Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ ÞorvaldurBjörnsson fæddist í Húna- vatnssýslu 27.3. 1935. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík 19. sept- ember 2011. Foreldrar hans voru Björn Sig- valdason bóndi í Bjarghúsum, f. 16.2. 1902, d. 12.5. 1993 og kona hans Guðrún Teitsdóttir, f. 21.1. 1906, d. 9.7. 1988. Systkini Þor- valdar eru Jóhanna leiðbein- andi, f. 4.8. 1930, maki Jón Marz Ámundason, látinn og Hólmgeir tölfræðingur, f. 18.5. 1937, maki Jónína Guðmunds- dóttir. Þann 30.6. 1956 kvæntist Þorvaldur Kolbrúnu Sæunni Steingrímsdóttur læknaritara, f. 13.2. 1936. Foreldrar hennar voru Steingrímur Þórðarson húsasmíðameistari, f. 10.5. 1912, d. 24.7. 1984 og Guðrún Pétursdóttir, f. 7.5. 1910, d. 22.12. 1951. Þorvaldur og Kol- brún eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Steingrímur, leikmyndagerðarmaður, f. 3.9. 1956, maki Helga Sjöfn Guð- jónsdóttir, f. 9.2. 1955. Börn þeirra eru: a) Telma, f. 8.7. 1976, maki Aðalsteinn Haukur Sverrisson og eiga þau 3 börn. b) Axel, f. 28.10. 1984. c) Val- gerður, f. 27.7. 1987, sambýlis- maður Christian M. F. Nielsen. 2) Guðrún, móttökustjóri, f. 8.12. 1958, maki Guðmundur E. námskeið m.a. í þjóðlegri tónlist hjá Nordlek í Holstebro 1978 og Bjeringbro 1980. Þá stundaði hann nám í orgelleik og stjórn- un hjá prófessor Dickel og C. Goldzsah í Hamborg. Þorvaldur var kennari í Langholts- og Vogaskóla árin 1968-1973, í Breiðagerðisskóla 1973-2002, Víðistaðaskóla Hafnarfirði 1973-1974 og í Tónlistarskóla Garðabæjar 1976-2001. Hann var ráðinn organisti í Vest- urhópshólakirkju aðeins 15 ára gamall. Síðar varð hann org- anisti í Hvalsneskirkju 1971- 1972, í Garðakirkju 1972-1987 og í Bessastaðakirkju 1977- 1999. Hann var hljóðfæraleikari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur um margra ára skeið við danssýningar og á mótum bæði hérlendis og erlendis. Þorvald- ur var söngstjóri Karlakórs Húnvetningafélagsins árin 1965-1972, Söngfélags Skaffell- inga 1977-1982 og barnakórum Langholts- og Breiðagerð- isskóla. Þá sat hann í stjórn Tónmenntakennarafélags Ís- lands og Þjóðdansafélags Reykjavíkur og í trúnaðarráði Kennarafélags Reykjavíkur um árabil. Þorvaldur var í félagi harmonikkuunnenda og stjórn- aði hljómsveit félagsins um ára- bil. Hann var gerður að heið- ursfélaga í félaginu árið 2005. Þá var hann félagi í Oddfellow- stúkunni Þorfinni karlsefni frá árinu 1987. Þorvaldur var hagur maður og hafði mikinn áhuga á hvers konar handverki. Stundaði hann m.a. bæði útskurð og rennismíði og liggja eftir hann margir fallegir gripir. Þá samdi hann fjölmörg lög. Útför Þorvaldar fer fram frá Áskirkju í dag, 30. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Finnsson, verk- efnastjóri, f. 17.11. 1955. Börn þeirra eru: a) Jóhanna Kolbrún, f. 6.6. 1977, maki Bene- dikt Sigurðsson og eiga þau 1 dóttur. b) Guðmundur Snær, f. 27.12. 1984, sambýliskona Guðný H. Gríms- dóttir og á hann 2 börn. c) Sævar Steinn, f. 12.4. 1989, sambýliskona Ylfa Lár- usd. Ferrua. 3) Hólmfríður, kennari, f. 24.10. 1961, maki Gunnar Sigurðsson, vélfræð- ingur, f. 22.2. 1957. Börn þeirra eru: a) Þorvaldur Sævar, f. 9.5. 1980, sambýliskona Arna B. Kristbjörnsdóttir og eiga þau 2 syni. b) Sigurður Ágúst, f. 6.3. 1985. c) Fannar Freyr, f. 16.12. 1987. d) Gunnar Freyr, f. 16.12. 1987. 4) Björn, saksóknari, f. 16.1. 1967, maki Anna Gunn- arsdóttir, barnaskurðlæknir, f. 27.6. 1969. Börn þeirra eru: a) Gunnar Húni, f. 10.9. 1995. b) Kolbrún, f. 6.10. 1999, c) Lilja, f. 12.9. 