Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Leikur KFÍ mun snúast í kringum
bandaríska leikstjórnandann Craig
Shoen í Iceland Express-deildinni
í vetur. Schoen er 27 ára gamall
og hefur þegar leikið tvö keppn-
istímabil á Ísafirði en hann er frá
Indiana í Bandaríkjunum. Þar er
körfuboltahefðin mikil og þar ólst
engin annar en goðsögnin Larry
Bird upp. ?Já, það passar. Satt að
segja bjó ég alls ekki langt frá
þeim stað þar sem Bird bjó á sín-
um tíma,? sagði Shoen þegar
Morgunblaðið tók púlsinn á hon-
um, daginn fyrir fyrsta leikinn í
deildinni. Hann segist hafa verið
kominn á fremsta hlunn með að
hætta körfuknattleiksiðkun fyrir
tveimur árum en endaði óvænt á
Íslandi. 
Tengslanet Guðjóns er stórt
?Ári eftir að ég kláraði háskóla
íhugaði ég alvarlega að hætta í
körfuboltanum og snúa mér að
einhverju öðru. Þar til ég tók þátt
í móti á heimaslóðum og skipu-
leggjandi mótsins þekkir Guðjón
Þorsteinsson á Ísafirði. Hann kom
mér í samband við Guðjón og áður
en ég vissi af var ég kominn til
Ísafjarðar án þess að vita nokkurn
skapaðan hlut um Ísland,? út-
skýrði Shoen og honum hlýtur að
líka vel fyrst hann er að hefja sína
þriðju leiktíð á Ísafirði. ?Hér er
gott fólk og Ísafjörður er vin-
gjarnlegur bær.? Shoen segist
hafa séð á eftir þjálfaranum Borce
Ilievski en benti Ísfirðingum á
landa sinn B.J. Aldrigde sem Sho-
en kynntist hjá Georgtown (þó
ekki Georgtown sem Patrick Ew-
ing lék með). ?Ég kunni af-
skaplega vel við Borce og vildi
gjarnan hafa hann áfram. Þegar
félagaskipti hans voru um garð
gengin spurðu stjórnarmennirnir
mig hvort ég þekkti einhverja
þjálfara og ég sagði þeim að Ald-
rigde gæti haft áhuga. Fyrr en
varði voru þeir komnir í samn-
ingaviðræður við hann,? sagði
Shoen og hefur greinilega lúmskt
gaman að því hversu hratt hlut-
irnir geta gengið fyrir sig í körfu-
boltaheiminum. Shoen ætti að vera
ágætlega dómbær á íslenskan
körfuknattleik og hann segir Ís-
firðinga hafa sett stefnuna á að
komast í úrslitakeppnina. ?Ég
hafði ekki tækifæri til þess að sjá
marga leiki í Iceland Express-
deildinni en hef þó séð nokkra.
Miðað við það sem ég hef séð er
spilaður mjög góður körfubolti í
þessari deild. Við erum með gott
lið og marga hæfileikaríka leik-
menn. Ég tel okkur eiga góða
möguleika á því að gera góða hluti
á þessari leiktíð. Eins og staðan er
núna reynum við að komast í úr-
slitakeppnina og fyrir fram erum
við bara bjartsýnir,? sagði Shoen
ennfremur og bendir á að lið KFÍ
sé gerbreytt frá síðustu leiktíð. 
Sterkara lið en í fyrra
?Þetta er gerbreytt lið. Það eru
bara fjórir leikmenn sem spiluðu í
fyrra og eru enn í liðinu. Það er
slæmt og ég var hrifinn af liðinu í
fyrra. Ég tel hins vegar að við
séum einnig með mjög gott lið
núna. Við erum sterkari og með
meiri líkamlega burði. Við spilum
talsvert öðruvísi en við gerðum á
síðustu leiktíð og það er skilj-
anlegt vegna þess að við höfum
skipt um þjálfara. Við höfum spil-
að hraðan körfubolta að und-
anförnu. Vonandi tekst okkur að
halda því áfram og vera skemmti-
legt lið á að horfa,? sagði þessi
geðþekki Bandaríkjamaður við
Morgunblaðið. 
Indiana ? Ísafjörður
L50098 Sveitungi Larry Bird stjórnar leik Ísfirðinga L50098 Craig Shoen er á sínu þriðja
tímabili hjá KFÍ L50098 Frábær leikmaður sem ætlaði að hætta en endaði fyrir vestan
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Leikstjórnandi Craig Shoen er leikstjórnandi KFÍ en hann er á sínu þriðja tímabili með Ísfirðingum.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fyrir vestan telja fróðir menn um körfuknatt-
leik að KFÍ tefli fram samkeppnishæfu liði á
komandi leiktíð og kannski rúmlega það.
Körfuknattleiksunnendur mega eiga von á því
að KFÍ spili hraðan körfuknattleik og muni á
góðum degi bjóða upp á stórar tölur í stiga-
skorun. Áhorfendur ættu því ekki að verða
sviknir af því að borga sig inn á leiki með liðinu
í vetur. Gangi þetta eftir má búast við því að
KFÍ fái mikinn stuðning, hvort sem er á
heima- eða útivelli. Fá lið ef nokkurt höfðu jafn
marga stuðningsmenn að baki sér þegar KFÍ
var upp á sitt besta á tíunda áratug. Ef liðið
mun sýna lipur tilþrif eins og margt bendir til
mun það léttilega ná 500 manns á heimaleiki
og brottfluttir Ísfirðingar munu styðja við liðið
á höfuðborgarsvæðinu. Takist félaginu að end-
urvekja þessa stemningu gæti liðið komið á
óvart og læðst inn í úrslitakeppnina. Líkurnar
á því að margir Vestfirðingar muni koma við
sögu hjá liðinu eru þó litlar og það gæti mögu-
lega dregið úr stemningunni. 
