Austurland


Austurland - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Austurland - 20.04.1994, Blaðsíða 1
15. tölublað Neskaupstað, 20. apríl 1994 argangur. 44 Hradfrystihús Eskifjarðar Veruleg veltuaukning milli ára Hagnaður 54 milljónir á síðasta ári SPimar Gömul hús á Eskifirði. Ljósm. AB Neskaupstaður/Seyðisfjörður Gerpismenn leita á Seyðisfirði Afkoma Hraðfrystihúss Eski- fjarðar á síðasta ári verður að teljast viðunandi að sögn Magn- úsar Bjarnasonar framkvæmda- stjóra. Veruleg veltuaukning varð á milli ára og reksturinn á Austfirðir Loðnuvertíð lokið Loðnuvertíð er nú að fullu lokið. Til Austfjarða bárust frá áramótum rúmlega 206 þúsund lestir. Afiahæsta loðnuskipið var Hólmaborg SU með um 50 þúsund lestir. Skipstjóri á Hólmaborginni er Þorsteinn Kristjánsson. Mestum loðnuafla var landað á Seyðisfirði tæplega 56 þúsund lestum. Eskifjörður kemur næstur með 50.000 lestir og þá Neskaupstaður með tæplega 45.000 lestir. Fáskrúðsfjörður Listi Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið á Fá- skrúðsfirði samþykkti fram- boðslista sinn vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á fé- lagsfundi sl. miðvikudag og er hann þannig skipaður: 1. Björgvin Baldursson 2. Gunnar Skarphéðinsson 3. Magnús Stefánsson 4. Þorsteinn Bjarnason 5. Guðlaug Jóhannsdóttir 6. Þórunn Ólafsdóttir 7. Valur Þórarinsson 8. Alberta Guðjónsdóttir 9. María Óskarsdóttir 10. Herdís Pétursdóttir 11. Jóhann M. Jóhannsson 12. Friðmar Pétursson 13. Ásta Eggertsdóttir 14. Vignir Hjelm síðasta ári skilaði 122 miljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi en sé tekið tillit til gengisbreytinga er hagnaðurinn 54 milljónir. Árið 1992 var útkoman réttu megin við strikið að sögn Magn- úsar, eða tveggj a milljóna króna hagnaður. Þá var heildarveltan um 1820 milljónir en var 2.3 milljarðar í fyrra. Veltan af rækjuverksmiðj- unni var á síðasta ári svipuð og af frystihúsinu. Annar mikil- vægur þáttur í góðri rekstraraf- Aðalfundur Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga var haldinn í Fé- lagsheimilinu Skrúði laugardag- inn 9. apríl. Halli var á rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga árið 1993 að fjárhæð kr. 1,4 milljónir og einnig varð tap á rekstri dótturfyrirtækis þess Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. að fjárhæð 21,7 milljónir. Þessi tvö fyrirtæki voru samein- uð 1. janúar 1994 undir nafni Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Tap Kaupfélagsins má rekja til þess að afskrifa varð á árinu tæplega kr. 3 milljónir í töpuð- um kröfum, en megin orsök fyr- ir halla Hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar hf. er hin gífur- lega skerðing sem orðið hefur á þorskaflanum. Togarar fyrir- tækisins Ljósafell og Hoffell fá aðeins að veiða um þriðjung af þeim þorski sem þeir veiddu fyr- ir fáum árum. Útgerðin er því lang þyngsti rekstrarþátturinn. Samkvæmt samstæðureikningi var fjármunamyndun rekstrar kr. 47 milljónir en var kr. 94 milljónir árið 1992 með kr. 26 milljóna greiðslu úr Verðjöfn- unarsjóði. Bókfært eigið fé fyrirtækjanna nam í árslok kr. 467 milljónum sem er 51% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Fyrirtækin greiddu kr. 295 millj- komu er góð loðnuveiði og aukning loðnukvótans, en Hraðfrystihús Eskifjarðar á um 8% af heildarúthlutun loðnu- kvótans. Þessa dagana er allt yfirfullt af rækju á Eskifirði og hefur rækjuvinnslan engann veginn undan að vinna allan þann afla sem að landi berst af 6 skipum. Unnið er á vöktum frá kl. 400 til 2400. Meðafjöldi starfsmanna Hraðfrystihúss Eskifjarðar á síðasta ári var 280 manns. ónir í vinnulaun til 355 starfs- manna sem komu á launaskrá en að jafnaði eru starfsmenn um Nefnd skipuð fólki frá vel flestum félagasamtökum bæjar- ins hefur að undanförnu fundað stíft um ýmsar uppákomur á Ári fjölskyldunnar. Þegar hefur ver- ið ákveðið að halda sérstaka „göngudaga". Á þessum göngu- dögum verður farið í fjöruferð- ir, fuglaskoðunarferðir og út- sýnisferðir með ýmsum uppá- komum. Nefndin hefur rætt um að meiri fjölbreytni verði fyrir börn um sjómannadagshelgina, sér- stakan hjólreiðadag, golfdag, sunddag, dansdag, veiðidag, hestadag og svona mætti lengi telja. Dótadagur fjölskyldunnar sem haldinn var í Oddsskarði tókst einstaklega vel. Á svæðið Síðdegis á sunndaginn var leitað til Hundabjörgunarsveit- ar Gerpis um að leita manns um sjötugt á Seyðisfirði sem ekki hafði skilað sér til síns heima á tilsettum tíma. Gerpismenn brugðust skjótt við og fóru með 170. Heildarvelta var kr. 1,1 milljarður og hafði minnkað um mættu á annað þúsund manns. Þá mun tónlistarfólk væntan- lega standa fyrir einhverjum uppákomum. Fræðsluþátturinn verður ekki undanskilinn. Nú standa yfir viðræður við Félags- málaráðuneytið um að fá hingað einhverja af þeim fyrirlesurum sem voru með fyrirlestra á upp- hafsdegi fjölskylduársins. þrjá leitarhunda á staðinn. Eftir skamma leit gáfu hundarnir sterklega til kynna að slóð mannsins endaði á bryggju- sporði. Þá var enn leitað til Gerpis og þeir beðnir að koma með kafara á staðinn. Fjórir kafarar ásamt aðstoðarmönnum fóru á Seyðisfjörð upp úr klukk- an átta og fundu manninn eftir stutta leit í sjónum, framan við staðinn þar sem hundarnir höfðu gefið til kynna að slóð hans endaði. Maðurinn sem lést var frá Jökuldal. Hafði hann verið til heimilis á elliheimilinu á Seyð- isfirði í nokkur ár. Rætt hefur verið um að vel flestir sunnudagar og aðrir tylli- dagar í sumar verði eyrnamerkt- ir einhverjum uppákomum og svo verður Neistaflug ’94 auðvit- að á dagskrá. Formaður nefndarinnar um Ár fjölskyldunnar er Petrún Björg Jónsdóttir. FJALLAHJÓL Full búö af fjallahjólum VERSLUNIN VÍK HAFNARBRAUT 3 - 71900 Fáskrúðsfjörður Tap á rekstri Kaupfélagsins Neskaupstaður Fjölbreyttar uppákomur á „Ári fjölskyldunnar"

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.