Morgunblaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2011 HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ragnar Óskarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, varð á sunnudaginn franskur bikarmeist- ari með liði sínu US Dunkerque eftir sigur á Chambéry. Ragnar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu og sagðist ekki geta hugsað sér að kveðja Dunkerque með skemmtilegri hætti en um er að ræða fyrsta titilinn í sögu félagsins en mik- ill uppgangur varð hjá félaginu skömmu fyrir síðustu aldamót. „Félagið hefur verið að eltast við þetta í ein tíu ár eða frá því að liðið fór að vera ofarlega í deildinni að jafnaði. Liðið hefur tapað úrslitaleikjum bik- arnum, deildabikarnum og einnig í Evrópukeppni og því er eiginlega ótrúlegt að þetta skuli vera fyrsti tit- ilinn. Það var því kominn tími á þetta og það er allt vitlaust í borginni. Frakkarnir ætla að halda upp á þetta langt fram á sumar,“ sagði Ragnar og gat ekki neitað því að frábært væri að upplifa þennan sigur hjá félaginu því á heildina litið hefur Ragnar leikið með liðinu í sjö keppnistímabil auk þess sem eiginkona hans og tengda- fjölskylda eru frá Dunkerque. Lætur gott heita Ragnar hefur ákveðið að láta stað- ar numið í handboltanum eftir farsæl- an feril. Hann sagði bikarmeistaratit- ilinn hafa auðveldað þá ákvörðun. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir svolitlu og tilkynnti Frökkunum hana. Á seinni hluta tímabilsins hef ég hins vegar spilað mjög mikið og gengið vel. Ég var því farinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bæta við einu eða tveimur árum en eftir þennan bik- arsigur þá er toppurinn að enda fer- ilinn með þessum hætti,“ sagði Ragn- ar en honum fannst ekki heillandi tilhugsun að leggja skóna á hilluna þegar farið væri að halla undan fæti inni á vellinum. Flott að enda á þessum nótum „Mér finnst mjög flott að enda á þessum nótum og geta tekið þá ákvörðun sjálfur í stað þess að hætta í atvinnumennskunni af því að maður fær ekki lengur samning. Skrokk- urinn er í góðu lagi og ég hefði getað haldið áfram en það er ýmislegt sem mig langar að gera þegar ferlinum lýkur,“ útskýrði Ragnar en vildi ekki fara nánar út í þá sálma að svo stöddu. Hann er þó ekki á förum frá Dunkerque og mun koma að starfi fé- lagsins á næstu leiktíð með ein- hverjum hætti. Ragnar á enn eftir að spila tvo deildaleiki í Frakklandi áður en hann lætur gott heita. Þeir leikir hafa hins vegar enga þýðingu fyrir Dunkerque sem hefur tryggt sér 3. sætið í deild- inni á eftir Nikola Karabatic og fé- lögum í Montpellier og Chambéry. Síðarnefnda félagið var einmitt and- stæðingur Dunkerque í bikarúrslita- leiknum. Leikurinn fór fram á sögu- slóðum Íslendinga eða í hinni glæsilegu Bercy-höll í París. Þar vann Ísland sigur á Póllandi í úrslitaleik B- keppninnar árið 1989. Geggjuð stemning í Bercy „Ég hafði einu sinni spilað áður í Bercy með landsliðinu en aldrei með félagsliði. Höllin tekur um 15 þúsund manns og hún var nánast full á bik- arúrslitaleiknum. Þar af voru um 2 þúsund manns sem fylgdu okkur frá Dunkerque. Ég gæti ekki hugsað mér betri endi á ferlinum,“ sagði Ragnar en borgin er nyrst í Frakklandi og því nokkurt ferðalag í höfuðstaðinn. Leikurinn olli ekki vonbrigðum því jafnt var að loknum venjulegum leik- tíma 25:25. Þá var einfaldlega gripið til vítakeppni og þar hafði Dunkerque betur 3:2. „Menn voru ekki með neitt rugl heldur drifu þetta bara af,“ sagði Ragnar léttur og bætti við. „Stemn- ingin á leiknum var geggjuð og frá- bært að upplifa þetta. Við vorum um tíma fjórum mörkum yfir í síðari hálf- leik og