2008. Þorvaldur bjó í Bjarghúsum til ársins 1955, en þá fluttist hann til Reykjavíkur til að hefja nám við tónlistardeild Kenn- araskóla Íslands og útskrifast hann um vorið 1956. Hann lærði húsasmíði árin 1956-1965, hlaut sveinsbréf 1961 og meistarabréf í húsasmíði 1965. Var við nám í Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar organistanámskeið í Skálholti og sótti ýmis tónmennta- Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Í dag er borinn til grafar eiginmaður minn, Þorvaldur Björnsson, eftir langvarandi og erfið veikindi. Baráttan hefur verið löng og ströng og þótt maður vissi fyrir löngu að hverju stefndi er áfallið samt mikið. Þá er gott að eiga allar góðu minningarnar alveg frá því við giftum okkur 30. júní 1956. Á næstu tíu árum eignuðumst við börnin okkar fjögur og byggð- um húsið okkar í Efstasundi 37, og oft var mikið að gera. Lítið var um ferðalög fyrstu búskap- arárin en þó var alltaf á hverju sumri farið í Húnavatnssýslur. Þá var stundum farið í útilegu út á tún með nesti og það þótti mínum börnum gaman. Þetta var alveg dásamlegur tími í mínum huga. Okkur Þorvaldi þótti mjög gaman að ferðast og þegar börnin stækkuðu fórum við að ferðast meir. Við ferð- uðumst víða bæði hér heima og erlendis, t.d. leigðum við sum- arhús í öllum landshlutum og skoðuðum okkur um. Eins ferðuðumst við með Þjóðdansafélaginu, Harmon- ikkuunnendum, Oddfellow og tónmenntakennarafélaginu bæði innanlands og erlendis. Við fórum einnig nokkrar ferðir með Bændaferðum, allt voru þetta skemmtilegar ferðir með góðum félögum, en bestar voru samt ferðirnar flug og bíll, bara við tvö og lentum við í mörgu skemmtilegu. Okkar mesta gæfa eru börn- in okkar fjögur sem alltaf hafa reynst okkur svo vel, ekki síst þessi erfiðu veikindaár. Héld- um við hópinn og fórum í mörg ferðalög öll saman og allir vildu vera með, börnin okkar, tengdabörn, barnabörn og líka barnabarnabörnin. Við fórum í ferðir að Klömbrum undir Eyjafjöllum, þar var sungið, dansað, hæfi- leikakeppni og afi spilaði fyrir dansi og söng og allir vildu fara fljótt aftur. Ég ætla að nefna eina góða ferð í viðbót þegar var farið að Kolugili í Víðidal, sem við höfðum leigt. Þar er stór bær og við höfðum leyfi til að koma með húsvagna og tjöld. Allir mættu, þrjú elstu barnabörnin höfðu skipulagt leiki við allra hæfi og var glens og gaman alla helgina. Ég vil að lokum þakka inni- lega öllu því fólki sem annaðist Þorvald á Skjóli, fimmtu hæð. Eins sendi ég kærar kveðjur í Drafnarhús með þakklæti fyrir alla hjálpina. Kolbrún Steingrímsdóttir. Þorvaldur Björnsson, tengdafaðir minn, er látinn eft- ir langa baráttu við erfið veik- indi. Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar hjá Þorvaldi, Kollu og fjölskyldu en aldrei heyrði ég Þorvald kvarta yfir stöðu sinni. Hann tókst á við veikindin af sama æðruleysinu og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Maður eignast ekki tengda- föður nema með því að fanga athygli dóttur þess manns. Þetta tókst mér 1978 og strax við fyrstu kynni af Efstasunds- fjölskyldunni fann ég mig vel- kominn og af hverju ég hafði fallið fyrir Gunnu. Fljótlega eftir það fluttist ég í Efstasund 37 og í framhaldi af því var hafist handa við að gera kjall- arann kláran fyrir okkur kær- ustuparið og Jóhönnu dóttur okkar til að búa í. Þar bjugg- um við í fjögur ár meðan við vorum að byggja okkar eigin íbúð. Ég gerði mér strax grein fyrir því að Þorvaldur væri hagleiksmaður á allt sem hann tók sér fyrir hendur og ein- stakur tónlistarmaður. Ekki var haldið afmæli eða jólaboð í fjölskyldunni nema Þorvaldur kæmi með harmónikuna og spilaði undir söng og dansi. Við Gunna fórum í mörg ferðalög með Þorvaldi og Kollu norður í Húnavatnssýslu að