Körfuknattleiksunnendur ættu að beina
sjónum sínum að bandaríska leikstjórnand-
anum Craig Schoen sem er á sínu þriðja ári á
Ísafirði. Hann lætur ekki mikið yfir sér þar
sem hann er lágvaxinn en honum hafa ekki
haldið nein bönd í 1. deildinni síðustu tvær
leiktíðir. Hann getur hvort heldur sem er rað-
að niður körfunum eða spilað samherja sína
uppi. Englendingurinn Carl Josey og Bosn-
íumaðurinn Edin Sulic lofa báðir góðu en ekki
er komin reynsla á þeirra getu. 
Af íslenskum leikmönnum binda Ísfirðingar
vonir við að Daði Berg Grétarsson muni
blómstra. Daði er 19 ára gamall og var öflugur
með Ármanni í 1. deildinni á síðustu leiktíð og
hefur leikið með yngri landsliðunum. Einnig
byrjaði Ari Gylfason með miklum látum í sigri
á Stjörnunni í Lengjubikarnum á dögunum en
hann er góð skytta og mun deila skotbak-
varðastöðunni með Panche Ilievski.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Þjálfarinn Bandaríkjamaðurinn B.J. Aldridge
stýrir KFÍ liðinu í vetur í fyrsta sinn. 
Með hraða og stemningu að vopni
N
okkrar breytingar hafa orðið á
liði KFÍ sem sigraði í 1. deild-
inni með sannfærandi hætti á síð-
ustu leiktíð. Fyrir það fyrsta hafa
orðið þjálfaraskipti. Borce Ilievski
hætti eftir nokkurra ára starf fyrir
vestan og tók við liði Tindastóls. Við
starfi hans tók Bandaríkjamaðurinn
BJ Aldridge og þreytir hann frum-
raun sína sem aðalþjálfari hjá meist-
araflokksliði. Aldridge er einungis
31 árs gamall en hefur þó talsverða
reynslu sem aðstoðarþjálfari í
bandaríska háskólaboltanum og
yngri flokka þjálfun. 
L50098L50098L50098
K
FÍ hefur misst sex leikmenn frá
því í fyrra. Fyrirliðinn Þórir
Guðmundsson ákvað að hætta vegna
anna en einnig eru Atli Hreinsson,
Guðmundur Guðmundsson og Al-
mar Guðbrandsson horfnir á braut.
Auk þeirra fóru erlendu leikmenn-
irnir Igor Tratnik og Florijan Jov-
anov.
L50098L50098L50098
K
FÍ hefur á
hinn bóginn
fengið talsverðan
liðsstyrk. Þrír er-
lendir leikmenn
hafa bæst við
hópinn, Nebojsa
Knezevic frá
Serbíu, Carl Jo-
sey frá Englandi
og Edin Sulic sem er Bosníumaður
en hefur búið í Bandaríkjunum frá
unga aldri. Einnig komu þeir Ari
Gylfason og Daði Berg Grétarsson
vestur í sumar. 
L50098L50098L50098
K
FÍ lék í
fyrsta
skipti upp í efstu
deild haustið
1996 en Guðni Ó
Guðnason, fyrr-
um landsliðs-
maður, var þá
spilandi þjálfari.
Næstu ár á eftir
tefldi KFÍ fram
sterku liði þar sem Friðrik Stef-
ánsson og Ólafur Jón Ormsson fóru
fremstir í flokki. KFÍ komst í bik-
arúrslit árið 1998 en tapaði fyrir
Grindavík. Ári síðar náði KFÍ sínum
besta árangri á Íslandsmótinu.
Hafnaði í 3. sæti í deildinni en féll úr
keppni í undanúrslitum gegn Njarð-
vík. Friðrik og Bandaríkjamaðurinn
David Bevis voru þá horfnir á braut
en Osvaldur Knudsen og Tómas
Hermannsson höfðu hins vegar
bæst við leikmannahópinn. 
L50098L50098L50098
K
FÍ lék síðast í efstu deild vet-
urinn 2004-2005 en hafnaði í
neðsta sæti. Ungur miðherji Sig-
urður Þorsteinsson fékk þá að
spreyta sig en hann leikur nú með
Keflavík sem kunnugt er. Joshua
Helm og Pétur Már Sigurðsson voru
þá atkvæðamestir hjá KFÍ.
Panche Ilievski 28 ára Bakvörður (1.85 m)
Hjalti Már Magnússon 21 árs Framherji (1.92 m)
Craig Schoen 27 ára Bakvörður (1.78 m)
Daníel Midgley 21 árs Bakvörður (1.80 m)
Darco Milosevic 24 ára Framherji (1.96 m)
Daði Berg Grétarsson 19 ára Bakvörður (1.86 m)
Nebojsa Knezevic 23 ára Framherji (1.96 m)
Ari Gylfason 21 árs Bakvörður (1.88 m)
Carl Josey 24 ára Bakvörður (1.92 m)
Gautur Arnar Guðjónsson 17 ára Miðherji (2.03 m)
Edin Sulin 23 ára Miðherji (2.03 m)
Sigmundur R. Helgason 17 ára Bakvörður (1.86 m)
Leó Sigurðsson 18 ára Bakvörður (1.88 m)
Guðni Ó. Sigurðsson 18 ára Bakvörður (1.83 m)
Jón Kristinn Sævarsson 18 ára Bakvörður (1.88 m)
Hákon Vilhjálmsson 17 ára Framherji (1.90 m)
Ingvar Viktorsson 16 ára Framherji (1.90 m)
Sævar Vignisson 18 ára Bakvörður (190 m)
Leikmannahópurinn
KFÍ VETURINN 2010-2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4