Morgunblaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2010 ✝ Grétar Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 2.2. 1938. Hann lést 5.8. 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Einar Hannesson, f. 7.9. 1909, d. 21.9. 1969, og Laufey Ósk Benediktsdóttir, f. 26.8. 1910, d. 10.11. 1983. Systkini Grétars eru: Steingerður, f. 1928, Guðleif, f. 1930, d. 1930, Júlíus Atli, f. 1932, d. 1933, Bene- dikt, f. 1934, Rut, f. 1941, Erla Sig- ríður, f. 1941, Haukur Atli, f. 1946. Grétar kvæntist Sigríði Þóru Ingadóttur (Sísí) 25.2. 1961. For- eldrar hennar voru Ingi Hallbjörns- son, f. 9.4. 1919, d. 28.1. 1991, og Rósa Karítas Eyjólfsdóttir, f. 18.6. 1919, d. 28.10. 1999. Grétar og Sigríður eignuðust 4 börn. 1) Rósa Dagný, f. 1959, búsett í Hafnarfirði, gift Guðna Þór, börn, 1a) Íris Eva, unnusti Jose Antonio, 1b) Sigríður Svava, unnusti Trausti og þeirra barn Ísak, 1c) Arnar Ingi. 2) Óskírður drengur, f. 1961, d. 1961. 3) Laufey, f. 1962, búsett í Vestmannaeyjum, gift Eyþóri, börn, 3a) Aníta Ýr, unnusti Magnús, 3b) Grétar Þór, unnusta Anna Ester. 4) I ngi, f. 1967, búsettur í Vest- mannaeyjum, kvæntur Svandísi, börn, 4a) Birkir, unnusta Anna Ólöf, 4b) Bjarki, 4c) Sigríður Þóra. Grétar ólst upp hjá foreldrum sín- um í Reykjavík á svip- aðan máta og flestir krakkar á þessum ár- um. Hann stundaði ballett á yngri árum. Einnig hafði hann mikinn áhuga á knatt- spyrnu og iðkaði hann knattspyrnu með Fram allan sinn knatt- spyrnuferil. Átti hann fjölda leikja, bæði með meistaraflokki Fram og yngri flokk- um félagsins. Grétar og Sísí hófu eigin búskap 1968 þegar þau fluttu í eigið húsnæði á Hjaltabakka 14, þar sem þau bjuggu alla tíð. Fram að því höfðu þau haldið heimili með foreldrum Sísíar og bróður, Þórði f. 1954, á Brekkustíg 14. Mestan sinn starfsaldur starfaði hann hjá Flugfélagi Íslands. Hann hóf störf hjá FÍ 1962 og starfaði hjá félögum tengdum þeim allt þar til að hann lét af störfum 2007, þá 69 ára að aldri, eftir 45 ára farsælan starfsferil hjá félagi sem honum þótti vænt um. Eftir að Grétar lét af störfum nýtti hann tímann vel til að sinna fjölskyldunni og heilsunni. Alla virka daga fór hann í sína morg- ungöngu í hverfinu sínu og var hann í slíkri göngu þegar kallið kom. Útför Grétars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 16. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku besti pabbi. Hér sit ég og skrifa þér síðustu línurnar, að sjá þig ekki aftur er erfið hugsun. Þú og mamma nýbúin að vera í Eyjum hjá mér og þú sprækur að vanda. Það sem flýgur í gegnum hugann eru bara góðar minningar. Að vakna með þér eldsnemma á morgnana til að fara með þér í vinnuna, hossast í köldum bílnum til Keflavíkur með fraktina eingöngu til að fá kók í dós og eiga spjallstund ein með pabba. Fara nið- ur á Framvöll á æfingu, liggja í fang- inu á þér og horfa á viku gamla leiki frá enska boltanum eins og þekktist í þá daga. Svo fullorðnaðist maður og fór að heiman og fluttist til Eyja og þú sagðir við mig að það væri í lagi með Eyþór, sérstaklega af því að hann væri Þórari, þar sem blái Fram-lit- urinn yrði að vera aðalliturinn í fjöl- skyldunni. En nú ertu sofnaður og maður er ekki búinn að átta sig á því. Ég kom í bæinn seint kvöldinu áður en þú fórst frá okkur til að fara með Anítu Ýr í sónar og vorum við svo stoltar af litla krílinu sem er á leiðinni og fengum myndir til að sýna þér og mömmu. Við vorum á leiðinni til ykk- ar þegar við fengum fréttirnar. