Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 8
Dauðinn barði Smásaga eftir Svein Bergsveinsson. Myndskreyting eftir Guðmundu Andrésdótlur. Ég var orðinn fárveikur, áður en ég vissi a£. Hafði íengið brjóst- himnubólgu og upp úr henni bcrkla í Iungun og var nú lagztur á spítala með 40 stiga hita í ó- kunnu landi. Það er aldrei skemmtilegt að byrja sögu á sjúk- leika. En sjúkleiki er heldur aldrei ykemmtilegur. Og eiginlega skrifa ég bara þessa sögu, af því að hún er sönn. Ég skrifa þcssa sögu lika af annarri ástæðu. Ég ætla að lesa hana aftur, þegar ég er orðinn gam- all. Þá veit ég, að ég mun sitja í djúpum stól með teppi vafið um fæturna og halda á nokkrum guln- uðum blöðum, sem eru hvít núna, lesa það sem ég skrifaði, líta aftur atburði liðins tíma, kinka kolli með sjálfum mér og segja: — Já, þessi saga er sönn. Kannske verða þá allir dauðir nema ég, sem nú eruriðnirviðþessa sögu, svo að enginn skilur mig, þegar ég bæti við: — Það var þá, sem dauðinn barði. Hann hefur kannske barið oftar, en ég heyrði það aldrei nema þá. Spítalinn, sem ég var fluttúr á, heitir Dr. Hcims Hospital og er í Berlín-Buch. Buch heitir einn hluti í útjaðri Berlínarborgar. Mér var komið íyrir á tveggja manna stofu. Þar lá ungur Arabi íyrir, sem hafði stundað þjóðhags- fræði í London og Berlín. Annars veit ég ekkert, hvers konar fræði það er. Ég hef aldrei vitað neinu landi stjórnað eftir þjóðhagsfræði. Arabinn var trúloiaður þýzkri stúlku, sem kom í heimsókn þenna dag. Hún kom í rauninni allt of seint, J)ví eins og hún sagði Arab- anum, ])á heíði verið svo stórfelld rigning um daginn, að hún varð að leita skjóls undir stóru tré og bíða })ar í hálftíma til að komast leiðar sinnar. Og J)ó hafði hatturinn hennar eyðilagzt. Arabinn var orð- inn sár, Jaegar hún loksins kom- Og hún var líka sár yfir hattinum. Hún sagðist hvergi geta fengið sér nýjan hatt. Honum var alveg sama um hattinn. Hann atyrti hana fyr- ir að koma of seint. Hún fór fyrst undan í flæmingi, að síðustu varð hún reið og rauk á dyr. Arabinn var ekki þjáðari en það, að hann Jsaut upp úr rúminu og elti hana. Brátt komu J)au inn al'tur, og hann fór upp í rúmið, en hún sat fyrir framan hann á rúmstokknum. Þau sættust í hálfum hljóðum og lögðu svo höfuðin á öxl hvors annars og grétu drykklanga stund. Ég lá með fjörutíu stiga hita og hafði fengið blóðspýting nóttina áður. Nú byrjaði hósti og blóð- spýtingur í annað sinn. Ég hringdi bjöllunni eftir hjúkrunarkonu, en engin kom. Ég var hræddur við blóðspýting ]>á, fannst liann vera hreinn dauðadómur. Kannan var að fyllast af blóði. Ég hringdi og Iiringdi. Enginn kom. Ég vissi, að til voru hóstastillandi meðul, og fengi ég })au, myndi hóstinn liætta og blóðrennslið stöðvast af sjálfu sér. Þessi ályktun mín var að vísu nokkuð liæpin. En maður er ekki alltaf rökfastur með fjörutíu stiga hita og hræddur um leið. Loksins vappaði kerling inn í stofuna til mín, klædd hjúkrunar- kvennabúningi. — Ég er búinn að hringja lengi, sagði ég. — Það er hart, að enginn komi að færa manni hóstameðal, Jjegar maður liggur með blóðspýt- ing. — Það er ekkert við því að gera, sagði hún. Það er nú einu sinni stríð, og ég er hér ein í dag á öllum ganginum. Síðan sótti hún brómupplausn í glasi, cn hóstanum var létt, hvort scm var, J)egar hún kom aftur. Ég lá þannig, að ég gat horft út um gluggann. Stórt tré stóð ])ar fyrir utan og teygði lim sitt yfir nokkurn hluta gluggans. í limi J)ess sá ég alls konar andlitsmynd- ir, sem ég ætlaði mér að teikna síð- ar, Jiegar af mér bráði. Ég hafði ekki hugsað um ])etta lengi, Jaegar hjúkrunarkonur komu inn með röntgentæki til að taka mynd af mér í rúminu. En ég varð að sitja uppi í rúminu til þess. Það ætlaði aldrei að ganga. Ég þoldi ekki að sitja uppréttur nema brot úr mín- útu í cinu, Jrað var eins og þær kynnu ekki almcnnilega á tækin. Loks hljóp önnur þeirra undh hcrðar mér, en hin kom tækjunum fyrir og lileypti af. Þá sleppti lijúkrunarkonan mér, og ég seig eins og dula niður á koddann. Þær sögðu, að yfiriæknir spítalans mundi skoða filmuna seinna um daginn. Ég lá í hálfgerðu móki eftir á- reynsluna, greindi stundum tréð fyrir utan gluggann, stundum ekki. 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.