er að finna rit- gerðir á sviðum tengdum þjóðarétti, mannréttindum og réttarríkinu eftir innlenda og erlenda fræðimenn. „Hluti greinanna byggist á erindum sem flutt voru á Ragnarsstefnu sem félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af- mælis Ragnars árið 2006,“ segir í tilkynningu. Bækur Nýtt fræðirit um mannréttindi Ragnar Aðalsteinsson Næstkomandi sunnudag ætlar píanóleikarinn Ólafur Elíasson að spila á vikulegum stofu- tónleikum á Gljúfrasteini en hann segir tón- leikana marka upphaf langs ferðalags. „Ég ætla næstu fjögur árin að reyna að spila allar 48 prelúdíur og fúgur Bachs, sem pían- istar kalla oft „Gamla testamentið“. Bach samdi þær í tveimur lotum 1720 og 1742 og þær innihalda eiginlega allt það besta sem bar- okktíminn hafði upp á að bjóða.“ Ólafur segir Bach hafa samið þessi verk á þeim tíma þegar menn voru að átta sig á því að jafna stillingu hljómborða, þannig að hægt væri að spila verk í hvaða tóntegund sem er. Báðar bækurnar innihalda eina prelúdíu og eina fúgu í öllum 24 tóntegundunum og Ólafur segir enn fremur að mikillar fjölbreytni gæti í verkunum „Þetta eru allt frá léttum dönsum og upp í túlkanir á krossgöngu Krists og allt þar á milli.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur tekst á við verkefni að þessari stærðargráðu. „Ég var langt kominn með að hljóðrita alla sjö hljómborðskonserta Bachs með hljómsveit, var búinn með fjóra og ætlaði að taka restina upp í sumar. Svo skall kreppan á og þá voru engir peningar til, svo ég ákvað að setja það á ís og demba mér í fúgurnar, en þá þarf ég bara að hugsa um sjálfan mig,“ segir hann og bætir því við að hann hyggist spila eina fúgu á mán- uði sem þýðir þrjá tíma í æfingar á dag. Ólafur segir það mikinn heiður og viðeig- andi að hefja verkefnið á Gljúfrasteini en fúg- ur Bachs voru uppáhaldstónlist Halldórs Lax- ness. „Ég er mikill aðdáandi Laxness og las mikið eftir hann í framhaldsskóla. Þetta eru þær nótur sem voru oftast á píanóinu hjá hon- um og það veitir mér mikinn innblástur að byrja þetta verkefni á þessum stað.“ Tónleikarnir hefjast kl. 16. holmfridur@mbl.is Nóturnar á píanói skáldsins  Ólafur Elíasson heldur tónleika á Gljúfrasteini  Ætlar að spila 48 fúgur Bachs á fjórum árum Morgunblaðið/Heiddi Fúgur Ólafur segir það mikinn heiður og viðeigandi að hefja ferðalagið á Glúfrasteini. Um þessar mundir vinnur bókaút- gáfan Crymogea að heildarskrá yf- ir verk Birgis Andréssonar. Hug- myndin er sú að skrá og ljósmynda öll verk Birgis en þar sem ekki liggja fyrir heimildir um öll verkin né hvar þau eru niðurkomin biðlar útgáfan til þeirra sem þekkja til að hafa samband. „Birgir Andrésson var og er ótví- rætt í hópi kunnustu íslensku lista- manna samtímans á alþjóðavett- vangi,“ segir í tilkynningu frá útgáfunni. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um verkin eða hvar þau eru niður kominn eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á net- fangið audur@crymogea.is eða hringja í síma 511-0910. Átt þú verk eftir Birgi? Rithöfundurinn Stieg Larsson er fyrsti rithöfund- urinn hvers bæk- ur hafa selst í meira en milljón rafrænum ein- tökum á bóka- vefnum Amazon í Bandaríkjunum. Þétt á hæla hans koma höfundur Twilight-bókanna, Stephenie Meyer, og spennusagna- höfundurinn James Patterson. Lars- son lést árið 2004 áður en bækurnar hans þrjár um Lisbeth Salander og Mikael Bloomkvist voru gefnar út en þær sitja nú allar þrjár á toppi Kindle-listans á Amazon. Fyrir skömmu tilkynntu forsvars- menn vefsíðunnar að síðastliðna þrjá