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts. Í febrúar 2011 hefðuð þið átt gullbrúð- kaupsafmæli. Það var dásamlegt að horfa á ykkur eldast saman, þú varst alltaf að springa úr stolti með hana mömmu, varst óþreytandi í því að segja manni hvað hún væri fín og flott. Samheldnari hjón verða vand- fundin. Það var oft eins og þið hefðuð verið að byrja saman í síðustu viku, þó árin væru orðin yfir 50. Ég og mín- ir munu halda vel utan um mömmu og létta undir með henni á þessum erfiðu stundum. Sofðu rótt, elsku pabbi. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn. Já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxnes) Þín dóttir, Laufey. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Ég trúði þessu ekki í fyrstu þar sem ég hafði talað við þig daginn áður og þú varst svo hress og kátur. Ég er svo fegin að hafa hringt í ykkur ömmu frá Spáni þennan dag. Ég veit að nú ertu kominn á góðan stað og munt fylgjast með okkur með bros á vör eins og alltaf. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og gerðir allt fyrir alla. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þig og ég er svo þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Nú þegar þú ert farinn vantar svo stóran part í hjarta mitt, ég á eftir að sakna þín svo sárt og mun minnast þín svo lengi sem ég lifi. Takk fyrir alla þolinmæðina, takk fyrir að vera alltaf til staðar, takk fyr- ir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum saman, takk fyrir að vera þú. Engin orð fá því lýst hversu mikið mér þykir vænt um þig. Elsku amma, guð veri með þér í þessari þungu sorg. Í lokin kveð ég þig með þessu ljóði þar til við hittumst á ný, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hvíl í friði, elsku afi, Íris Eva og José. Elsku afi. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn frá okkur. Ég var í heimsókn hjá þér og ömmu deginum áður með Ísak, afastrákinn þinn, og þú varst eins hress og kátur eins og þér var líkt. Þú varst Kjartan galdra- karl og Ísak var Æðstistrumpur og ég og amma hlógum yfir látunum í ykkur. Þannig varst þú, alltaf að leika við hann Ísak þinn. Þið gátuð setið á gólfinu og leikið ykkur í margar klukkustundir. Ísak var ekki aðeins að missa yndislegan afa sinn heldur líka sinn besta vin. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða ef á þurfti að halda enda var fjölskyld- an það mikilvægasta í þínu lífi. Þú og amma sýnduð okkur Trausta ómet- anlegan stuðning eftir að Ísak kom í heiminn og erum við ótrúlega þakklát fyrir það. Mér finnst svo ósanngjarnt að þú sért farinn en ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Ég sakna þín svo mikð og svo sárt. Betri afa er ekki hægt að biðja um. Grétar Sigurðsson ✝ Jónína Jónsdóttir,húsmóðir í Reykja- vík, fæddist 11. júní 1920. Hún lést 2. ágúst 2010. Jónína fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði, ólst þar upp í foreldra- húsum við öll almenn sveitastörf þess tíma og átti þar heima uns hún stofnaði sitt eigið heimili í Reykjavík. Jónína giftist 28.11. 1952 Pétri Sigurjóns- syni, f. 25.10. 1913, d. 9.10. 2001, húsasmíðameistara og fyrrv. verkstjóra í Söginni hf. í Reykjavík. Börn Jónínu og Péturs eru Sigríður, f. 1951, gift Jan Over- meer en þau búa í Skotlandi. Dætur Sigríðar eru Edda, f. 1980, og Anna, f. 1983; Sigurjón, f. 1955, d. 1972; Jón Ágúst, f. 1959, en kona hans er Hólm- fríður Helga Þórsdóttir börn þeirra eru Guðrún Þóra Elfar, f. 1983, gift Árna Kristjáni Gissurarsyni og eiga þau dótturina Rakel Karítas, Fanney Helga, f. 1989, og Pétur Þór, f. 1992; Ólafur, f. 1961, en kona hans er Anna M.