vorum tveimur yfir þegar tvær mínútur voru eftir en þeir náðu að jafna. Menn spiluðu gríðarlega fast og spennan var mikil. Markvörður okk- ar, Vincent Gérard, réð úrslitum því hann varði þrjú vítaköst. Hann er að mínu mati framtíðarmarkvörður í franska landsliðinu og var valinn besti markvörður deildarinnar,“ sagði Ragnar sem lék um helming leiktím- ans í stöðu leikstjórnanda og það hef- ur verið hans hlutskipti í vetur að mestu leyti. Ragnar bik- armeistari á söguslóðum Morgunblaðið/Kristinn Frakkland Ragnar Óskarsson hefur átt farsælan feril í franska handboltanum frá árinu 2000 og lýkur honum sem bikarmeistari með Dunkerque.  Leggur skóna á hilluna að tímabilinu loknu  Fyrsti titillinn í sögu Dunkerque RAGNAR ÓSKARSSON » Ragnar verður 33 ára í ágúst og er uppalinn ÍR-ingur þar sem hann lék til ársins 2000. Þá hélt Ragnar til Dunkerque og lék með liðinu í fjögur ár, síðan eitt ár með Skjern í Dan- mörku, tvö með Ivry í París og eitt með Nimes í suðurhluta Frakklands. Loks sneri hann aftur norður til Dunkerque sumarið 2008. » Ragnar, sem sleit tvisvar krossband í hné, var tvívegis valinn besti leikstjórnandinn í Frakklandi með Dunkerque og varð markakóngur deildarinnar með Ivry. Þar varð hann Frakk- landsmeistari árið 2006. Um helgina bættist svo bik- armeistaratitillinn í safnið. »Ragnar lék 99 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 158 mörk. Ragnar skoraði eitt sinn 17 mörk í leik með U18 ára landsliði Íslands gegn Póllandi. Íslenskt íþróttafólk hefur gert það gott í Dan- mörku á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka þar í hinum ýmsu greinum. Íslendingar hafa fagnað dönskum meistaratitlum í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik á undanförnum vikum. Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson eru danskir meistarar í handknattleik með AG Köbenhavn, og Arnór sem fyrirliði liðsins. Sölvi Geir Ottesen er danskur meistari í knatt- spyrnu með FC Köbenhavn. Guðni Valentínusson er danskur meistari í körfuknattleik með Bakken Bears. Hrannar Hólm stýrði liði SISU til danska meistaratitilsins í körfuknattleik kvenna. Þá er Aron Jóhannsson orðinn meistari í dönsku 1. deildinni í knattspyrnu með AGF. Elsa Sæný Valgeirsdóttir var síðan hársbreidd frá danska meistaratitlinum í blaki en lið hennar, Holte, tapaði í oddaleik í úrslitum. vs@mbl.is Íslendingar sigursælir í Danmörku í vetur Rúnar Kárason og félagar í Bergischer Löwen tryggðu sér um helgina sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik, efstu deildinni þar í landi. Þeir lögðu Aue, 25:22, í lokaumferðinni og fóru þar með upp fyrir Hüttenberg sem tapaði óvænt á sama tíma fyrir Saarlouis, 36:35. Rúnar skoraði 5 mörk fyrir Bergischer sem fékk þar með 54 stig og vann suðurriðil 2. deildar, en Hüttenberg varð í öðru sæti með 53 stig og þarf að fara í umspil. Rúnar kom til Bergischer í láni frá Füchse Berlín um áramótin og samdi til vorsins, þannig að óljóst er hvort hann mun leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Bergischer er sameinað lið Solingen og Wuppertal en með Wuppertal hófu Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson atvinnumanns- ferilinn undir lok síðustu aldar. Þar spiluðu þeir með Geir Sveinssyni og undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Arnar Jón Agnarsson skoraði 5 mörk fyrir Aue sem náði ekki að komast í hóp níu efstu liða og féll þar með í 3. deild. Aue endaði í 11. sæti af 18 liðum en riðlarnir tveir í 2. deildinni verða sameinaðir í einni deild næsta vetur. Gylfi og Minden fara í umspilið Hildesheim vann norðurriðilinn og fer beint upp