mánuði hefðu selst 143 Kindle- rafbækur fyrir hverjar 100 harð- spjaldabækur. Ekki var gefið upp hver hlutföllin væru þegar kæmi að kiljum en stofnandi síðunnar, Jeff Bezos, ítrekaði að þrátt fyrir að raf- bækurnar seldust betur en harð- spjaldabækur þá væru þær síð- arnefndu enn að sækja í sig veðrið og því væri ástæðulaust að óttast dauða bókarinnar. Stieg Larsson Milljón e-bækur seldar Stieg Larsson sölu- hæstur á Amazon Að lokum var sú ákvörðun tekin að sjá til, fylgjast með veðrinu 34 » Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fiðluleikarinn Gunnhildur Daða- dóttir hlaut í gær 600 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat, sem var að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1980-1986. Það var Örn Jóhannsson sem afhenti Gunnhildi styrkinn við hátíðlega at- höfn í Listasafni Sigurjóns. „Þetta er náttúrulega bara rosalegur heið- ur að hafa verið valin,“ sagði Gunn- hildur í gær en alls bárust 14 um- sóknir um styrkinn í ár. Gunnhildur er búin að vera í stanslausu fiðlunámi frá því hún var innrituð í Tónlistarskóla ís- lenska Suzuki-sambandsins fimm ára gömul. „Svo fór ég í Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk þar áttunda stigi og fór svo í Listahá- skólann.“ Meðan á náminu í Listaháskólanum stóð fór hún eina önn til Finnlands í skiptinám og sneri útskrifuð þangað aftur í dip- lómanám. Þaðan hélt hún til Bandaríkjanna og lauk mast- ersnámi í „music performance“ frá University of Illinois og í haust hyggst hún svo enn á ný halda til Ameríku í nám. Reynslunni ríkari „Þetta er alltaf bara spurning um að komast til góðra kennara og spila með nýju fólki og íslenski tón- listarheimurinn er bara svo lítill. Maður verður víðsýnni og lærir meira á því að vera lengur úti, held ég, sérstaklega ef maður vill mynda einhver tengsl og koma svo heim aftur. Þá er maður reynslunni rík- ari,“ segir hún og bætir því við að ástandið hér heima fyrir sé ekkert sérstaklega hagstætt í dag. „Mig langar að koma heim að vinna. En það eru ekkert of mörg störf í boði hérna heima í augnablikinu og eins og í öllum greinum þá held ég að fólk bara reyni að læra eins lengi og það getur þangað til það fær starf.“ Gunnhildur segir það vissulega rétt að tónlistarfólk á Íslandi þurfi að vera duglegt við að skapa sér tækifæri. „Maður þarf að koma sér á framfæri og halda tónleika. Og þetta er svo lítið samfélag að það er dálítið orðsporið sem gildir, það er ekkert verið að sækja um hitt og þetta heldur er þetta þannig að maður kynnist þeim sem maður spilar með og endar kannski þannig í einhverjum hópum.“ Gunnhildi langar í framtíðinni að spila í sinfóníuhljómsveit og hyggur einnig á Suzuki-kennaranám með skólanum þar sem hún hefur áhuga á kennslu. Hún segir að styrkurinn muni hjálpa heilmikið til. „Þetta léttir undir. Það er alls ekki ódýrt að vera í námi í Ameríku, skóla- gjöldin eru oft alveg himinhá. Þannig að auk þess að vera mikill heiður þá hjálpar þetta heilmikið.“ Það er orðsporið sem gildir  Hlaut styrk úr sjóði Jean Pierre Jacquillat Morgunblaðið/Ómar Styrkur Örn Jóhannsson afhendir Gunnhildi styrkinn við hátíðlega athöfn. „Ég ætlaði aldrei að verða fiðlu- leikari, það var aldrei neinn draumur. Ég hélt nú einhvern tímann að ég yrði slökkviliðs- maður,“ segir Gunnhildur um framtíðardraumana. „Það var ekki fyrr en ég byrj- aði í Listaháskólanum að ég hugsaði svona, „Já, fyrst ég er komin í háskólanám þá hlýtur að vera einhver alvara í þessu.““ FIÐLAN Draumarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.