Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.06.1950, Blaðsíða 21
Frh. af bls. 3. UM SKÁLDSKAP o O o HIÐ GÓÐA, SEM ÉG VIL — Eg undramarga aulabárða þekki, sem ótrú sína á mér ei kunna að dylja; mér finnst því bezt að reyna að yrkja ekki, þótt andstætt sé það mínum góða vilja. Að vísu hitti ég þá menn að máli, sem mig til ljóðagerðar einart hvetja; en hvernig sem þeir stappa í mig stáli, þeim stöðugt veitir betur, sem mig letja. Ég ginnast læt í viðsjáls vana hlekki. Það vissulega mætti þannig orðast: Hið góða, sem ég vil, ég geri ekki, en geri það, sem helzt ég skyldi forðast. o O o GRAS Um hirðusemi er hneyksli næst að fjasa; sú höfuðdygð af náð er mönnum veitt. Hjá Karli Sandbúrg kennir margra grasa. Menn komast varla hjá að taka eitt. o O o STOLIÐ OG STÆLT Af ljóðagerð minni ég hef mér ei hælt, fc>ví hjá mér hann Pegasus skokkar. „Blóa stjarnan": MÍM Hið eina sem við höfum hér í Reykja- Vl'k í líkingu við svokallaða nætur- klúbba erlendis, eru skemmtanir „Bláu stjörnunnar". Fjölbreytt skemmtiatriði, i'evýa og cabaret og dans og hver get- Ur setið við sitt borð og haft sína hentisemi meðan á sýningu stendur. Allar sýningar „Bláu stjörnunnar“ hafa verið bornar uppi af þeim Alfreð Andréssyni og Haraldi Á. Sigurðssyni. Eins er um þessa síðustu, sem hófst á í hvítasunnu og enn er á boðstól- Urn- Kannski hefði þá hinum leikurun- Urn ekki verið alls varnað, ef þeir Uaraldur og Alfreð hefðu ekki verið a sviðinu. Leikurinn var óneitanlega aflt of ójafn. Á hinn bóginn: Það væri LÍF Menn segja, að ég hafi stolið — og stælt stóru þjóðskáldin okkar. En — þeir, sem nú mest er hér hossað og hælt fyrir hugmyndagnótt sinna ljóða, hafa í viðlögum stolið — og stælt stórskáld annarra þjóða. Leifur Haraldsson. tæplega til svo lélegt atriði, að menn kysu ekki fremur að þola það á svið- inu en að eiga á hættu að sjá á bak þeim Alfreð og Haraldi, því að við eig- um varla lífsnauðsynlegri menn til í landinu. Soffía Karlsdóttir hefur leikhæfi- leika, en þeir eru alveg ótamdir, og ungfrúin kunni ekki textann nógu vel á frumsýningu. Oft hafa höfundar „Bláu stjörnunn- ar“ verið hnyttnari en að þessu sinni, og þó skemmta sér allir stórkostlega. Söngvararnir, Guðmundur Jónsson og Haukur Morthens, voru báðir ágætir, hvor á sína vísu, með hálfklassísk lög og dægurlög. Konna fer stöðugt fram, og Baldur mætti draga sig örlítið meira í hlé. MÍM er skammstöfun og kemur í staðinn fyrir „Menningarsamband íslands og Milanó!" FRÉTTIR armanna í París á liðnum úrum. og þátttöku fá þeir einir, sem boðið er. ís- lendingarnir hafa þegið boðið. Nýr listiðnaður. Síðustu tíu dagana í maí stóð yfir sýning í Reykjavík á listmunum úr ís- lenzkum leir, svokölluðum Laugarnes- leir, frá samnefndu hlutafélagi. Að félagi þessu standa þau hjónin Gestur Þorgrímsson myndhöggvari og Sigrún Guðjónsdóttir listmálari, og listmálar- arnir Waistel og Dolinda Tanner. Verkaskipting þeirra hefur verið með þeim hætti, að Gestur hefur rennt gripina, Sigrún hefuf brennt þá, og hún, Waistel og Dolinda hafa málað þá. Gerð munanna er fjölbreyttari en áður hefur tíðkazt hér um íslenzka leirgripi. Hver hlutur er sérstætt verk (original) og eru ekki gerð af honum fleiri eintök. Sýning þessi vakti mikla athygli, enda var hún að öllu leyti skemmtileg og smekkleg, flestir mun- irnir nytsöm listaverk. Leiðrétting Nokkrar prentvillur komu fyrir í síðasta hefti og biðjum vér höfunda og lesendur afsökunar á því. Meinlegasta prentvillan var í sög- unni „Samlíking við saltfisk.1 í staðinn fyrir síðustu setninguna í næstsíðustu málsgrein átti að standa: „Mér veittist mjög létt að horfa glottandi á þau og snúa út úr fyrir þeim. Ég sagði Hka við þau, að þau væru eins og saltfiskur." Smásögukeppni Líf og List efnir til samkeppni um beztu smásögu. Sögurnhr verða að hafa borizt ritstjórum þess fyrir 1. júlí næstkomandi. Engin verð- laun verða veitt önnur en heiður- inn. Sagan má ekki vera lengri en það, scm svarar þremur síðurn í Lífi og List. Ritstjórarnir. og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.