Þ. Ólafsdóttir; Kristín, f. 1966, en Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja. Jón var sonur Ólafs Guðmundssonar, b. í Hólum í Dýrafirði, Guðbrands- sonar, Guðmundssonar og Sigríðar Kristínar Jónsdóttur ljósmóður Jóns- dóttur. Ágústa var dóttir Guð- mundar, b. og skipstjóra á Brekku Jenssonar, Guðmundssonar. Móðir Ágústu var Jónína, systir Egils, lang- afa Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta. Jónína var dóttir Jóns, b. á Kot- núpi í Mýrahreppi Ólafssonar og Þórdísar Egilsdóttur. Jónína var í Núpsskóla 1937-39 Hún var fyrsta konan sem tók bif- reiðapróf til mannflutninga 1946 og fékk ökukennsluréttindi á bifreið sama ár. Á milli þess að vinna í for- eldrahúsum var hún við ýmis störf, svo sem saumaskap og bifreiða- akstur. Jónína sat í stjórnum ýmissa félagasamtaka, allt frá því á ung- lingsárum og sat þing þeirra og ráð- stefnur. Hún var m.a. félagi í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur, í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík, sat í stjórn Lands- sambands klúbbanna Öruggur akst- ur og var varamaður í Umferðarráði á þeirra vegum. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Háteigs- sóknar og sat þar í stjórn í mörg ár. Útför Jónínu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag, mánudaginn 16. ágúst 2010 kl. 13. maður hennar er Þröstur Harðarson, börn þeirra eru Eyrún, f. 1991, og Njáll, f. 1994. Systkini Jónínu: Sig- ríður Kristín, f. 1917, d. 1999, var gift Eiríki J. Eiríkssyni, presti og þjóðgarðsverði á Þing- völlum; Nanna Val- borg, f. 1919, d. 1919; Elín, f. 1921, var gift Oddi Andréssyni, bónda. og alþm. á Hálsi í Kjós; Ingibjörg, f. 1922 d. 2006, var gift Gísla Andr- éssyni, bónda og hreppstjóra á Hálsi í Kjós; Guðmundur, f. 1924, d. 1983, húsasmíðameistari og hreppstjóri á Flateyri en ekkja hans er Steinunn Jónsdóttir, Flateyri. Fóstursystkini Jónínu: Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 1911, d. 1985, systurdóttir Jóns föður Jónínu, gift Steinþóri Árnasyni, bónda á Brekku í Brekkudal; Skúli Skúlason, f. 1932, d. 2009, bóndi á Gemlufalli, ekkja hans er Ragnhildur Jónsdóttir. Foreldrar Jónínu voru Jón G. Ólafsson, bóndi á Gemlufalli, og k.h., Jónína var fædd á Gemlufalli, Mýrahreppi í Dýrafirði. Dýrafjörður- inn var henni alla tíð hjartfólginn og talaði hún oft um sveitina sína. Fyrstu árin hennar einkenndust af venjuleg- um sveitastörfum eins og tíðkaðist á þeim tíma. Jónína gekk í Núpsskóla 1937-1939. Næstu árin var hún á sumrin á Gemlu- falli og í vinnu á veturna, m.a. á Ísafirði þegar bruninn mikli varð þar árið 1946. Þetta er stærsti bruni sem orðið hefur á Ísafirði og missti Jónína allt sem hún átti. Ísafjarðarbær stofnaði til söfnunar fyrir þá sem misstu sitt í brunanum og einnig var safnað í Reykjavík. Peningana sem Jónína fékk úr söfnuninni notaði hún til að kaupa Willy’s jeppa, árg. 1946. Jónína fór til Reykjavíkur til að taka meira- prófið og var fyrsta konan til að taka meirapróf til mannflutninga og öku- kennararéttindi. Bíllinn var notaður til að flytja fólk sem kom með ferjunni til Gemlufalls og var á leiðinni til Flat- eyrar eða Ísafjarðar. Á veturna var Jónína svo m.a. bílstjóri Guðmundar blinda í Trésmiðjunni Víði. Árið 1951 eignast hún dótturina Sigríði