Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 4
Björn Jónasson Örn Jónsson Reggae Eftirfarandi grein er biggð á frásögn Sypheliu Morgenstierna sem tók sér ferð á hendur til heimalands Reggae tónlistarinnar. Syphelia starfar mikið fyrir ágætt norskt tímarit, Gateavisa, sem vonandi verður hægt að kinna nánar síðar. Reggae nítur stöðugt meiri hilli á vesturlöndum og hafa fjölmargar hljómsveitir tileinkað sér þetta tónlistar- form. í greininni verður gerð tilraun til að kinna tónlistina og þann bakgrunn sem hefur mótað hana. Tötralíðurinn á Jamaica Á eijunni Jamaica búa um tvær milljónir manna. í landinu ríkir mikil stéttaskipting og markast stétt- arstaða nokkurn veginn af kinþætti. Fámenn hvít ifirstétt, lítið eitt fjölmennari millistétt sem aöallega samanstendur af kinblendingum og Ijósari svert- ingjum og síðan snauður fjöldinn sem í ifirgnæf- andi meirihluta eru svertingjar. Það eru þeir síð- astnefndu sem skapað hafa Reggae tónlistina eða sá hluti þeirra sem biggir fátækrahverfin í höfuð- borg Jamaica, Kingston. í landinu ríkir mikil fátækt og hafa þrjár helstu útflutningsvörur landsins, bauxít, sikur og bananar stöðugt orðið verðminni á heimsmarkaðnum. Að nafninu til eru sósíal-demókratar við völd í landinu. En tveir stærstu flokkarnir, Jamaicas Labour Party og Peoples National Party eru báöir samdauna landlægri spillingu. Kosningaloforðin og einhverjir tilburöir til þjóðnítingar 1972 nægöu til að fjölþjóð- legu auöhringar, sem höfðu hagsmuna að gæta, kröföust þess aö málefnum landsins irði stjórnað af alþjóðagjaldeirissjóðnum. Undanfarin ár hefur verðbólgan verið gífurleg, en laun frist. Verölag er svipað og á norðurlöndum, en laun verkamanna aðeins um fimmtungur þess sem þar tíðkast. Átök í efnahagslífinu eru hörð en sá hópur sem þessi grein fjallar um hefur að mestu staðið firir utan þau. Stór hluti svertingjanna er at- vinnulaus og hefur enga von um vinnu. Sérstaklega er atvinnuleisi algengt í þéttbíliskjörnum og hefur þróast sérstæð menning í fátækrahverfunum. Stór hópur heldur sér markvisst utangarðs, afneitar bæöi gildum þess og verðmætum. Þaö var meðal þessara utangarðsmanna eöa tötralíðs sem Reggae tónlistin þróaðist. Upphaf Reggae í upphafi fimmta áratugsins var Rhythm & Blues (R&B) tónlistin vinsæl í Bandaríkjunum. R&B svip- aöi á margan hátt til tónlistarhefðar Jamaicabúa, sem var einskonar blanda af afrískum takti, trúar- legum dönsum, breskri þjóðlagatónlist og Calypso frá Trinidad. f fátækrahverfum Kingston var fátt um útvörp eöa plötuspilara. Ní starfsgrein varö til, svokallaóir farandplötusnúðar. Þeir innréttuðu bíla með hljómflutningstækjum og keirðu á staði þar sem von var á fólki. Ferðadiskótekin eöa „Sound Systems" eins og þeir sjálfir nefndu firirbærið, varð fljótlega vinsæl skemmtun í fátækrahverfunum. í Bandaríkjunum gekk R&B ifir eins og hver önnur tískubilgja, en sama var ekki upþ á teningnum á Jamaica, þar hélt hún vinsældum sínum og heima- menn þróuðu hana áfram. í firstu var um nokkuð nákvæma eftirlíkingu á R&B aö ræöa, en fljótlega tók tónlistin níja stefnu og blandaðist hefðinni heimafirir. Útkoman var nefnd SKA. SKA Einkenni SKA var sterkur taktur, kraftur og til- finning. Einhverjir lesendur muna ef til vill eftir lag- inu ,,My Boy Lollipoþ" meö söngkonunni Millie. Þaö lag er einmitt dæmigert fyrir þessa tónlistar- stefnu. Lagið varö vinsælt um allan heim og vakti áhuga fjármagnseigenda. Hér var eitthvað nítt á ferðinni. I kjölfarið filgdu nokkur lög sem einnig náðu vinsældum á alþjóöamarkaði. Nöfnum eins og Jimmy Cliff, Maytals og Wailers skaut upp á erlendum vinsældalistum. Rock St.eady Tónlistin þróaðist ört. Hún var snar þáttur í dag- legu lífi lágstéttanna og hafði þaö mótandi áhrif á 2 SVART Á HVlTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.