ásamt Bergischer. Gylfi Gylfason skoraði 6 mörk fyrir Minden sem vann Wilhelmshavener, 26:25, og endaði í öðru sætinu, stigi á eftir Hildesheim sem missteig sig ekki í loka- umferðinni. Minden fer í umspil gegn Hüttenberg og sigurliðið í því einvígi mætir þriðja neðsta liði í úrslitaleikjum um sæti í 1. deildinni. Það verður annaðhvort Ahlen- Hamm eða Friesenheim. Íslendingaliðin Emsdetten, Nordhorn, Bittenfeld og Eisenach enduðu öll í efri hluta 2. deildar og spila í nýju 2. deildinni. Aue var eina Íslendingaliðið sem varð að sætta sig við að fara niður í 3. deild en þangað féll helmingur liðanna í riðlunum tveimur. vs@mbl.is Rúnar og Bergischer Löwen fóru upp í 1. deildina Rúnar Kárason Svíþjóð A-DEILD: Elfsborg – Halmstad ............................... 3:2  Jónas Guðni Sævarsson var í liði Halm- stad og var fyrirliði en var skipt af velli eftir aðeins 15 mínútur vegna meiðsla. Mjällby – Djurgården .............................. 3:0 Staðan: Helsingborg 9 6 2 1 12:5 20 Malmö FF 9 5 2 2 12:10 17 Elfsborg 9 5 1 3 15:12 16 Kalmar 9 5 1 3 11:8 16 Gefle 9 4 3 2 11:9 15 AIK 8 4 2 2 11:8 14 Trelleborg 9 4 2 3 14:15 14 GAIS 9 4 1 4 12:11 13 Örebro 9 4 1 4 12:11 13 Norrköping 9 4 1 4 12:14 13 Hacken 9 3 3 3 15:11 12 Gautaborg 9 3 2 4 11:12 11 Mjällby 9 3 1 5 8:8 10 Syrianska 8 1 2 5 5:11 5 Djurgården 9 1 2 6 8:15 5 Halmstad 9 1 2 6 6:15 5 B-DEILD: Falkenberg – Ängelholm........................ 1:0  Heiðar Geir Júlíusson kom inn á hjá Ängelholm á 87. mínútu. Öster – Västerås ...................................... 0:0  Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn með Öster. Bandaríkin Boston Breakers – Philadelphia............ 1:1  Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á hjá Philadelphia á 69. mínútu. Staðan: West. New York 6 5 1 0 16:6 16 magicJack 4 3 0 1 5:4 8 Philadelphia 5 2 2 1 8:6 8 Boston 7 2 1 4 9:10 7 Sky Blue 5 1 1 3 6:7 4 Atlanta 7 1 1 5 5:16 4 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Afturelding .......... 18 Fylkisvöllur: Fylkir – Valur ................ 19.15 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Þróttur R... 19.15 KR-völlur: KR – Breiðablik................. 19.15 Bikarkeppni karla, Valitor-bikarinn: Hveragerði: Hamar – KFS....................... 18 3. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Björninn ...... 20 Vopnafjörður: Einherji – Huginn ............ 20 Í KVÖLD! Ísland mætti í gær Se aramóti landsliða í ba í öllum viðureignunum Í tvenndarleik sigu þau George Cupidon o Atli Jóhannsson ha 21:19 og 21:14. Magnús Ingi Helga George Cupidon í tvíl Tinna Helgadóttir v tvíliðaleik fögnuðu þæ sigri gegn Cynthiu Co Ísland sat hjá í fyrstu umferðinni á sun að tapa fyrir Srí Lanka, 0:5, og Filippsey eyjum, 5:0, þannig að ljóst er að baráttan Filippseyja. Síðastnefnda þjóðin er fyrir Stórsigur í fyr Tinna Helgadóttir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, verður ekki með liðinu þeg- ar það mætir FH í Valitor- bikarkeppni KSÍ á fimmtudaginn en hann fór meiddur af velli gegn Breiðablik á sunnudaginn. Hann segir þó að aðeins sé um bólgur í ökkl- anum að ræða. „Það er mögu- leiki að ég nái leiknum á mánu- daginn ef ég á að vera bjartsýnn,“ sagði Albert. Guðmundur Krist- jánsson, leikmaður Breiðabliks, sem braut á Alberti, hringdi í hann síðar um kvöldið og bað hann af- sökunar. „Það var fagmannlega gert. Guðmundur er, eins og ég, al- vörukarlmaður og þá getur svona lagað gerst.“ omt@mbl.is Albert ekki með gegn FH Albert Ingason Skannaðu kóðann til að sjá mynd- band frá víta- keppninni í Bercy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.