Morgunblaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2011 íþróttir Fótbolti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir N-Írum í undankeppni EM í knattspyrnu í Belfast í kvöld. Síðasti leikur landsliðsins á árinu 3 Íþróttir mbl.is Reuters Vangaveltur Xavi Hernandez, sem skoraði sigurmark Barcelona gegn Granda á útivelli í gær, er hér fyrir miðju ásamt Lionel Messi og Daniel Alves. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfuknatt- leik kvenna hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku því leik- stjórnandinn, Ingibjörg Jakobsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur tæplega meira með liðinu á þessari leiktíð. Ingibjörg hefur ekkert leikið með Keflavík í upphafi Iceland Express-deildarinnar en hún fékk þau tíðindi á dögunum að krossbandið hefði slitnað. „Þetta gerðist á upphafsmínútunum í fyrsta leik okkar í Lengjubikarnum á Snæfellsnesi. Ég steig eitthvað vitlaust í fótinn en það þarf svo sem ekki mikið að gerast ef krossbandið er lélegt. Ég fór í framhaldinu í myndatöku og fékk nið- urstöðuna fyrir tveimur vikum,“ sagði Ingibjörg þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. Hún talar af reynslu því hún hefur áður slitið krossband í hinu hnénu og missti af þeim sökum af keppnistímabilinu 2008-2009. „Þetta er frekar leiðinlegt. Ég er 21 árs og er búin að missa af tveimur keppnistímabilum út af hnémeiðslum. Ég var frá ár- ið 2009, í fyrra komu svo titlar í hús en svo gerist þetta,“ sagði Ingibjörg sem fer til læknis í dag og fær þá hugsanlega að vita hvenær hún kemst í að- gerð til að laga krossbandið. Ingibjörg lék áður með Grindavík en gekk til liðs við Keflavík fyrir síðustu leiktíð og var í lykilhlutverki þegar liðið tryggði sér sigur bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. kris@mbl.is „Þetta er frekar leiðinlegt“  Ingibjörg Jakobsdóttir með slitið krossband í hné Ingibjörg Jakobsdóttir Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, byrjaði ágætlega á 1. stigi úrtöku- mótanna fyrir PGA-mótaröðina í Norður- Karólínuríki í Bandaríkjunum í gærkvöld og lauk leik á einu höggi yfir pari og notaði 73 högg. Birgir er að loknum fyrsta hring í 26.-37. sæti af 76 keppendum sem eru við leik á Pinehurst-svæðinu. Birgir virðist hafa verið nokkuð skynsamur í leik sínum en litlar sveiflur voru í skorinu í það minnsta. Hann fékk þrjá fugla, fjóra skolla og ellefu pör. Erfitt er að meta stöðuna að loknum einum hring af fjórum því mikið vatn á eftir að renna til sjáv- ar. Birgir þarf sjálfsagt að leika betur til að komast áfram á 2. stigið en hann er heldur ekki búinn að koma sér í erfiða stöðu. Hann er t.d. einungis tveimur höggum frá 13.- 20. sætinu en ætla má að liðlega fimmtán kylfingar komist áfram. Efsti maður lék á 66 höggum eða sex undir pari en einungis sjö kylf- ingar léku á þremur undir pari eða betur. Birgir er að reyna fyrir sér í fyrsta skipti á úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina. Hann slapp við forkeppni vegna stöðu sinnar á Áskorendamótaröð Evrópu en þarf að komast í gegnum þrjú stig til að öðlast þátttökurétt á PGA- mótaröðinni en því hefur enginn Ís- lendingur náð. kris@mbl.is Birgir Leifur á góðu róli eftir fyrsta hring Birgir Leifur Hafþórsson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Fjalar Þorgeirsson, markvörðurinn snjalli sem varið hefur mark Fylkismanna und- anfarin ár, hefur ákveðið segja skilið við Árbæjarliðið. Fjalar er 34 ára gamall. Hann hóf feril sinn með Þrótti Reykjavík en lék einnig með Fram áður en hann gekk í raðir Fylkismanna árið 2006. Þá á Fjalar fimm leiki að baki með A-landsliðinu og tvo með U21 árs liðinu. „Ég er búinn að eiga sex góð ár hjá Fylki en nú er komið að kaflaskilum og ég vil prófa eitthvað nýtt. Ég tel að ég hafi staðið mig vel en nú vil ég breyta til og fá nýja ákorun í ferilinn. Ég er í fínu standi. Skrokkurinn er í toppstandi, ég er meiðslalaus svo það er engin ástæða til að leggja hanskana á hill- una. Ég á nokkur góð ár eftir. Van der Sar fór til að mynda til Manchester United þegar hann var 34 ára gamall eins og ég er í dag,“ sagði Fjalar við Morgunblaðið. Bjarni Þórður Halldórsson mun fylla skarð Fjalars í marki Árbæj- arliðsins á næsta tímabili en Fjalar hélt honum fyrir utan liðið í sumar. Fjalar hættur með Fylkismönnum  Vill breyta til og fá nýja áskorun í ferilinn Fjalar Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.