Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 16
LEIKLIST r Islandsklukkan í Af skiljanlegum ástaeðum biðu menn þess með mestri óþreyju að sjá Islands- klukkuna af þeim þrem leikjum, sem nú eru sýndir í Þjóðleikhúsinu. Hinir tveir leikirnir eru mörgum kunnir áð- ur. Sagan um Jón Hreggviðsson er stórfenglegt listaverk. Höfundurinn, Halldór Kiljan Laxness, er nú virtur af alþjóð sem mikill rithöfundur og dáður af mörgum. Það renna því margar stoðir undir áhuga manna að sjá þetta skáldverk sem leik og persónur þess gæddar lífi af mörgum ágætum leikur- um. Því undarlegar kemur manni það fyrst fyrir sjónir, að enginn leikdómur hafi verið skrifaður að gagni um fs- landsklukkuna enn sem komið er. Hin- ir fastráðnu leikdómarar dagblaðanna, sem stundum hefur tekizt að skrifa leikdóma með nokkru viti í, hafa annað hvort hafið verkið og leikinn gagnrýn- islaust til skýjanna eða rætt einungis um meðferð leikenda á hlutverkum sínum, en sniðgengið verkið. Þegar ég hafði séð leikinn, var mér þessi afstaða skiljanleg. Leikurinn all- ur er furðunýstárlegur og margt, sem hrífur augu og eyru. Eftir að ég kom úr leikhúsinu, var ég lengi að átta mig á þessum leik. Augljóst var þá, að það sem hrífur menn mest (og ég hefi heyrt marga tala um, að þeir hafi ekki séð glæsilegri leik) er leikur, leikút- búnaður og tilsvör persónanna. Þetta þrennt er líka ágæti leiksins í heild. En þrátt fyrir þetta kom ég óánægður út úr leikhúsinu, án þess að mér skild- ist í hverju það lægi. Eftir miklar um- ræður og íhugun komst ég að raun um, að brestimir fælust í skáldverkinu sjálfu, í leikritinu Snæfríður fslands- sól. Nú þykir það að vísu ekki fagur eig- inleiki að vera ekki í rónni, fyrr en einhverjir gallar eru fundnir. Maður á að meðtaka sinn deilda verð með þakk- læti. Þó virðist mér leikurum vorum og % leikritahöfundum lítill greiði gerður, fái þeir oflof fyrir allt, sem þeir bera á borð og enn síður vænlegt til þroska Þjóðleikhúsinu að þegja alla liststarfsemi í hel, sem mönnum er þó tamast hér á voru landi. En mestur ógreiði verður það þó list- menningu vorri í framtíðinni, ef vér rökræðum ekki kosti þess og galla, sem flutt er. Ég gap þess í umsögn minni um skáldsöguna, sem leikritið er samið úr og birtist í tímaritinu Helgafelli árið 1946, að síðasti hluti verksins, Eldur í Kaupinhafn, næði ekki sama risi og fyrri hlutamir. Hið ljósa man er horf- ið, en hefnigjöm kona, Snæfríður Björnsdóttir, er komin í hennar stað. Þó er sú þróun sálfræðilega rétt eftir atvikum og rýrir að engu leyti gildi verksins. En sársaukalaust gat sú þró- un ekki orðið. Hið ljósa man hlaut að gjalda við það afhroð, glata fegurð sinni og reisn. Þó var skotið þar inn fögru draumkenndu ástarævintýri, er fundum þeirra Arnas og Snæfríðar bar saman í Kaupmannahöfn. Um þann kafla sagði ég, að hann ætti ekki heima í bókinni. Nú hefur þessu ævin- týri eða draum enn verið haldið í leik- ritinu og þá sést enn gerr, hve hættu- legur hann er heildarverkinu. Og þá kem ég loks að aðalerindinu. Halldór Kiljan hefur ekki vaxið af þessari umsteypu. Leikritið stendur skáldsögunni verulega að baki. Stytt- ing skáldsögunnar og breyting í leik- ritsform felur einungis í sér galla og þá stóra, bæði bókmenntalega og leik- rænt séð. Eftir verður af slíku snilld- arverki, sem skáldsagan er, þó nóg til að hrífa áheyrendur með þeirri leik- tækni, sem vér nú ráðum yfir. Við samning leikritsins tekst höfundurinn sem sé á hendur hvorki meira né minna en reyna að leysa þraut, sem er í eðli sínu óleysanleg. Með atburðarás sögunnar hefur höfundurinn haslað persónum sínum völl, þar sem hver hefur sínu hlutverki að gegna og eng- in getur brugðizt því nema á kostnað höfundarins sjálfs. í leikritinu reynir hann hið ómögulega, að halda í fegurð hins fórnfúsa, blíða og stolta ljósa mans, Snæfríðar íslandssólar, eftir að hún er orðin hin eigingjarna og hefndarþyrsta kona, Snæfríður Björnsdóttir. Höf. hef- ur sem sé ekki tímt að sjá af hinu ljósa mani í hinu miður fagra hlutverki hennar í síðari hluta leiksins. En lyg- in hefnir sín í hvaða mynd, sem er í Skálholti. Sigurður dómkirkjuprestur, Magnús í Bræðratungu, Snæfríður íslandssól. LÍF og LIST 16

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.