með Pétri Sigurjónssyni og giftast þau síðan haustið 1952. Þau eignuðust fjögur börn til viðbótar, Sig- urjón, Jón Ágúst, Ólaf og Kristínu. Jónína vann heima upp frá þessum tíma og hugsaði vel um heimilið og börnin. Hún fann sér samt tíma til að sinna hugðarefnum sínum, sem voru fyrst og fremst Framsóknarflokkur- inn en líka Dýrfirðingafélagið, Kven- félag Háteigssóknar, Klúbbarnir öruggur akstur, Landvernd og margt, margt fleira. Hún var líka mikill lista- maður og málaði, saumaði, prjónaði og skrifaði sögur og ljóð. Í maí árið 1972 lést Sigurjón, elsti sonur þeirra í bílslysi. Hann var ný orðinn 17 ára og varð Jónína aldrei söm eftir það áfall. Það hjálpaði henni þó mikið að bestu vinir Sigurjóns, þeir Gaui, Gunni, Einsi og Svenni, héldu sambandi við hana allt til dauðadags og heimsóttu þeir hana alltaf á jólun- um. Það var alltaf mikið umstang þeg- ar von var á „strákunum hennar“ og bakaðir heilir haugar af kökum og bú- ið til heitt súkkulaði með þeyttum rjóma. Jónína og Pétur bjuggu fyrst í Stangarholti, fluttu þaðan á Hverfis- götu og svo á Grenimel. Þaðan fluttu þau í Safamýri 51 þar sem þau bjuggu til ársins 1997. Þá flutti Pétur til okkar en Jónína til Jóns og Hólmfríðar. Hún fékk svo íbúð í Hátúni 10b þar sem hún bjó til ársins 2005 þegar hún fór á Eir. Vill fjölskyldan senda starfsfólk- inu þar kærar þakkir fyrir umönn- unina, en Jónína var meira og minna rúmföst seinustu árin. Ég kom inn í fjölskylduna árið 1990 þegar við Krist- ín kynntumst. Leist þeim hjónum ekk- ert á þennan dreng sem vann ekkert á daginn og var bara að glamra á gítar á kvöldin og um helgar. Þetta fannst þeim ekki vera vinna til að byrja með en seinna meir skiptu þau um skoðun og varð hún sjaldan ánægðari en þeg- ar ég kom með svið, saltkjöt eða hangi- kjöt til hennar á Eir. Ég vil þakka ást- kærri tengdamóður minni fyrir samfylgdina. Með andláti hennar er- um við að kveðja tíma sem stóðu, þrátt fyrir að vera löngu liðnir, mér og þeim hjónum ljóslifandi fyrir sjónum. Þröstur Harðarson. Í þrjátíu og átta ár höfum við fé- lagarnir átt fastan tilverupunkt í okk- ar lífi. Hann hefur gefið okkur tæki- færi til að hittast einu sinni á ári og minnast kærs vinar sem lést í umferð- arslysi 21. maí 1972. Hann var sonur Jónínu og Péturs. Á aðfangadag á ári hverju komum við félagarnir að gröf hans og kveikjum á kerti og fyrstu ár- in á eftir var síðan haldið í kaffi heim til Jónínu og Péturs. Börnin okkar voru þá gjarnan með í för og minningarnar um kræsingarnar hverfa aldrei. Aldrei kvartaði Jónína og hennar fjölskylda þótt við trufluðum friðinn á aðfanga- dag, þau tóku okkur alltaf opnum örm- um. Við breyttum tímanum og færð- um hann aftur um viku og síðan nokkrar vikur eftir því sem árin liðu, en aldrei slepptum við úr ári í heim- sóknum okkar til Jónínu. Hún var kletturinn, svo notaleg, en hikaði þó ekki við að segja okkur til syndanna. Hún talaði okkar mál, við trúðum henni fyrir leyndarmálum og hún sagði okkur sína skoðun. Hún talaði tæpitungulaust, allt eftir því hvað átti við og við hvern úr hópnum hún talaði hverju sinni. Síðustu árin hlógum við mikið saman að því hvað hún var orð- inn gleyminn, hún sýnu hæst, en þegar til kom vorum við ekkert minnugri á atburði en hún. Fyrstu árin eftir að Sigurjón dó komum við oft í heimsókn til að ræða málin. Hún studdi okkur með ráðum, hvern fyrir sig með sínum hætti, og fyrir það minnumst við hennar. Í ní- ræðisafmæli hennar, síðastliðið