Bjarghúsum og um nærsveitir. Þá fékk maður að heyra sögur úr bernsku Þorvaldar og sögur af fyrstu kynnum hans og Kollu í sveitinni. Upp í huga mér kemur fyrsta ferðalag mitt norður í Húnavatnssýslu á æskuslóðir Þorvaldar. Þetta sumar hafði Kjölur verið gerð- ur fólksbílafær og var því ákveðið að fara þá leið norður, á Skoda og Renault 4. Þetta var skemmtileg ferð í alla staði, mikið stoppað á leiðinni norður, sagt frá fjöllum og kennileitum þegar við nálguð- umst Húnavatnssýslur. Þorvaldur og Kolla ferðuð- ust mikið innanlands og er- lendis. Ég held að það sé ekki til það fjallaskarð í Ölpunum sem þau hafa ekki farið um. Við heimkomu úr þessum ferð- um sagði Þorvaldur frá ferð- inni með hjálp landakorts og ljósmynda þannig að það var eins og maður hefði verið með í ferðinni. Við fjölskyldan fórum með í eina slíka ferð þar sem ekið var um Mósel, Rínardal- inn, Svartaskóg, Sviss og Aust- urríki. Með góðri og fræðandi leiðsögn Þorvaldar og Kollu varð þetta eitt af minnisstæð- ustu ferðalögum okkar. Þegar Sævar sonur minn var 10 ára fór hann að sýna því áhuga að læra á harmóniku. Brást Þorvaldur strax við því og keypti litla harmóniku svo hann fengi þessa ósk uppfyllta. Þorvaldur kenndi Sævari í nokkur ár, þar til veikindin komu í veg fyrir það. Tommi og Anna börn Guðmundar son- ar okkar komu oft í heimsókn í Efstasundið og oftar en ekki lokkaði Tommi langafa sinn þó veikur væri að píanóinu til að spila. Þorvaldur kynnti mig fyrir starfi Oddfellow-reglunar en hann var bróðir í stúkunni nr. 10, Þorfinni karlsefni, og bauð hann mér að sækja um inn- göngu sem ég gerði. Einkunn- arorð Oddfellowa er vinátta, kærleikur og sannleikur, eftir þessum þremur gildum leitast reglubræður við að lifa og þar með að betra sjálfa sig, þetta finnst mér að ég hafi best séð í fari og lífi bróður míns Þor- valdar. Í dag kveð ég góðan vin, tengdaföður og bróður. Bless- uð veri minning þín og hvíl í friði. Guðmundur Eggert Finnsson. Ég er búin að fá alveg dásamlegan mann til að spila fyrir gamla fólkið á Landakoti sagði vinkona mín sem var iðjuþjálfi þar. Hann spilar á harmonikku, orgel og píanó. Hvað heitir hann? spyr ég. Hann heitir Þorvaldur Björns- son. Hann er mágur minn, segi ég. Nei, það getur ekki verið, hann er mun eldri en þú. Hann er samt mágur minn, svara ég. Ókei, en þú stelur honum ekki frá okkur á Hjúkrunarheimilið Sóltún þar sem ég vann á þess- um tíma. Hann Þorvaldur er eins og sólin sagði mamma oft um hann. Fólk sem hefur tón- listarhæfileika eins og hann er nefnilega þannig að það gefur samferðafólki sínu ótrúlega sólargeisla og lífinu gleði sem er ómetanleg. Nú þegar sólin lækkar á lofti og haustlitirnir skarta sínu fegursta kveðjum við Þorvald Björnsson. Heimili Kollu systur minnar og Þorvaldar í Efstasundi 37 var félagsmiðstöð fjölskyldunn- ar þegar ég var barn. Þar ríkti ætíð glaðværð og góðmennska í bland við skemmtilegan húmor. Þar var alltaf gott að koma og oft var Þorvaldur að spila og við hin að syngja þegar fjöl- skyldan kom saman. Þetta eru dýrmætar minningar. Þorvald- ur lifði og hrærðist í tónlist alla daga. Hann stjórnaði hljóm- sveit og kórum, var organisti og spilaði fyrir Þjóðdansafélag Reykjavíkur og víðar. Þorvald- ur var prúður og hógvær mað- ur, hann hreykti sér ekki þann- ig að maður vissi eiginlega ekki alltaf við hvað hann var að fást hverju sinni. Oft hef ég líka hugsað um hvað hann var ein- staklega bóngóður. „Ekkert mál“ sögðu Kolla og dætur hennar. „Hann Þorvaldur (eða pabbi) spilar.