Morgunblaðið - 03.02.2011, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2011
íþróttir
Evrópuleikir Framkonur taka á móti Blomberg frá Þýskalandi í Evrópukeppni bikarhafa á
föstudag og laugardag. Karen Knútsdóttir segir Fram eiga möguleika gegn þessu sterka liði. 2
Íþróttir
mbl.is
Harpa Sif Eyj-
ólfsdóttir skoraði
fimm mörk í gær
þegar lið hennar,
Spårvägens HF,
vann Tyresö,
35:20, á heima-
velli í sænsku úr-
valsdeildinni í
handknattleik.
Með sigrinum
færðist Spårvä-
gens HF upp í fjórða sæti deild-
arinnar með 21 stig að loknum 17
leikjum níu stigum á eftir Sävehof.
Harpa Sif á
sigurbraut
Harpa Sif
Eyjólfsdóttir
Gunnar Steinn Jónsson, leikstjórn-
andi sænska úrvalsdeildarliðsins
Drott, sneri sig illa á ökkla á æf-
ingu í fyrrakvöld og gat af þeim
sökum ekki leikið með liðinu þegar
það sótti Sävehof heim í gærkvöldi
og tapaði 31:26.
Í fyrstu var óttast að Gunnar
Steinn væri brotinn en við skoðun í
gær kom í ljós að svo var ekki.
Hann verður frá keppni tíma en
Drott leikur þrjá leiki í deildinni á
næstu 10 dögum. iben@mbl.is
Gunnar Steinn
frá keppni
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Framarar hafa náð samningi við markvörðinn
Guðrúnu Ósk Maríasdóttur um að hún leiki með
liði félagsins frá og með næsta keppnistímabili.
Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum
og mun Guðrún þegar hafa skrifað undir tveggja
ára samning við Safamýrarliðið og væntanlegir
samherjar hennar verið upplýstir um málið.
Guðrún Ósk, sem verður 22 ára á þessu ári,
leikur nú með Fylki og hefur vakið mikla athygli
fyrir vasklega framgöngu í marki Árbæjarliðsins
á yfirstandandi keppnistímbili. Samningur Guð-
rúnar Óskar við Fylki rennur út í vor.
Guðrún Ósk hefur verið með annan fótinn í ís-
lenska landsliðinu, var m.a. þriðji markvörðurinn í
æfingahópi landsliðsins fyrir Evrópumeistara-
mótið í Danmörku í lok nýliðins árs. Hún varð að
láta í minni pokann fyrir Berglindi Írisi Hans-
dóttur og Írisi Björk Símonardóttur þegar Júlíus
Jónasson valdi keppnishópinn fyrir EM.
Guðrúnu Ósk verður ætlað að fylla skarð sem
Íris Björk skilur eftir sig þegar hún yfirgefur her-
búðir Fram í vor eftir tveggja ára veru. Íris Björk
hefur ákveðið að flytja til Stokkhólms með eigin-
manni sínum þar sem honum hefur boðist vinna,
eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, en ekki
náðist í Írisi Björk í gærkvöldi.
Eftir því sem næst verður komist stefnir Íris
Björk á að halda áfram í handknattleik ytra og
hyggst freista þess að ná samningi við félag í
Stokkhólmi en að minnsta kosti tvö úrvalsdeild-
arfélög eru í borginni. Landsliðskonan Harpa Sif
Eyjólfsdóttir leikur með öðru þeirra, Spårvägens
HF.
Íris Björk mun ljúka keppnistímabili með
Framliðinu sem er í hörkukeppni við Val og
Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn auk þess
sem Fram er komið í undanúrslit bikarkeppn-
innar að þessu sinni en Safamýrarliðið hefur titil
að verja í þeirri keppni.
Reyndu að krækja í Sunnu
Heimildir Morgunblaðsins herma ennfremur að
Framarar hafi áhuga á að krækja í fleiri leikmenn
úr herbúðum Fylkis. Forráðamenn handknatt-
leiksdeildar Fram munu hafa borið víurnar í
Sunnu Jónsdóttur, markahæsta leikmann Fylkis
og landsliðskonu, áður en félagaskiptaglugginn
var lokaður 31. janúar en samningar tókust ekki.
Heimildur herma ennfremur að ekki sé loku fyrir
það skotið að þráðurinn milli Sunnu og Fram
verði tekinn upp á nýjan leik þegar yfirstandandi
keppnistímabili lýkur.
Guðrún Ósk fer í mark
Framara í stað Írisar
Íris Björk á leið til Stokkhólms Sunna Jónsdóttir einnig í sigtinu í Safamýri
Guðrún Ósk
Maríasdóttir
Íris Björk
Símonardóttir
Sunna
Jónsdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir frá
Reykjavík endaði í 2. sæti í sínum
aldursflokki, 1994-1995, í stórsvigi
á heimsmeistaramóti unglinga í
Crans Montana í Sviss í gær.
Samanlagður tími hennar úr
tveimur ferðum var 2.45,15 mín-
útur en Petra Vlhova frá Slóvakíu
varð fyrst í þessum aldursflokki á
tímanum 2.36,22. Þetta er frábær
árangur hjá Freydísi Höllu en hún
endaði í 37. sæti í heildarkeppninni.
Eini Íslendingurinn sem hefur áður
unnið til verðlauna á heimsmeist-
aramóti unglinga var Björgvin
Björgvinsson árið 1998 í Frakk-
landi. Hann vann þá gull í stórsvigi.
Angelica Simari frá Argentínu
varð þriðja í gær en svo skemmti-
lega vill til að Cristian bróðir henn-
ar varð annar á eftir Björgvini árið
1998.
Þá kepptu einnig Katrín Krist-
jánsdóttir, Fanney Guðmundsdóttir
og Erla Ásgeirsdóttir en þær luku
ekki fyrri ferð. Töluverð afföll voru
í keppninni en af 120 keppendum
luku aðeins 47 báðum ferðum. Að-
stæður í Crans Montana eru mjög
erfiðar. Færið er hart og brekkan
með 386 metra fallhæð. Slíkar að-
stæður er ekki að finna á Íslandi
nema ef vera kynni í Hlíðarfjalli.
omt@mbl.is/vs@mbl.is
Freydís Halla
með silfur á
HM í Sviss
Ljósmynd/Skíðasamband Íslands
Verðlaunapallurinn Freydís Halla Einarsdóttir, til vinstri, á verðlaunapallinum í Crans Montana í gær. Fyrir miðju er sigurvegarinn í hennar aldursflokki,
Petra Vlhova frá Slóvakíu, og hægra megin er Angelica Simari frá Argentínu sem varð þriðja.