Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 3
ÖRFUBOLTI
stján Jónsson
@mbl.is
nney Lind Guðmundsdóttir fluttist frá
eragerði til Frakklands í sumar og gerð-
atvinnumaður í körfuknattleik eftir gott
gi með Hamri undanfarin ár. Fanney
k til liðs við Union Sportive de La Gla-
ie sem leikur í 2. deildinni. Hún hefur nú
lið ytra í um tvo mánuði og líst vel á.
Mér líst rosalega vel á þetta en ég er
að reyna að komast inn í hlutina. Þetta
fyrsta skipti á ferlinum sem ég spila
r annað félag en Hamar og þetta er al-
nýtt fyrir mér. Hér er engin enska töl-
og ég hlusta á þjálfarann gefa skipanir á
nsku á öllum æfingum og reyni svo að
na út hvað hann var að segja,“ sagði
nney og hló en auk hennar eru tveir er-
dir leikmenn hjá félaginu, frá Póllandi
Þýskalandi. Fanney segir aðra þeirra
a fyrir sig þegar á þarf að halda en
nney er á leiðinni í frönskunám. „Ég
f að læra þetta tungumál, það er nokkuð
t.“
Pakkað hús á heimaleikjum
USLG er staðsett í Cherbourg í Norm-
andí-héraði sem er í norðvesturhluta
Frakklands. Fanney segir um 60 þúsund
manns búa á Cherbourg-svæðinu og þar sé
góð stemning fyrir íþróttum. „Stemningin
er rosaleg á heimaleikjum hjá okkur.
Íþróttahúsið er alveg pakkað af fólki og
mikil læti. Félagið var í deildinni fyrir neð-
an fyrir um þremur árum síðan en komst
þá upp í 2. deildina. Við eigum að vera miðl-
ungslið í deildinni en höfum komið á óvart.
Við lékum á laugardaginn á móti sterkasta
liði deildarinnar sem hefur verið að rústa
leikjum með upp undir fimmtíu stiga mun.
Við töpuðum með fimm stiga mun þar sem
úrslitin réðust á síðustu mínútu,“ benti
Fanney á.
Bjó í mánuð hjá þjálfaranum
Fanney segir allan aðbúnað vera góðan
hjá félaginu. Hún býr með fjögurra ára
gamalli dóttur sinni og fær „Au pair“ til að
gæta hennar fyrir sig þegar á þarf að halda
enda er oft á tíðum æft tvisvar á dag. „Ég
þurfti að bíða í mánuð eftir því að komast í
íbúðina og þurfti að dvelja heima hjá þjálf-
aranum í mánuð. En um leið og dóttir mín
kom út fengum við íbúð og mér líkar mjög
vel hérna,“ sagði Fanney en hvernig kom
það til að hún endaði sem atvinnumaður í
Frakklandi?
„Ég tók þá ákvörðun eftir keppn-
istímabilið 2009-2010 að vinna í því að kom-
ast í atvinnumennsku. Ágúst Björgvinsson
aðstoðaði mig við þetta en svo hafði erlend-
ur umboðsmaður samband við mig. Hann
hafði rætt við Juliu Demirer sem ég spilað
með í Hamri og hún sagði honum að ég
væri að leita að liði. Þessi umboðsmaður
hefur mjög góð sambönd í Frakklandi en
þetta var í raun í vinnslu frá því í apríl og
nánast fram í ágúst,“ sagði Fanney Lind
Guðmundsdóttir í samtali við Morg-
unblaðið.
Morgunblaðið/Golli
Frakkland Fanney Lind Guðmundsdóttir frá Hveragerði er komin í at-
vinnumennsku í Normandí-héraði í Frakklandi.
„Við höfum komið á óvart“
Fanneyju Lind líst vel á sig í frönskum körfubolta „Au pair“ gætir dótturinnar
meðan móðirin er á æfingum Julia Demirer benti umboðsmanni á Fanneyju
Fanney Lind Guðmundsdóttir
» 22 ára körfuboltakona frá Hvera-
gerði sem er orðin atvinnumaður í
Frakklandi.
» Leikur sem framherji og glímir iðu-
ega við leikmenn sem eru upp undir
90 cm á hæð. Sjálf segist hún „að-
eins“ vera 178 cm.
» Gerði eins árs samning í sumar við
ranska 2. deildar liðið Union Sportive
de La Glacerie. Frakkarnir hafa áhuga
á því að framlengja samninginn.
num
Morgunblaðið/Golli
stur Matthías Vilhálmsson, fyrirliði FH-inga, er leikmaður ársins 2011
Morgunblaðinu og hann fékk veglegan bikar frá blaðinu að launum.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég held að allt sé mögulegt. Við erum að
vísu í erfiðum riðli en ég held að ef við spil-
um eins við getum best þá eigum við
möguleika á að vinna keppnina og tryggja
okkur keppnisrétt á næstu Ólympíu-
leikum,“ segir hin hálf-íslenska Morgan
Þorkelsdóttir, sem leikur með bandaríska
landsliðinu í handknattleik sem hefur í
dag þátttöku í Ameríkukeppninni í Guada-
lajara í Mexíkó. Sigurlið keppninnar verð-
ur Ameríkumeistari og tryggir sér keppn-
isrétt á Ólympíuleikunum í London á
næsta ári en þær sem hafna í öðru og
þriðja sæti fá annað tækifæri í forkeppni
fyrir Ólympíuleikana.