“ Og þannig var það. Að útsetja jólalög fyrir börnin í fjölskyldunni sem voru komin mislangt í hljóðfæraleik og samstilla þau vafðist ekki fyrir honum. Að spila í brúð- kaupi mínu og afmæli er ég honum þakklát fyrir. Þrátt fyr- ir að minnið sviki hann sein- ustu árin sviku tónlistarhæfi- leikar hans hann ekki. Ein hending og hann spilaði lagið. Ég veit að starfsfólkið í Drafn- arhúsi þar sem rekin er dag- þjálfun fyrir fólk með heilabil- un saknar hans og minnist þeirrar gleði sem hann veitti þar öllum. Elsku Kolla og fjölskylda: Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Blessuð sé minning Þor- valdar. Guðmunda Steingrímsdóttir. Elsku afi minn er látinn. Hann var yndislegur maður og ég veit að ég á eftir að sakna hans mikið. Mér verður hugsað til baka til þess tíma sem við áttum saman og sé að ég hef verið mjög lánsöm. Ég bjó með foreldrum mín- um í kjallaranum hjá ömmu og afa þar til ég var sex ára og var því mjög mikið hjá þeim. Ég hef í gegnum tíðina verið í miklu sambandi við ömmu og afa. Þegar ég var yngri leið varla sú helgi að ekki væri komið við í Efstasundinu. Þar hittumst við öll frændsystkinin, yngri krakkarnir léku sér sam- an meðan fullorðna fólkið sat og talaði saman í eldhúsinu. Það var fátt skemmtilegra en að fá afa til að spila á píanó- ið og syngja og dansa með. Ég byrjaði snemma að læra á fiðlu og spiluðum við afi oft saman, ég man sérstaklega eftir einu rússnesku lagi sem var samið fyrir fiðlu og harmonikku sem var í miklu uppáhaldi hjá okk- ur og spiluðum við það oft, bæði í Efstasundinu og á ein- hverjum mannamótum. Eitt skipti vorum við fengin til að spila undir borðhaldi þar sem hópur af Svíum var. Þegar borðhaldinu lauk kom einn gestanna og spurði afa hvort hann kynni ákveðið sænskt lag en það þekkti hann ekki. Mað- urinn raulaði þá lagið og afi fylgdi honum eftir á nikkunni. Afi leit á mig og sagðist ekki hafa hugmynd um hvaða lag þetta væri og glotti. En fyrr en varði var hann farinn að spila lagið og allur salurinn söng með. Þetta er eitt dæmi um það hversu músíkalskur hann var. Eitt skipti fékk hann okkur Fríðu til að spila með sér í sunnudagsmessu í Bessastaða- kirkju. Það var frábært að fá að taka þátt í því og enn skemmtilegra að fá að spila þar með afa og stóru frænku. Afi samdi nokkur lög um ævina og eitt lagið hefur alltaf verið kallað Jóhönnulagið. Hann vaknaði eina nóttina stuttu eftir að ég fæddist við draum þar sem spiladós sem ég átti var að raula fyrir mig lag. Afi flýtti sér að píanóinu til að spila lagið og koma því niður á blað áður en hann gleymdi því. Hann var einn af þeim sem stukku alltaf til ef einhvern vantaði aðstoð. Ef hann var beðinn um að spila þá var hann rokinn og fannst það ekkert mál. Afi hafði mjög skemmti- legan og lúmskan húmor. Ég á eftir að sakna þess heyra hann hlæja. Ég sé að ég gæti haldið endalaust áfram að tala um það sem ég er þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að hann skyldi ná að spila brúðarmars- inn í brúðkaupinu mínu, ferða- lagið sem við fjölskyldan fór- um með ömmu og afa til Evrópu og svo mætti lengi telja. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku afi minn. Takk fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Jóhanna Kolbrún. Eftir að Þorvaldur bróðir minn missti heilsuna fyrir um tíu árum hef ég oft hugsað til þess hve mikinn þátt hann átti í uppfræðslu og þroska yngri bróður síns. Á tíma farskól- anna hófst skólagangan við tíu ára aldur (nú 5. bekk). Fræðsluskylda hvíldi á heim- ilunum og börnin voru prófuð í lestri, skrift og reikningi frá áttunda ári. Foreldrar kenndu elstu börnunum sem svo kenndu þeim yngri. Það gat gengið misjafnlega þótt sam- viskusamlega væri að því stað- ið. Systkini mín, sem voru eldri, voru