Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 8
Á VELLINUM Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Keflavík og Njarðvík hófu leik í úr- slitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna á laugardag með látum. Þeg- ar um 5 sekúndur voru eftir skoruðu Njarðvíkingar þriggja stiga körfu og komust einu stigi yfir, 73:72, en Keflavíkurliðið hafði ekki sagt sitt síðasta og lokaorðið átti Lisa Karcic sem skoraði tveggja stiga körfu um leið og flautan gall, 74:73. Leikurinn var frábær skemmtun og má búast við mikilli skemmtun í Reykjanesbæ á næstu leikjum þess- ara liða ef miðað er við þennan leik. Njarðvíkurstúlkur gera sér fyllilega grein fyrir því að vera litla liðið og þurfa að berjast vel eins og sást í þessum leik. Liðin eru nokkuð jöfn þó svo að reynslan sé töluvert meiri hjá Keflavík. Hvort það muni vega uppá móti baráttuglöðum Njarðvík- urstúlkum mun koma í ljós í næstu leikjum. „Þetta var heldur betur tæpt hjá okkur að þessu sinni. Þetta verður líkast til svona í þessari seríu. Njarð- vík er með frábært lið og við megum alls ekki vanmeta það. Þetta lið vann Hamar þrisvar í vetur en við náðum því bara einu sinni. Vörnin okkar að þessu sinni var ekki nægilega góð og við vorum svolítið á hælunum. Þetta þurfum við að laga fyrir næsta leik.“ sagði Pálína Gunlaugsdóttir eftir þennan magnaða leik. Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarð- vík var að vonum vonsvikin með tap- ið. „Við vorum grátlega nálægt því að taka sigurinn hérna í dag. Ég bjóst alveg við svona spennuleik. Þær vinna hér á heimavelli með einu stigi á síðustu sekúndunni og þetta er bara það sem koma skal í þessari seríu, þetta verður mikil barátta. Auðvitað vildi ná sigri hérna í dag en hann kemur bara í næsta leik. Við þurfum að sýna sama hungur og við sýndum í leiknum gegn Hamri í Hveragerði og það kemur hjá okkur í næsta leik,“ sagði Ólöf Helga í sam- tali við Morgunblaðið í leikslok. Næsti leikur liðanna hefst annað kvöld í Njarðvík kl. 19.15. Háspenna Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Tilþrif Miðherji Keflavíkur Bryndís Guðmundsdóttir reynir óvenjulegt skot sem Anna María Ævarsdóttir fyrirliði Njarðvíkur reynir að verjast. Njarðvíkingurinn Sara Dögg Margeirsdóttir fylgist grannt með.  Skemmtileg byrjun á rimmu Kefla- víkur og Njarðvíkur um meisaratitilinn 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011 ÚRSLITAKEPPNI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Úrslitakeppnin í blaki hefst í kvöld með tveimur leikjum í karlaflokki, en annað kvöld hefja konurnar leik. Það eru fjögur efstu liðin úr deildarkeppninni í Mikasadeildinni sem leiða þarna saman hesta sína, liðið sem varð í efsta sæti mætir því sem varð í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti mætast. Það lið sem er ofar í töflunni fær heima- leikjaréttinn og byjar á heimavelli og komi til oddaleiks verður hann einnig á heimavelli þess liðs sem er ofar í töflunni. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram, og það sama á reyndar við þegar komið er í úr- slitarimmuna, það lið sem fyrr sigr- ar í tveimur leikjum verður Ís- landsmeistari. Kópavogsdömur úr HK eiga titil að verja í kvennaflokki en hjá körl- unum eru það KA-menn frá Ak- ureyri sem eru handhafar Íslands- meistaratitilsins og eiga því þessi lið titla að verja. KA var á dögunum deildarmeist- ari og fær liðið því Þrótt frá Reykjavík í heimsókn í kvöld og í hinni viðureigninni tekur HK á móti nágrönnum sínum úr Garða- bæ, Stjörnunni. Hjá konunum taka nýkrýndir bikarmeistarar og nýorðnir deildar- meistarar, Þróttur frá Neskaup- stað, á móti KA og Kópavogsliðin HK og Ýmir mætast í hinni við- ureigninni í Fagralundi. Fyrirfram má búast við því að úrslitarimman í kvennaflokki verði á milli Þróttar frá Neskaupstað og HK, liðanna sem léku til úrslita í bikarnum á dögnum og buðu áhorf- endum þar upp á gríðarlega skemmtilegan og spennandi leik. Þetta eru einfaldlega tvö sterkustu liðin og ekkert sem bendir til ann- ars en þau mætist í úrslitarimm- unni, sem hefst þá 12. apríl, en í undanúrslitunum er leikið annan hvern dag. Í karlaflokki búast sjálfsagt allir við því að KA hampi bikarnum og það er ekki að ástæðulausu sem menn álykta þannig. Liðið vann Stjörnuna fremur auðveldlega í úr- slitum bikarsins fyrir skömmu, varð síðan deildarmeistari og hefur einfaldlega leikið best allra liða í vetur. HK og Stjarnan eru reyndar með ágætis mannskap en einhverra hluta vegna hafa liðin ekki alveg náð að sýna sitt besta og velgja KA-mönnum verulega undir ugg- um, þó svo HK hafi tvívegis unnið KA í vetur og Reykjavíkur-Þróttur vann KA einnig í deildinni. Það breytir því hins vegar ekki að KA hefur sýnt jöfnustu og bestu leikina í vetur. Búast má við hörku rimmu milli HK og Stjörnunnar þegar þau berj- ast um að fá að mæta KA í úrslit- um blaks karla. Tvöfalt hjá KA og Þrótturum? Ljósmynd/Þórir Tryggvason Undanúrslit Fríða Sigurðardóttir og félagar í HK taka á móti nágrönnum sínum úr Kópavogi, Ými í undanúrslitum á Íslandsmóti kvenna í blaki.  Úrslitakeppnin að hefjast í blakinu  HK og KA eiga titil að verja, HK í kvennaflokki og Akureyringar í karlaflokki Toyota höllin, Iceland Express deild kvenna, fyrsti leikur í úrslit- um um Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 2. apríl 2011. Gangur leiksins: 2:4, 9:12, 16:16, 20:21, 22:23, 24:30, 29:34, 34:38, 37:41, 39:43, 48:45, 53:50, 56:56, 60:62, 67:66, 74:73. Keflavík: Marina Caran 28, Lisa Karcic 15/9 fráköst/9 stolnir/3 varin skot, Bryndís Guðmunds- dóttir 12/10 fráköst, Pálína Gunn- laugsdóttir 9, Birna Ingibjörg Val- garðsdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Jóhanns- dóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2. Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn. Njarðvík : Shayla Fields 29/7 frá- köst/6 stoðsendingar, Julia Dem- irer 18/14 fráköst, Dita Liepkalne 15/14 fráköst, Ólöf Helga Páls- dóttir 6, Ína María Einarsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 2. Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreið- arsson. Áhorfendur: Ekki uppgefið. Keflavík - Njarðvík 74:73 Moggamaður leiksins Lisa Karcic, Keflavík. Karcic var hárréttur maður á réttum stað og skilaði niður mikilvægustu körfu leiksins þegar lokaflautan gall. Lisa skoraði fimmtán stig, tók níu fráköst og stal boltanum níu sinnum og því ekki ýkja langt frá þrefaldri tvennu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.