Morgan, sem er 16 ára gömul og hefur
undanfarið hálft annað ár æft með Val
samhliða námi við Menntaskólann í
Reykjavík, segir bandaríska liðið hafa æft
saman síðustu fimm vikur fyrir mótið í
The Olympic Training Center, Lake Pla-
cid í New York, en undirbúningur hafi haf-
ist undir lok síðasta árs.
Morgan kemur til Íslands að keppni
lokinni í Mexíkó og tekur upp þráðinn hjá
Val og við námið í MR.
Fyrsti leikur bandaríska liðsins verður í
dag gegn Brasilíu, sem margir telja fyr-
irfram að hafi besta liðið keppninni. „Við
byrjum gegn erfiðasta mótherjanum,
Brasilíu, en einnig er Dóminíska lýðveldið
með okkur í riðli og Úrúgvæ.
Morgan leikur í stöðu skyttu vinstra
megin en einnig sem leikstjórnandi. Þá er
hún einnig vítaskytta liðsins.
„Ég er yngst í liðinu. Síðan eru þrjár
stúlkur 17 og 18 ára en flestar eru á aldr-
inum 21 til 27 ára. Í liðinu eru nokkrir
reyndir leikmenn sem hafa æft og leikið í
Noregi og í Þýskalandi,“ segir Morgan
sem skoraði sex mörk í síðasta æfingaleik
bandaríska liðsins, gegn Mexíkó á þriðju-
daginn. „Við erum tilbúnar í slaginn,“ seg-
ir Morgan Þorkelsdóttir, leikmaður
bandaríska landsliðsins í handknattleik.
Eigum mögu-
leika á ÓL-sæti
Ísland á fulltrúa í Ameríkukeppninni
Á fullu Morgan Þorkelsdóttir á fullri
ferð í leik með bandaríska landsliðinu.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Kjartan HenryFinnboga-
son, sóknar-
maður í liði Ís-
lands- og
bikarmeistara
KR, hefur skrifað
undir nýjan
samning við vest-
urbæjarliðið og
er hann nú samningsbundinn KR-
ingum til loka tímabilsins, 2014.
Kjartan átti góðu gengi að fagna
með KR-liðinu á nýlokinni leiktíð.
Hann skoraði 12 mörk í 19 leikjum
liðsins í Pepsi-deildinni og lagði upp
ófá mörk fyrir samherja sína. Þá lék
hann sinn fyrsta A-landsleik þegar
hann kom inn á sem varamaður und-
ir lok leiks Íslendinga og Portúgala í
síðustu viku.
DómarapariðAnton Gylfi
Pálsson og Hlyn-
ur Leifsson hélt
til Spánar í gær
þar sem þeir
munu dæma stór-
leik í Meist-
aradeild Evrópu í
handknattleik í
dag. Leikurinn fer fram í Madríd og
er á milli BM Atlético Madrid og
MKB Veszprém KC frá Ungverja-
landi. Atlético hét áður Ciudad Real
svo því sé haldið til haga og er því
um að ræða tvö félög sem hafa verið
í fremstu röð síðasta áratuginn eða
svo.
Slóvenski knattspyrnumaðurinnJanez Vrenko verður áfram í
herbúðum Þórs á Akureyri. Hann
skrifaði í gær undir nýjan samning
til tveggja ára við félagið. Vrenko
gekk til liðs við Þór frá KA fyrir síð-
asta keppnistímabil og lék gríðar-
lega vel í vörn liðsins í sumar.
Atli Guðna-son, sókn-
armaður í liði
FH, hefur skrifað
undir nýjan
tveggja ára
samning við
Hafnarfjarð-
arliðið. Atli er
uppalinn FH-
ingur sem hefur leikið stórt hlutverk
með liðinu undanfarin ár og fyrir
tveimur árum var hann útnefndur
leikmaður ársins af leikmönnum úr-
valsdeildarinnar. Atli er fjórði leik-
maður FH sem framlengir samning
sinn við liðið á skömmum tíma en áð-
ur höfðu Björn Daníel Sverrisson,
Pétur Viðarsson og Viktor Örn
Guðmundsson gert slíkt hið sama.
Fólk sport@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Seltjarnarnes: Grótta – Afturelding S15.45
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
KA-heimilið: KA/Þór – FH.................... L16
1. deild karla:
Vestm.eyjar: ÍBV – Víkingur ................ L15
EHF-bikarinn, 2. umferð, seinni leikur:
Kaplakriki: FH – Initia Hasselt ....... S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, IEX-deildin:
Toyotahöllin: Keflavík – Tindastóll .. S19.15
Dalhús: Fjölnir – Grindavík .............. S19.15
Seljaskóli: ÍR – Þór Þ ........................ S19.15
1. deild karla:
Ísafjörður: KFÍ – Hamar .................. S19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna:
Egilshöll: Björninn – SR................... L19.30
BORÐTENNIS
Pepsi-stigamótið fer fram í TBR-húsinu og
hefst kl. 10.30 í dag og 12.00 á morgun.
Keppni í meistaraflokkum karla og kvenna
hefst kl. 13 í dag.
BADMINTON
Fyrri hluti Óskarsmóts KR, þar sem keppt
er í einliðaleik, fer fram í KR-heimilinu í
dag og hefst kl. 10. Mótið er hluti af Varð-
armótaröð BSÍ. Keppendur eru 54 frá sex
félögum.
UM HELGINA!