fljót að læra að lesa, einkum Þorvaldur. Ekki gekk eins vel hjá yngsta barninu, kennarinn tveimur ár- um eldri en nemandinn sem glápti bara út í loftið. Betur gekk síðar þegar kom að reikningi og ýmsum þáttum eðlisfræði og tækni. Það stend- ur mér fyrir hugskotssjónum þegar við vorum fyrir neðan tún, e.t.v. að laga girðingu eða grafa skurð, eða bara gera ekki neitt, að ég lærði marg- földun almennra brota. Þorvaldur var lipur í sendi- ferðum og mikið á ferðinni. Hann var eftirtektarsamur, mundi hvernig fólk var klætt og var með opin augu ef ein- hvers staðar var verið að taka sundur vél. Komst yfir Jeppa- bókina, las og lærði, og gat oft- ast sett saman það sem hann tók í sundur. Hann festi sér þekkinguna í minni með því að útskýra fyrir bróður sínum, sem oft var skilningsvana, starfsemi blöndungs, kerta og kveikju. Þegar kom að gír- skiptingunni var kennslugagn- ið drifkassi úr Herkules-sláttu- vél sem hafði brotnað þegar hestarnir fældust með hana. Þegar þeir nágrannarnir Björn í Bjarghúsum og Trausti á Hörghóli lögðu í þá fjárfest- ingu fermingarvor Þorvaldar að kaupa dráttarvél varð Þor- valdur í fyrstu vélamaðurinn, smurði og skipti um olíu. Þetta var Massey Harris 22, trylli- tæki sem mátti keyra á 35 km hraða, eitt hraðskreiðasta öku- tæki sveitarinnar. Þetta var í upphafi jarðræktarskeiðsins og jarðýtur farnar að brjóta land. Um sumarið fór Þorvald- ur milli bæja í Víðidal á vél- inni, herfaði flög og bjó undir sáningu. Þorvaldur fór snemma að spila á hvert það hljóðfæri sem hann komst í tæri við. Hann fór á námskeið hjá Sigurði Birkis, lærði á orgel hjá Páli Kr. Pálssyni og spilaði við fermingu í Vesturhópshólum árið eftir að hann fermdist. Um líkt leyti eða fyrr fór hann að spila á böllum. Næmi Þor- valdar náði til umhverfis og náttúru ekki síður en tónlistar. Þorvaldur veitti því fyrstur at- hygli þegar jaðrakaninn kom norður, líklega 1947 eða 1948, og var árviss eftir það á engj- unum í Bjarghúsum. Hann naut þess að ferðast, oft sem harmónikkuleikari með hópum, en bílferðirnar um Evrópu með Kolbrúnu veittu mesta ánægju. Í minnisleysinu sein- ustu árin gat það glatt Þorvald að rifja upp gömul atvik eins og þegar örninn kom eða þeg- ar hann hjólaði daglega út Vatn í mánuð að vetrinum þeg- ar skólinn var á Efri-Þverá. Þorvaldur og Kolbrún tóku ung saman. Sambúð þeirra var farsæl og börnum og barna- börnum hefur vegnað vel. Það varð Kolbrúnu mikið áfall þeg- ar Þorvaldur missti heilsuna, en hún annaðist hann af mikilli alúð þar til yfir lauk. Hugur okkar Junnu er hjá Kollu og börnunum. Hólmgeir Björnsson. Hjartkær móðurbróðir minn hefur lokið lífsgöngunni, erfiðu sjúkdómsstríði lokið. Alla tíma hefur Þorvaldur verið mér ná- inn og kær frændi. Þegar ég fæddist heima í Bjarghúsum sótti hann ljósmóðurina á trak- tor, fágætu farartæki sem afi hafði keypt í félagi við ná- grannabónda. Þorvaldur ólst upp á menn- ingarheimili afa og ömmu, þar var spilað á hljóðfæri, sungið og lesnar bækur. Sveitastörfin einkenndust af framsýni og áræðni, tæknivæðing úti sem inni tekin í notkun, m.a. rafljós frá vindrafstöð. Þorvaldur var ávallt léttur í lund, fróðleiksfús, og uppá- tektarsamur og lét sér fátt óviðkomandi. Eitt sinn spurði hann ömmu hvort hann mætti gera við klukku heimilisins, amma neitaði því. „En ég er búinn að því,“ svaraði hann þá. Mér er minnisstætt þegar Þorvaldur og Kolbrún komu heim í Bjarghús milli jóla og nýárs árið 1955 nýtrúlofuð, ásamt mömmu með nýfædda systur mína og Hólmgeir. Allt var bjart og fallegt. Við feng- um gjafir, bækur sem lesnar Þorvaldur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.