Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 27
Sjónabók Húsfreyjunnar
Sbflhkdglit
Þegar skoðuð eru glitsaumuð klæði í Þjóð-
minjasafni Islands, kemur í ljós, að saumur-
inn er unninn með öðrum hætti en nú tíðk-
ast. Er útsaumsgarnið dregið (þrætt) í efnið
og verður því ætíð a. m. k. einn þráður úr
efninu milli sporaraða á rétthverfunni. Um
tvenns konar ídreginn glitsaum hefur verið
að ræða. I öðru afbrigðinu, hinum eiginlega
glitsaumi, liggja sporin í beinum röðum, en
í hinu mynda sporin skáraðir (sjá skýringar-
myndir). I heimildum frá 17. og 18. öld er
síðarnefnda afbrigðið stundum nefnt skakka-
glit. Ekki þarf það þó að vera hið uppruna-
lega nafn þessa saums hér á landi. I Noregi
og Svíþjóð var (og er) skakkaglitsaumur
nefndur vefsaumur, en saumgerð með, að því
er virðist, hliðstæðu heiti, veandasaumur
( = vígindasaumur?), kemur fram í íslenzk-
um heimildum frá 1470 og 1523.
Skakkaglitsaum er að finna bæði á altaris-
klæðum og rekkjureflum. Sjást tvö altaris-
klæðanna á meðfylgjandi myndum. Er hið
fyrra (Þjms. 2371) talið vera úr kaþólsk-
um sið (fléttusaumaða áletrunin er bæn til
AltarisklieOi. SaumaO meÖ skakhaglili, frd mifíöldum, óvist úr Iwaða kirkju. (l’jins. 2371).
Jjósm.: Gisli Gestsson.
Húsfreyjan
27