vor, sást vel að það voru mikið fleiri en við sem kunnu að meta hana og sáu ástæðu til að heiðra hana með nær- veru sinni þegar sjálfur forseti Íslands gerði hlé á þátttöku sinni í opinberri heimsókn þjóðhöfðingja til að sam- gleðjast henni. Nú er Jónína farin og hennar kafla lokið en við félagarnir munum halda áfram að minnast fyrr- verandi félaga okkar og móður hans um ókominn ár. Sigga, Stína, Jón og Óli, takk fyrir ykkar þolinmæði, við eignuðum okkur mömmu ykkar án þess að spyrja ykk- ur. Megi hún hvíla í friði – hvíldin og endurfundirnir voru langþráðir. Einar, Guðjón, Gunnar og Sveinn. Traustur og góður liðsmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík til margra ára, Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli, er fallin frá. Hún var í forystusveit flokksins og studdi vel við bakið á þingmönnum og borgarfulltrúum sín- um, en veitti þeim þó ávallt aðhald enda var hún ekki kona skoðanalaus. Við undirbúning kosninga, skemmt- ana eða ferðalaga á vegum Framsókn- arflokksins var hún ómissandi, ávallt boðin og búin til að rétta hjálparhönd. Slíku áhugafólki fer fækkandi í störf- um stjórnmálaflokkanna, því miður. Ég vil að leiðarlokum þakka Jónínu fyrir samfylgdina og votta fjölskyldu hennar samúð. Blessuð sé minning hennar. Alfreð Þorsteinsson. Vitundin er vandakind, hefði senni- lega mátt yrkja um meðvitund okkar og innri gerð eins og Sigurður Breið- fjörð orti um ástina forðum. Hver veit hvernig sá vefur er upp settur og hver slær þá dregla sem lífshlaup okkar eru, hvaðan þræðirnir koma, hvernig þeir leggjast hver með öðrum? Veit ég þó að Jónína Jónsdóttir var ein uppistaða míns refils með móður minni og þeim systrum á Gemlufalli, Gumma frænda, afa og ömmu, öllum á þeim bæ. Með Hansínu tók hún á móti mér, stóreygðum, sagði hún, og reifaði mig blárri peysu og upp frá því hlýju hvenær og hvar sem mig bar að henn- ar garði. Jónína talaði oftar en aðrir í mín eyru um Brekkuættina og ættarfylgj- ur hennar, skapstór og örgeðja, glað- lynd, dómhörð stöku sinnum en gjörði í raun gott úr öllu að lokum. Ég átti skjól hjá þeim Jónínu og Pétri, sem þá voru á Grenimelnum, fyrsta árið mitt í háskólanum og æ síðan í viðmóti og í raun. Fyrr man ég til lítilla stunda á bað- stofugólfinu á Gemlufalli þar sem tvinnakeflin afundin, sem Jónína færði mér, litla frænda, frá Ísafirði, fylktu liði við stokkapýramída Ingólfs eld- spýtnakóngs. Innan um þann liðsafn- að sigldu hálslangir fatasnagar strandanna á milli, kistla, rúmstæða og rokksins. Önnur leikföng hafa ekki gagnast mér betur eða orðið eftir- minnilegri. Seinna kom Jónína brunandi frá Ísafirði á brúna Willysnum í rykmekki aflagðra vega norðan yfir Röndina. Heilu og höldnu var hún naumlega sloppin úr brunanum mikla þar í bæ 1946. Heilu og höldnu ók hún vagni sínum heim að lokum. Það er gleði okkar, sem eftir lifum, að hugsa til hennar á afmælisdaginn síðasta, níræðrar, í öllum hópnum af- komenda, frændgarðs og vina. Sú stund var með þeirri reisn sem ein- kenndi alla hugsun hennar, ættrækni og alúð við framvindu lífsins. Allt er þetta nú að verða og orðið ívaf vefsins sem áður var nefndur. Ónefndur er grænn litur Litla-Garðs- hlíðarinnar sem Jónínu var ef til vill hugstæðastur alls og hún vildi að við frændsystkinin ættum að sameining- artákni. Með innilegri samúðarkveðju til að- standenda frá okkur systkinunum. Aðalsteinn Eiríksson. Jónína Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.